Wednesday, October 23, 2013

Kominn tími til...

....að ég hendi inn nokkrum línum af okkur hérna í Mosfelsbænum. Það er sko sannarlega búið að vera nóg að gera bæði hjá mér og Davíð þennann október mánuð. Ég er búin að vera á fullu að vinna að hundaskólanum mínum og Halldóru og er þetta allt að fara að smella núna á næstunni. Námskeiðin tvö sem við erum með klárast núna í vikunni og þá tekur við undirbúnings vinna fyrir næstu námskeið sem verða eftir áramót. Davíð hefur meira en nóg að gera í sinni vinnu og þessum tveim skólum semhann er að kenna hjá :S ásamt öllu öðru sem hann þarf að gera fyrir mig og fjölskylduna þannig að það er so sem ekkert nýtt þar á ferð ;D. 
Hundarnir hafa það rosalega gott þrátt fyrir að ég veit að þeyr myndu þyggja lengri gönguferðir en því miður hefur ekki verið mikið af þeim upp á síðkastið þannig að þeir eiga betra skilið þótt þeir kvarti ekki þessar elskur. 
Salómon Blær er eldhress eins og alltaf þrátt fyrir að hann hafi verið að ganga í martraða tímabil þar sem hann hefur verið að vakna ca klukkutíma eftir að hann sofnar grátandi og hefir átt mjög erfitt með að sofna aftur :S. Það lítur samt út fyrir að þetta sé að ganga yfir en við tengjum þetta við að hann er að upplifa aðskilnaðar kvíða og við teljum að martraðirnar tengjast því vegna þess að straxog hann heyrir í okkur líður honum betur. 
Annars er það nýjasta í fréttum hjá Salómon Blæ það að hann er að fara að byrja í sundinu aftir hjá Snorra í eldri hópnum og erum við mjög spennt fyrir því :D. 
Ég er búin að vera að prjóna mikið upp á síðkastið og á eftir að gera þó nokkuð af því áframhaldandi enda endalaust gaman :D. Núna er mitt aðal verkefni að klára lopagallann sem ég er að gera handa Salómon Blæ en það gengur alveg rosalega vel :D.
Við Davíð erum á leið til Rómar þann 1. nóvember og komum heim þann 5. nóv seint um kvöldið. Salómon Blær fær að vera hjá afa Dóra og ömmu Maríu á meðan en þetta verður í fyrsta sinn þar sem við verðum lengur en sólahring í burtu frá honum sem mun vera erfitt :S. En við vitum að afi og amma passa vel upp á hann og láti okkur vita hvernig gengur :D. 
Annars eins og so oft áður ætla ég að senda með nokkrar myndir því það er svogaman ;D. 


 Að prufa bílstólinn í forstofunni sem var sko gegjað sport :D

 Amma og Salómon Blær :D

 Svo sæt saman :D


 Mega KRÚTT!!!!!!!!!!!

 Svo fallegur með nýju húfuna sem mamma hans prjónaði handa honum :D


 Þessir tveir eru algjört æði en gætu ekki verið mikið ólíkari. 

 Það er gaman að segja frá því að Salómon blær þurfti að skipta um öll sín föt eftir sulleríið á meðan Adrían varð varla blautur ;D. Þessi mynd segir mikið ;D

Það var svo gaman að fá að sulla í balanum enda heyrðist varla í þeim ;D

Knúsar Fjóla og co