Wednesday, March 16, 2011

Top Gear


Oh hvað ég elska Top Gear. Ég segi að það þarf hæfileika til að vera með bílaþátt sem hver sem er getur horft á sama hvort að þú hafir áhuga á bílum eða ekki :D.
Ég fann svo skemmtilega síðu sem er með held ég nánast öllum þáttunum þeira og er ég búin að vera að horfa á special þættina þeirra (þá sem ég var ekki búin að sjá nú þegar) og átta mig oft á því að ég er að kafna úr hlátri... en það er ekki mikið af sjónvarpsefni sem fær mig til að hlæja svona innilega eins og þeir fá mig til að hlæja ;D.

Annars er ég bara að fara að undirbúa matinn en það er bara salat með kjúklingi og hvítlauksbrauð bara auðvelt pauðvelt ;9. Við erum líka búin að bóka allar helgar í apríl en þá fyrstu förum við til Las Vegas með Benjamín að halda upp á áfangan hans í skólanum, önnur helgin er svo Big Sir útilega sem ég hlakka mikið til, þriðja helgin er svo risa Pet expo hérna rétt hjá okkur sem við ætlum öll á og svo eru það páskar :D.

Sendi bara knúsa heim og Guð veri með ykkur

Fjóla og co

No comments: