Ég er farin að hlakka svo mikið til páskana :D. Ég held að það hjálpi að heima á Íslandi bíða páskaegg sem íða bara eftir því að vera borðuð :D. Pabbi og mamma eru svo æðisleg að redda handa okkur öllum (Marisu og Jón líka) Sambó páskaeggjum og er ég gjörsamlega að springa mig hlakka svo til að borða mott :D. Strákarnir fá fótbolta egg en við stelpurnar fáum þetta gamla góða ;D.
Annars er vika í að Davíð minn komi heim :S... rosalega er þessi tími lengi að líða. Marisa og Jón hafa komið vel fram við mig eins og þeim er von og vísa en ég sakna kallsins míns.
Á Morgun er Davíð að fara að tala við Tómas þannig að það væri vel þegið ef þið hefðuð hann í bænum ykkar svo allt gangi vel þar.
Annars vorum við með alveg rosalega holla heimatilbúna pízzu í kvöldmatin. Potnin var heilhveiti og áleggið var kalkún, kalkúna pepparóni sem er nánast fitu laus, ananas, paprika og laukur ummmm.... svo gott.
Annars er ekkert merkilegt að frétta af mér. Ég held ég fari með Mola minn til dýra fljótlega sérstaklega þar sem marisa er að spá í að fara með kisurnar til dýra.
Annars er ég með smá fréttir af Muffin Man. Hann hefur aldrei veið ætleiddur en hefur verið á heimili hjá sömu konunni frá því að hann var hvolpur þannig að hann hefur aldrei þurft að vera í shelteri eða á flakki sem er gott. Mér finst eins og konan sem er með hann sé ekki tilbúi að láta hann fara vegna þess að hún sagði við mig að fólk hafði sóst eftir honum en hún hefur ekki valið nein :S... hvað á ég að lesa inn í það, er hún að bíða eftir mér, eða er hún bara ekki tilbúin að láta hann fara? Allavegana sagði hún að hún væri ekkert að flíta sér að finna heimili (klárlega) þannig að við sjáum hvað kemur út úr þessu. Ég held bara áfram að senda henni mail og fá frekari upplýsingar þangað til ég get hitt hann í persónu... aftur ;D.
Annars bið ég bara Guð að vera með ykkur og takk fyrir aðvera til.
Fjóla
1 comment:
Úff vona að þetta fari vel allt saman :)
Knús Kristín
Post a Comment