Thursday, March 31, 2011

Davíð er á leiðinni :D

Loksins, loksins er Davíð minn að koma. Ég er eins og er ein heima með Mola en ég átti að fara með Benjamín að sækja Davíð en það kostar víst svo mikið aukalega að ná í mig þannig að ég verð að bíða þar til seint seint í kvöld að sjá hann :S. Ég er soldið mikið skúffuð yfir þessu en svona erþ etta víst :S.
Annars er alveg ógeðslega heitt hérna í Cali akkúrat núna, 33°C þannig að ég, Moli og kettirnir erum alveg að bráðna hérna inni ;D.
Ég notaði samt góða veðrið og fór út að laba með prinsinn og hjólaði svo út í búð að versla í salatið mitt í kvöld en ég verð víst ein heima langt frameftir að mér skilst, sem gerir biðina anþá leiðinlegri og lengri :S.
En ég vonast bara eftir að þetta líði hraðar en ég átti von á en akkúrat núna er ég að migla úr leiðindum :S.

Kær kveðja frá einni súri

Monday, March 28, 2011

Páksar

Eins og þið sjáið þá er ég að koma mér í Páskagírinn á blogginu þar sem apríl er alveg að renna í hlað :D.
Héðan er annars allt gott að frétta, við erum að fara í leikfimi fljótlega og svo er planið að kíkja aðeins í búðir þar sem ég þarf að versla nokkra hluti. Davíð minn kemur svo á fimmtudaginn seint og hlakka ég alveg óstjórnlega til þess.
Hérna er spáð 78°F undir lok vikunar sem er svona ca 25°C þannig að hitinn fer hækkandi. Marisa og Jón ákváði að skrá sig á Netflix en þeir bjóða frían einn mánuð og núna er Jón búinn að vera límdur í tölvunni að horfa á documentary eftir documentary hann bara fær ekki nóg ;D.
En fleira var það ekki í þetta skiptið gott fólk, sendi bara knúsa heim og bið Guð að veram eð ykkur :D eins og alltaf.

Fjóla og co

4 dagar :D...

... í að Davíð minn komi heim :D. Ég er orðin mjög spennt að sjá kallinn minn en þetta er búið að vera langur tími en þeð ar ekki spurning að hann hefur liðið hraðar þar sem ég er með mínum bestustu Jóni og Marisu sem hafa hjálpað mér í gegnum þennan tíma.
Annars tók ég ærlega til og þreif herbergið mitt í dag og setti í vélar þannig að allt er hreint og fínt þegar Davíð minn kemur seint á fimmtudaginn.
........................................
Annars er ekkert skemmtilegt að frétta af mér nema kanski það að ég er að spá í að fara í klippingu á morgun ég er bara svo ringluð hvernig ég á að klippa mig :S.

Ég sendi bara knúsa á ykkur heima og bið að heylsa :D.

Kveðja Fjóla of co

Friday, March 25, 2011

Gegjaðir skór :D

Sá þessa skó á fésinu í dag og fanst þeir alveg magnaðir ;D.

Ég spjallaði við bróðurminn, Davíð og Helgu mína í dag :D, þannig að ég er hin sælasta :D. Davíð og Jón eru úti að gefa föt til Good will og fara með allar dósirnar og flöskurnar í endurvinslu á meðan við Moli horfum á Ramsay á BBC America.

Jæja hef ekkert merkilegt að segja ykkur en bið ykkur að halda áfram að biðja fyrir okkur vitleysingunum hérna í ammeríkunni ;D.

Knúsar Fjóla

Fréttir

Jæja Davíð minn fór og hitti nokkra merkilega menn í gær og erum við soldið jákvæðari núna en við vorum áður en hann fór og hitti þá. Við þurfum á bænum að halda að Guð leiði okkur í rétta átt og að þetta blessist allt saman.

Takk fyrir bænirnar

Fjóla

Thursday, March 24, 2011

Páskar

Ég er farin að hlakka svo mikið til páskana :D. Ég held að það hjálpi að heima á Íslandi bíða páskaegg sem íða bara eftir því að vera borðuð :D. Pabbi og mamma eru svo æðisleg að redda handa okkur öllum (Marisu og Jón líka) Sambó páskaeggjum og er ég gjörsamlega að springa mig hlakka svo til að borða mott :D. Strákarnir fá fótbolta egg en við stelpurnar fáum þetta gamla góða ;D.


Annars er vika í að Davíð minn komi heim :S... rosalega er þessi tími lengi að líða. Marisa og Jón hafa komið vel fram við mig eins og þeim er von og vísa en ég sakna kallsins míns.
Á Morgun er Davíð að fara að tala við Tómas þannig að það væri vel þegið ef þið hefðuð hann í bænum ykkar svo allt gangi vel þar.
Annars vorum við með alveg rosalega holla heimatilbúna pízzu í kvöldmatin. Potnin var heilhveiti og áleggið var kalkún, kalkúna pepparóni sem er nánast fitu laus, ananas, paprika og laukur ummmm.... svo gott.
Annars er ekkert merkilegt að frétta af mér. Ég held ég fari með Mola minn til dýra fljótlega sérstaklega þar sem marisa er að spá í að fara með kisurnar til dýra.
Annars er ég með smá fréttir af Muffin Man. Hann hefur aldrei veið ætleiddur en hefur verið á heimili hjá sömu konunni frá því að hann var hvolpur þannig að hann hefur aldrei þurft að vera í shelteri eða á flakki sem er gott. Mér finst eins og konan sem er með hann sé ekki tilbúi að láta hann fara vegna þess að hún sagði við mig að fólk hafði sóst eftir honum en hún hefur ekki valið nein :S... hvað á ég að lesa inn í það, er hún að bíða eftir mér, eða er hún bara ekki tilbúin að láta hann fara? Allavegana sagði hún að hún væri ekkert að flíta sér að finna heimili (klárlega) þannig að við sjáum hvað kemur út úr þessu. Ég held bara áfram að senda henni mail og fá frekari upplýsingar þangað til ég get hitt hann í persónu... aftur ;D.

Annars bið ég bara Guð að vera með ykkur og takk fyrir aðvera til.

Fjóla

Monday, March 21, 2011

San Diego

Um helgina fórum við og vorum eina nótt hjá Mömmu hennar Marisu. Það var gegjað gaman og þá sérstaklega hjá Mola að sjá stóru Nýfundnalands hundana og snák og læti :D.
Við fengum alveg endalaust góðan mat og fórum og tíndum ekk fyrir morgunmatinn :D (ógó kósý).
Annars er ég með Muffin Man á heilanum og er að bíða eftir að heyra frá fólkinu til að fá að vita meira um hann og vona að þið hafið þetta í bænum ykkar því ég er soldið sjokkeruð að ég hafi yfir höfuð séð þessa auglýsingu.
En ég er með nokkrar myndir frá ferðini til San Diego til að deyla með ykkur :D

Flotti rauðhærði haninn þeirra

og hænurnar :D

Þau eru líka með 5, held ég, gæsir

og tvær geitur :D

Eggja hár ;D

flottar rauðhærðar hænur ;D

öll eggin :D


Moli að þefa af eggjunum en Bruce og Bella borða svona egg með skurn og öllu í einum munbita hrá.

Moli með Jónsa sínum

úúú Þetta er Rosy boa snákur

Moli var sko meira en lítið spenntur að fá að þefa af honum en þeir nebbuðust einu sinni

spennó

Flottur

Bella flotta :D

og Bruce dúllu gamli kall

Annars sendi ég bara knúsa heim og læt ykkur vita þegar ég veit meira um Muffin Man

Fjóla

Muffin Man

Það datt af mér andlitið í kvöld. Við Marisa vorum að skoða Cavalier hunda á netinu að ganni og ég ákvað að skoða Brussels Griffon á Petfinder þar sem þetta er nú ein af mínum uppáhalds tegundum og hvað sé ég... Muffin Man. Ég féll fyrir nákvæmlega þessum sama hundi fyrir 4 árum síðan þegar ég var að læra hundasnyrtinn á Flórída og grét margar nætur vitandi það að það var ekki möguleiki fyrir mig að fá hann þar sem við vorum ekki að flytja út strax og ég gat ekki verið með hund í íbúðinni sem ég var í á Flórída. Ég hef ALDREI (fyrir utan Mola auðvita) fallið svona hratt fyrir hundi og basically VITAÐ að hann ætti að vera minn.
Hann er að leita að heimili núna á Flórída og er ég að vonast til þess að það gerist kraftaverk svo ég geti allavegana fengið að sjá hann og að svo gerist annað kraftaverk svo ég geti fengið hann.
Mig langaði bara að deila með ykkur þessu kraftaverki því að ég er gjörsamlega í sjokki en ég grét þegar ég sá hann og Marisa skildi ekki neitt fyrr en ég útskýrði þetta fyrir henni.
Myndin að ofan er af okkur Muffin Man og svo þessi fyrir neðan er tekin af Petfinder í kvöld.
Ég væri mjög þakklát ef þið gætuð beðið fyrir þessum með mér og beðið Guð að leiða mig í þessu því ég er alveg að taba mér og þarf hjálp :S.

Kveðja Fjóla

Thursday, March 17, 2011

St. Patrick´s day

Í dag er St. Patrick´s day og mig langaði bara að deila með ykkur hvað er í matin hjá okkur í kvöld

Þarna er Corned beef með karteflum, gulrótum og lauk ummm....

í eftirrétt er svo grænar cupcakes ummm.... svo gott :D

...

Hvað skildi Guð vera að pæla með framtíðina okkar?

Af einhverri ástæði...

Er ég orðin alveg veik að flytja til Englands...

eða Írlands...
Ég væri sko meira en til í það sérstaklega þegar ég skoða meiri og meiri myndir frá þessum tveim löndum svo heillast ég að menningunni.

Pæling

Wednesday, March 16, 2011

Top Gear


Oh hvað ég elska Top Gear. Ég segi að það þarf hæfileika til að vera með bílaþátt sem hver sem er getur horft á sama hvort að þú hafir áhuga á bílum eða ekki :D.
Ég fann svo skemmtilega síðu sem er með held ég nánast öllum þáttunum þeira og er ég búin að vera að horfa á special þættina þeirra (þá sem ég var ekki búin að sjá nú þegar) og átta mig oft á því að ég er að kafna úr hlátri... en það er ekki mikið af sjónvarpsefni sem fær mig til að hlæja svona innilega eins og þeir fá mig til að hlæja ;D.

Annars er ég bara að fara að undirbúa matinn en það er bara salat með kjúklingi og hvítlauksbrauð bara auðvelt pauðvelt ;9. Við erum líka búin að bóka allar helgar í apríl en þá fyrstu förum við til Las Vegas með Benjamín að halda upp á áfangan hans í skólanum, önnur helgin er svo Big Sir útilega sem ég hlakka mikið til, þriðja helgin er svo risa Pet expo hérna rétt hjá okkur sem við ætlum öll á og svo eru það páskar :D.

Sendi bara knúsa heim og Guð veri með ykkur

Fjóla og co

Sunday, March 13, 2011

Gærdagurinn

Ja svo við byrjum á því sem skiptir máli að þá var verið að breyra klukkunni í dag og er því bara 7 tíma munur á Íslandi og Californiu núna ;D.
En í gær fór ég með hjónunum til ömmu hennar Marisu í mat og var það alveg hreint æðislegt. Við fengum Mexicóska matar veislu, ég fór út í búð að kaupa lifandi mýs til að gefa snákunum sem fræni hennar Marisu á :S, ásamt öðru :D. Ég fékk semsagt að sjá LIVE í fyrsta sinn snák drepa lifandi bráð og var það frekar sorglegt :(.
En núna erum við Moli heima að brjóta heilan um framhaldið á meðan Marisa og Jón eru að búðast eitthvað. Það er mikið sem þarf að pæla í og mikið sem þarf að gera en fyrst og fremst þarfað biðja og erum við endalaust þakklát ykkur heima (og í Noregi) sem sem biðja fyrir okkur en það eru erfiðir tímar eins og er og mikið álag ða finna út hvað er best að gera.

Ég sendi bara knúsa á ykkur heima og bið Guð að vera með ykkur

Fjóla og co

Saturday, March 12, 2011

19 dagar...

... í að Davíð minn komi heim :S. Ég sakna hans alveg hrillilega en veit að hann er að njóta sín heima og tíminn líður öruglega alveg hrillilega hratt hjá honum þar sem hann er á fullu allan daginn.
Annars er allt gott að frétta af okkur vitleysingunum, á morgun förum við líklega öll (er enþá að huksa) til ömmu hennar Marisu í hádegismat.
Ég er farin að hlakka alveg hrillilega til að háma í mig páskaegg yfir páskana en við fáum Kólusegg frá pabba og mömmu og er ég gjörsamlega í skýjunum :D. Davíð er svo líka með lista af dóti sme hann þarf að versla heima handa okkur og hlakka ég ekkert smá til að elda lambalæri, íslenskar pulsur og annað gúmmelaði ;D.
En ég tók að mér að gera kvöldmatinn þannig að ég þarf að fara að snúa mér að því fljótlega ;D.

Knúsar og Guð veri með ykkur :D

Fjóla og co

Thursday, March 10, 2011

Drauma listi

Hvað er það sem mig myndi langa til að gera áður en ég fer frá Californiu

1. Fara í Disney land
2. Fara í aðra útilegu með Marisu og Jóni
3. Fara á ströndina
4. Fara í fjallgöngu (þarf ekki að vera neitt rosa fjall)
5. fara í Mini golf

Þetta er svona það helsta sem ég veit að mig drep langar að gera.

Vildi bara deila þessu með ykkur

Fjóla

Tuesday, March 08, 2011

James Nesbitt

Ohhh get ekki líst því hvað ég elska þennan leikara mikið. Ekki spurning að hann er komin mjög ofarlega á listan minn... jafnvel að hann sé búin að taka efsta sætið :D.
LOVE HIM :D.Mr. Hyde

Sunday, March 06, 2011

Jekyll


Ég er að horfa AFTUR (í held ég 4 sinn) á Jekyll seríuna með Marisu og Jóni og eru þau mjög hrifin :D. Ég fæ bara ekki leið á því að horfa á þessa þætti :D.
En í dag er sunnudagur og kemur yngri bróðir hennar Marisu til okkar og verður yfir nótt. Planið er að hafa eitthvað gott að narta í, spila Catan og jafnvel horfa á The Fighter í kvöld sem verður bara gaman :D.
Það fer að líða að því að Davíð byrji að kenna en ég held að það sé bara á morgun ef ég man rétt :S.
Annars fórum við Marisa aftur að hjálpa Gray hound fólkinu og var það alveg frábært eins og alltaf :D.
í Apríl erum við Marisa búnar að ákveða að taka strákana með okkur á RISA Pet expo sem verður hérna ekki svo langt frá og get ég ekki beðið að fara :D.
En ég hef ekkert merkilegra að segja eins og er nema bara Guð veri með ykkur og knúsar og kossar héðan :D.

Fjóla og co

Friday, March 04, 2011

Stelpu dagar :D

Við stelpurnar erum eiginmans lausar þessa dagana þar sem Davíð er á Íslandi og Jón er í nokkra daga í N.Y.
Í gær horfðum við á The English Patient en ég hafði aldrei séð þá mynd og hafði ég gaman af því. Núna í hádeginu bakaði Marisa æðislegar smákökur eftir uppskrift frá Bethenny en þið getið fundið hana hérna :D http://www.bethenny.com/2010/05/23/wheat-free-vegan-double-chocolate-chip/ en þær eru virkilega góðar :D.
Núna er ég bar að taka því rólega og er að skrifa þetta blogg fyrir ykkur :D. Hlynsi bróssi hringdi í mig áðan og töluðum við í tæplega klukkutíma og hitt og þetta þrátt fyrir að það sé ekkert að frétta af okkur ;D en það var alveg rosalega gaman að heyra í honum enda er hann bestasti og sætasti bróssinn :D.
Davíð minn er upptekinn heima eins og ég reiknaði nú með en ég reykna með því að hann sé að skemmta sér konunglega ;D.
Vildi bara enda með nokkrum myndum af börnunum okkar hérna úti, njótið.

Báðar kisurnar komu sér fyrir ofaná skápnum inni í okkar herbergi ;D

Jón gaf Meeko og Joy gatarmat og þegar það gerist eru það ekki bara kettirnir sem eru spenntir heldur hefur Jón athyggli allra ferfætlingana

Moli: Má ég fá núna Joy?
Joy: NO!!!!

By the way þá er Joy búin með sinn mat og er að klára matin hans Meekos og ef hún hefur ekki list á að klára hann allan þá fær Moli restina ;D.

Guð veri með ykkur og takk fyrir að vera til :D

Thursday, March 03, 2011

Diet soda :S

Er að taka ákvöðrun um að minka kos drykkjuna mína um heilan helling þar sem það er ekki það besta fyrir þig :S. Vatn verður efst í huga mér þessa dagana.
Annars er ég að undirbúa mig líka að borða hollari mat sérstaklega þar sem Davíð minn þarf á því að halda þegar hann kemur heim og er ég að spá í að draga Marisu með mér í að búa til holla rétti á meðan Davíð er í burtu sem ég veit að hún er meira en til í ;D.

Vildi bara deila þessu með ykkur

Fjóla

Wednesday, March 02, 2011

Ef þið gætuð...

... beðið fyrir honum Davíð mínum. Hann er að fara á mjög mikilvægan fund á morgun sem við værum bæði mjög þakklát fyrir að þið mynduð huksa til hans.

Knúsar Fjóla