Tuesday, April 04, 2006

Gærdagurinn

Í gær var ég ekki að vinna í óperunni þar sem miðasalan er alltaf lokuð á mánudögum, en það var nók að gera.
Ég byrjaði á því að vaska upp um morgunni og fór svo upp til afa og ömmu að þrífa sem ég geri annan hvern mánudag, svo fór ég í göngutúr með Kristínu sem á Sóldísi og svo kom Snotra með okkur sem er hundur sem Kristín er að passa. Við fórum í fínan göngutúr í kringum stífluna. Eftir það fórum við Davíð að versla þar sem ekkert var lengur til á heimilinu. Davíð fór svo um hálf 4 leitið að vinna fyrir bróður sinn þar sem hann skuldaði honum smá vinnu.
Um hálf 8 leitið fórum viða að skoða Fífurima þar sem það var opið hús. Mjög fínt kverfi en við þurfum að skoða þetta betur ég tel að þetta hafi verið heldur til of lítið fyrir okkur.
Eftir það fórum við svo og þrifum leikskólan Mánagarð í fyrsta skipti og það gekk mjög vel. Við kíktum svo í stutta heimsókn til Berglindar frænku og spjölluðum um hunda aðalega ;).
Í kvöld förum við Moli svo í fyrstatímann í hlýðninámskeiðinu sem byrjar kl 20 og okkur hlakkar ekkert smá til. Ég vona að það verði gott veður vegna þess að þetta á víst að vera úti sjáum nú hvernig það gengur.

Kveðja Fjóla Dögg

1 comment:

Anonymous said...

ji það verður gaman hjá ykkur Mola :o) kannski verðið þið svona: http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=880
;o)
kv frænkulíus