Friday, April 07, 2006

Moli


Ég er að segja ykkur að það er ekki til ynndislegri hundur en hann Moli minn.
Gleðin ljómar af honum í hvert skifti sem ég stíg inn um dyrnar heima sama hvort ég hafi verið í burtu í 3 tíma eða bara 1 mínútu. Það er alltaf gaman hjá honum þegar gestir koma í heimsókn og þegar við förum í heimsókn einhvert, hann gjörsamlega elskar alla.
Svo eru það stundirnar þegar við sitjum bara heima fyrir framan sjónvarpið og slöppum af, hann lyggur hjá mér sofandi eða röltir til mín með nagbein í munninum til að láta mig halda í það á meðan ég horfi. Stundum líka á morgnana þegar hann er búin að fara út að pissa þá fær hann að koma uppí rúm og kúra hjá mér áður en ég fer frammúr og þá veit hann ekkert betra en að troða séreins langt undir sængina mína þar sem er heitast.
Moli er alveg svakalegur mannamata grís þ.a.s hann elskar að fá harðfisk hann veit ekkert betra en það jú nema kanski grillkjöt. Ef þú ert með harðfisk þá ert þú besti vinur hans þá stundina hann gerir hvað sem er til að fá hann. Dansar, liggur, situr, rúllar, heilsar nefndu það hann er tilbúin að gera það fyrir þig.
Moli er líka alltaf til í að koma að leika, hlaupa úti í grasinu, elta bolta, sækja eða bara rúlla sér á gólfinu með okkur Davíð. Honum finnst líka æðislegt að fara út að labba og þá sérstaklega í lausagöngur t.d í fjöruna það er bara best svo margt spennandi að skoða og þefa af.
Mér fannst nauðsinlegt að þið góða fólk fengjuð að vita hversu dásamlegur hundur hann Moli minn er.

Kær kveðja Fjóla Mola mamma

No comments: