Sunday, April 02, 2006

Kökuboð hjá mér og Davíð

Jæja við áhváðum að halda smá kkuboð í gær fyrir foreldran og afa og ömmu á efrihæðinni.
Við vöknuðum elds snemma um morguninn til ða byrja að baka, nánar tiltekið kl 7:30, og vorum að alveg til kl 15 þegar þau komu öll. Ég bakaði gulrótaköku (from scratch) vegna þess að Davíð finnst hún lang best í HEIMI, svo einhverja geðsjúka súkkulaðiköku og að lokum kotasælubollur. Ég held að fókið hafi verið ofsalega ánægt með allt saman. Amma átti líka afmæli í gær og við Davíð gáfum henni og afa 2 miða í óperuna á Nótt í Feneyjum og þau eru að koma í kvöld og sjá sýninguna voða gaman.
Við Moli fórum núna áðan að hjálpa til við að koma upp Chihuahua básnum fyrir kynnigu sem verður í dag í Víðidal. Það verða þó ekki engöngu hundar í þetta skiftið heldur kettir og meira að segja einn hestur líka. En það sem skifti meira máli var það að við Moli fengum að hitta Ask. Moli var ofsalega hrifin af honum og lét hann bókstaflega ekki í friði. Askur tók þessu nú bara rólega enda var hann kaski pínu feiminn. Ég fékk harðfisk hjá Halldóru til að gefa honum svo ég yrði nú að bestu vinkonu hans ;9 Við Askur komumst að samkomulagi um það að þetta yrði ekkert mál að vera saman um páskana ég, Davíð, Moli og Askur.
Ég þakka fyrir mig í dag og vona að þið eigið frábæra viku framundan

Kveðja Fjóla hundspott

1 comment:

Anonymous said...

Sæl Fjóla
Bara að segja: Takk fyrir boðið! Alveg meiriháttar kökur! Mæli þó sérstaklega með "pæjukökunni" - Vá ;-)
Takk kærlega fyrir okkur á Aflagrandanum :)
Bestu kveðjur
KLR