Sunday, April 09, 2006

Dagurinn í dag!

Dagurinn burjaði að þann veg ðavakna kl 8 í morgun og fara gera mig til til að fara í vinnuna kl 10 og hér sit ég enn kl 15:41 og blogga. Það er afskaplega lítið að frétta af mér í dag, síminn hefur nánast ekkert hringt og það eru ekki margir sem koma. En þar sem ég hef þá haft mikin tíma aflögu þá hef ég áorkað að horfa á The Silence of the lambs, Hannibal og er að byrja að horfa núna á The Village. Við Davíð fengum nefnilega frá pabba og mömmu í fyrra frábært DvD tæki sem hefur komið sér mjög vel að notum þegar ekkert er að gera í vinnunni eins og núna.
Í gær fórum við á KSF aðalfund og var það allt í lagi. Stjórnin var kosin og ég hef ekkert meira að segja um það. Strax og ég er búin í vinnunni förum við til pabba og mömmu í sunnudags læri og ég hlakka mikið til þess.
Davíð sagði mér soldið merkilegt áðan. Hann sagði þegar hann koma að ná í mig í gær sá hann hundategund sem ég er nokkuð viss um að sé bönnuð hér á landi eða nánartiltekið Bull terrier. Ástæðan fyrir því að þessi tegund er bönnuð líkt og Pitbull terrierinn er sú að þeir eru mjög árásagjarnir gagnvart öðrum hundum og eru þessar tegundir notaðar í hundaat sem er aðsjálfsögðu ólöglegt á flest öllum stöðum í heiminum en eru þrátt fyrir bannið samt stundað víðsvegar í Bandaríkjunum t.d. og er það þá gert til að græða peninga á því. Eins og sést á myndinni er þetta ekki mjög saklaust útlit á hundinum ég veit allavegana að ég væri ekki mikið að eltast við að hitta svona hund.
Á morgun kemur svo Askur til okkar og verður með okkur í viku meðan fjölskyldan hans skreppur til útlanda um páskana. Þða verður áhugavert og mikil breyting að fá annan hund inn á heimilið í lengri tíma, ég vonast bara til þess að allt gangi vel og við meigum öll njóta þess að vera saman um páskana.
Ég kveð að sinni skrifa meira á morgun

Kveðja Fjólas Dögg

3 comments:

Anonymous said...

Það er til einn Bull Terrier rakki á landinu (svo ég viti til), ég hef einmitt einu sinni séð hann. Sá rakki er geldur.
Bull Terrierinn hefur verið svolítið misskilin tegund, en hundar sem kallast Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier eru hinsvegar vafasamir þeir eru hundar fyrir afskaplega fáa að díla við. Bull terrierinn er ólíkur honum og er núna leyfður hér(var það ekki fyrir ekki svo löngu síðan), en nafnið er það sem þeir eiga í raun sameiginlegt. Held nú samt að Bull terrierinn sé heldur ekki allra en hann er ekki eins og Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier.
Sáum samt æðislega Staffa á Crufts í fyrra hjá fólki sem hefur vit á tegundinni og veit hvernig skal fara með slíka hunda, þeir voru æðislegir. En það er alltof mikið af fólki sem kemur illu orði á tegundina með "töffara" kjánaskap.
Er í raun fegin að staffinn sé bannaður hér, finnst nógu illa farið með margar "töff" tegundir hér fyrir og get rétt ýmindað mér hvernig færi ef þeir yrðu leyfðir á landinu. Ísland er enganvegin tilbúið fyrir þá.

En enn og aftur takk kærlega fyrir að nenna að passa Askinn :D

Úff, England á morgun!

Anonymous said...

já ég sá hann einmitt einn Bull Terrier á laugarveginum(uss ;) í fyrra dag hann var alveg hvítur, vel ljótir hundar afsakið, en þetta eru bara ljótustu hundar sem ég veit um, og er maður nú búin að heyra ýmsar ógeðfeldar sögur af þessum hundum m.a. að þeir fæðist geðveikir! er það satt? veiteggi :o)
kv Berglind

Fjóla Dögg said...

Ég er ekki viss um að það sé heilagur sannleikur að allir þessir hundar fæðast geðveikir en það eru öruglega einhverjir sem eru ekki alveg heilir fyrst að það eru til margar slæmar sögur af þeim