Wednesday, December 21, 2011

Fréttir af okkur hér í Mosó

Jæja jólin nálgast óðfluga og það er nóg að gera. Ég er búin með prófið mitt.. YESSS, ég er búin að klára flest allar jólagjafir, en ég á eftir að skrifa einhver jólakort en Davíð er búin að taka þau flest að sér þessi jólin :S.
Núna í morgunsárið fáum við Moli til okkar í heimsókn Yorka hvolp í greiðslu en ég hlakka mikið til þess enda DREP langar mig að fara að vinna á hundasnyrtistofu :S. Ég ætla að gera hann eins sætan og ég get og hver veit nema þið fáið að sjá fyrir og eftir myndir ;D. Ég ætla líka að gera Mola minn fínan fyrir jólin fyrst að Davíð minn er búin að ná í hundasnyrti græjurnar mínar og allt er tilbúið ;D.
Ég held ég skelli mér svo út til að klára þessar jólagjafir sem eru eftir og þarf líka borða og pakka merkimiða. Spurningin er svo hvort að það sé ekki kominn tími á að versla fyrir jóladag en við erum að fá alla fjölskylduna í heimsókn, mína og Davíðs ;D.
En nóg með það ég ætla að finna til allt þetta dót sem ég þarf til að gera lítinn yorka fínann ;D.

Kær kveðja til ykkar allra

Fjóla og Moli

Wednesday, December 14, 2011

.....

Ég sé það núna ða þetta ætlar ekki að ganga hjá mér ða halda úti bloggi upp á hvern einasta dag þannig að ég reyni að hafa það bara af og til ;D.
Það helsta í fréttum er það að á mánudaginn síðasta fórum við Davíð skárum, og steiktum laufabrauð með pabba, mömmu, afa, ömmu, Hlyn og Dísu. Það gekk líka svona glimrandi vel og erum við Davíð með okkar 40 kökur tilbúnar fyrir jólin :D.
Ég er að rembast við að læra fyrir próf en er SVOOOOO ekki að nenna því. Ég er sem betur fer búin með ritgerðina, en á eftir að gera glærur fyrir fyrirlestur á sunnudaginn og svo er það bara prófið á mánudaginn ef allt gegur vel hjá mér varðandi að læra efnið.
Ég get ekki beðið að komast í jólafrí frá vinnu og skóla en það er alveg hrillilega langþráð.
Við Davíð höfum tekið þá ákvörðun að vera hjá pabba og mömmu um jólin en fáum þau til okkar á jóladag í brunch.
Annars er allt kór stress búið og gekk það bara vonum framar. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og allt gekk vel.
En ég hef svo sem ekkert meira merkilegt að segja ykkur en bara hafið það gott þar til næst ;D.

Kv Fjóla

Monday, December 05, 2011

5. desember

Jæja þá er að koma að því, Jólatónleikar Fíladelfíu eru að birja. Í kvöld var generalprufan og ég held að kórinn hafis bara staðið sig vel, eitthvað annað en á sunnudaginn sem var HORBJÓÐUR.
En á morgun verða tvennir tónleikar og svo aðrir tvennir á miðvikudaginn og þá erum við búin sem verður ágætt því það er svo nóg annað sem ég þarf að vara að gera og einbeyta mér að :S.
En ég vil bara segja þeim sme hafa áhuga að það eru enþá til örfáir miðar á tónleikana og held ég að það kosti 5.500 kr en eins og vanalega eru tónleikarnir til styrktar þeim sem minna meiga sín.
Ég bið bara Guð að vera með ykkur og fyrir þá sem komast ekki á tónleikana þá verða þeir sýndir í sjónvarpinu á aðfangadag :D.

Kær kveðja Fjóla og co

Sunday, December 04, 2011

Jólamyndir :D

Við erum búin að taka okkur verulega á í jólaskreytingunum en hér kemur brot af því sem við erum búin að gera ;D.

Herbergið okkar er orðið vel jólalegt og kósý ;D

og svo erum við búin að skreyta jólatréið okkar ;D

Davíð svo duglegur :D

Jólaþorpið okkar en það er komið nýtt hús í safnið :D


Þarna eru svo stafirnir okkar sem við fengum frá Marisu og Jóni.

Guð veri með ykkur og njótið :D.

Fjóla og co

3-4 desember

Í dag er sunnudagur sem þýðir að ég þarf að mæta í vinnuna á morgun :S... hræðilegt alveg hreint.
Það verður kóræfing á eftir kirkju í dag og ég er svona ekki alveg að nenna að fara en vonandi verður hún ekki lengri en 2 tímar. Annars erum við Davíð að plana að skreyta jólatréið í kvöld og taka til og gera allt jólalegt hérna heima :D.
Annars er voðalega lítið að frétta af okkur hérna í Klapparhlíðinni.
Ég bið bara Guð að veram með ykkur og að þið eigið góðan dag :D.

Kveðja Fjóla

Friday, December 02, 2011

2. desember

Læra... eða ekki læra... það er spurningin. Ég er svo EKKI að nenna ða byrja enda veit ég ekki almennilega hvað ég á ða byrja :S. Ég ætla nú samt að reyna að gera heiðarlega tilraun til að byrja og sjá svo hvað gerist :S. Ég samt held ég verði að leggja mig aðeinsa til að hafa eitthvað úthald í jólahlaðborðið sem er í kvöld hjá vinnunni hans Davíðs.
Annars er LOKSINS komið helgarfrí og þakka ég kærlega fyrir það. Það er mikið sem þarf að gera um þessa helgi en á sama tíma vonast ég til að hafa tíma til að gera eitthvað skemmtilegt líka ens og að fara í bíó og út að borða með pabba, mömmu, Hlyn og Dísu :D.
En nóg með það ég þarf að fara að gera eitthvað að viti :D.

Knúsar Fjóla

Thursday, December 01, 2011

1. desember


Loksins loksins er kominn desember :D. Vá hvað ég var glöð þegar ég sá jólasnjóinn falla þegar ég var mætt í vinnuna og fólk kom inn alveg þakið í snjó :D.
Ég ætla að reyna að halda mig við gamla hefð og tjá mig eitthvað á hverjum degi fram að jólum. Ég sit núna hérna heima að drepast úr harðsperrum á meðan Davíð setur saman hurðar á skápin okkar og festir botn á þvotta skápinn okkar.
Í dag fór bíllinn okkar í skoðun þar sem við erum nokkuð viss um að dempararnir séu farnir að aftan en vonandi fáum við tíma sem fyrst fyrir hann svo að það sé bara hækt að kippa þessu í liðinn.
Ég er búin að vera að skrifa ritgerð fyrir skólann minn en ritgerðin er um Hreinrægtaða hunda og heilsufarsleg vandamál sem þeir þjást af sem er nú ekki stuttur listi skal ég segja ykkur :S. Annars er svo mikið að gera að ég veit oft ekki hvar ég á að biðrja. Ég ætla að reyna að klára ritgerðina mína í næstu viku sem verður ekki auðvelt þar sem ég verð að syngja á tónleikum á þriðjudag og miðvikudag og svo er æfing á sunnudaginn og generalprufa á mánudaginn :S. Ég ætla bara að taka mér góðann tíma í að læra á laugardaginn ;D.
En ég og Moli fórum út að labba í kvöld og var hann alveg í skýjunnum þar til honum fór að verða kalt og þá ætlaði hann bara að snúa við og fara heim sama hvort ég kæmi með eða ekki ;D... tíbískur Moli.
En ég segi þetta bara gott eins og er og bið Guð ávalt um að vera með ykkur.

Kveðja Fjóla