Við stelpurnar erum eiginmans lausar þessa dagana þar sem Davíð er á Íslandi og Jón er í nokkra daga í N.Y.
Í gær horfðum við á The English Patient en ég hafði aldrei séð þá mynd og hafði ég gaman af því. Núna í hádeginu bakaði Marisa æðislegar smákökur eftir uppskrift frá Bethenny en þið getið fundið hana hérna :D http://www.bethenny.com/2010/05/23/wheat-free-vegan-double-chocolate-chip/ en þær eru virkilega góðar :D.
Núna er ég bar að taka því rólega og er að skrifa þetta blogg fyrir ykkur :D. Hlynsi bróssi hringdi í mig áðan og töluðum við í tæplega klukkutíma og hitt og þetta þrátt fyrir að það sé ekkert að frétta af okkur ;D en það var alveg rosalega gaman að heyra í honum enda er hann bestasti og sætasti bróssinn :D.
Davíð minn er upptekinn heima eins og ég reiknaði nú með en ég reykna með því að hann sé að skemmta sér konunglega ;D.
Vildi bara enda með nokkrum myndum af börnunum okkar hérna úti, njótið.
Báðar kisurnar komu sér fyrir ofaná skápnum inni í okkar herbergi ;D
Jón gaf Meeko og Joy gatarmat og þegar það gerist eru það ekki bara kettirnir sem eru spenntir heldur hefur Jón athyggli allra ferfætlingana
Moli: Má ég fá núna Joy?
Joy: NO!!!!
By the way þá er Joy búin með sinn mat og er að klára matin hans Meekos og ef hún hefur ekki list á að klára hann allan þá fær Moli restina ;D.
Guð veri með ykkur og takk fyrir að vera til :D
1 comment:
Moli krútt :)
Knús
Kristín
Post a Comment