Monday, May 29, 2006

Nóg að gera um helgina

Jæja uppteknasta helgi í langan tíma hjá mér er liðin. Hún byrjaði á fimmtudaginn uppstigningardag þar sem þá var frí. Við Moli skelltum okkur í smáhundagöngu hjá Sólheimakoti með fullt ef skemmtilegu fólki og hundum. Það var mjög gott veður þótt að það hafi farið að blása smá undir lok göngunar. Á föstudeginum skelltum við Davíð okkur í 23 bíó á Da Vinci Code sem er góð að mörguleiti en það sem piraði mig mest er að það vanntar mörg mikilvæg atriði sem voru í pókini en þrátt fyrir það er verið að reyna að troða inn svo miklum upplýsingum að maður hefur valla unda.
Jæja þá er komið að helginni sjálfri og byrjum á laugardeginum. Hann byrjaði þannig að við Davíð vöknuðum um morguninn og röltum afstað með Mola á kjörstað til að kjósa. Þegar því var lokið náðu mamma og pabbi í okkur til að fara og kaupa brúðargjöfina handa Ingibjörgu og Röðli. Eftir það fengum við okkur smá bakaríis mat heia hjá pabba og mömmu og drifum okkur svo heim að gera okkut til fyrir brúðkaupið. Um þrjú leitið lögðum við svo afstað í veisluna. Það var alveg ofsalega gaman að sá nýa húsnæðið þeirra sem er á þremur hæðum með 7 herbergjum, 3 klóssettum, þvottahúsi, eldhúsi og stofu. Einnig eru tvennar svalir og mjög þægileg stærð af garði. Þau voru gefin saman borgaralega og var atöfnin stutt og lag góð. Við fengum okkur kræsingar og sátum og spjölluðum í smá tíma áður en við þutum afstað í aðra veislu en að þessu sinni stúdentaveislu hjá Báru vinkonu. Við stoppuðum ekki lengi þar þar sem okkur var boðið út að borða á Grillið í tilefni útskriftar Benjamíns. Við fengum alveg sjúklegan mat þar. Allir ákváðu að fá sér svokallað sörpræs rétt, en það er fjögra rétta máltíð sem kokkurinn setur saman fyrir þann dag og þú færð ekkert að vita hvað þú færð fyrr en rétturinn er borinn á borð. Jæja í listauka fengum við spánska súðu í staupi með vatnsmelonubita mjög gott. Þá var það forrétturinn, krabbakló, steigtur lax og einhverskonar laxa og humar blanda og svo til að toppa það íslensk hrogn. Þá var það svo kallaður milliréttur en þar fengum við léttsteigtanfisk (man ekki hvaða tegund) með rjómalagaðri karteflumús og sítrussósu, ofsalega gott. Í aðalrétt var dádýrakjöt með gartöflum og hökkuðum villisveppum, algjört lostæti. Síðast en ekki síst var svo cremburlai, epla sorbe og súkkulaði búðingur einhverskonar, alveg sjúklega gott.
Þetta var alveg frábær stund og næstum hvítir kollar á öllum borðum. Svo maður tali nú aðeins um stúdentinn sjálfan þá vann hann tvenn verðlaun flestum einingum lokið s.s útskrifaðist af öllum braitum Náttúrufræði, Félagsfræði, Mála og Ib- braut. Einnig vann hann verðlaun fyrir bestan árangur í stærðfræði. Einnig má þess geta að hann fer út fyrir hönd Íslands og keppir í eðlisfræði á ólempíuleikum. Einnig bauðst honum að fara og keppa í stærðfræði en það var á sama tíma og hinir ólempíuleikarnir þannig að hann varð að velja og hafna.
Á sunnudaginn skellti ég mér svo í Chihuahua göngu á Hvammsvík þar sem stór og góður hópur var saman komin til að rölta í góða veðrinu. Moli naut sín í botn eins og venjulega og fékk fult af hundum til að fara í eltingaleik með sér. Veðrið var frábært og allir nutu sín.
Eftir það lagði ég svo afstað í bæin og fór beint í fjölskyldu afmælis og stúdentaveislu hjá Guðlaugu og Benjamín. Þar tróð ég í mig meiri kökum og hafði það gott. Við stoppuðum þar stutt því við Davíð þurftum líka ða kíkja í sameiginlega vinaveislu hjá Tinnu og Báru. Þar vorum við í stutta stund í góðra vina hópi. Þá var komið að því að fara í mat hjá pabba og mömmu fengum pítur og hamborgara.
Þá er helgin liðin og maður fer bara aftur að vinna og hlakkar til að komast aftur í frí.

Kveðja Fjóla

Wednesday, May 24, 2006

Hvolparassgöt :D

Ég og Berglind fórum í gær að skoða hvolpana þeirra Sölku og Öglu og Guð hvað þeir voru fallegir. Enþá bara pínu agga pons gátu voða lítið labbað en skriðu og skoðuðu sig um. Ugla sem er vikunni eldri en Sölku hvolpar er jafnstór og jafnvel minni en stæðstu hvolparnir hennar Sölku. Kolla sagði okkur það að þegar Ugla fæddist þá voru loppurnar hennar eins og eldspítur og þá væri hún ekki að íkja hún var svo ofsalega lítil og brothætt. Við sátum alveg heil lengi og spjalla og skoða litlu krúttinn. Kolla sagði mér það í fréttum að hún væri búin að heyra svo góða hluti af mér og Moli að við værum með aðdáunarvert samband á milli okkar. Ég náttúrulega alveg að rifna af stolti yfir mínum. Hún sagði líkað a Berglind fengi að velja hvolp og jafnvel Uglu ef hún vildi hana þar sem hún hefur svo góð meðmæli... semsagt frá mér ;).
Þetta var alveg frábær dagur og það er alveg á hreinu að ég varð alveg veik fyrir litlu skinnunum og hefði sko ekkert á móti því að taka einn með mér heim til að eiga ;).
Eins og venjulega ætla ég að setja nokkrar myndir af rúslunum inn til að leifa ykkur að sjá fegurðina. Njótið vel knús og kossar frá mér.

Kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, May 23, 2006

Steggjun og hvolpaskoðun

Strákarnir Davíð, Einar Helgi, Kjartan og Kiddi steggjuðu Jón Magnús á sunnudaginn. Það vara alveg ofsalegt fjör hjá þeim. Dagurinn var tekinn snemma þar sem þeir vöktu hann um 8 leitið með innrás til hans. Þar var hann dressaður upp í bleikt pils, sjal, mjög furðulega sundhettu, perlufesti og sólgleraugu með bláu gleri vægast sagt skrautlegur. Þegar því var lokið var leiðinni stefnt í bakaríið þar sem honum var gefið að borða áður en dagurinn byrjaði. Næst var stefnan tekin í Laugar þar sem hann var látinn púla á fullu meðal annars í þríþraut og smá einnka box kennsku. Eftir púlið skelltu þeir sér allir í sund í smá afslappelsi og körfubolta.
Þá var komið að aðal atriðinu. Strákarir höfðu planað fyrir hann list flug. Hann fór í vélina og var látin fara í hringi og læti. Hann fékk að upplifa hvernig það væri ef hann væri 350 kg eða 5G þar sem hann var látin fara í hringi í háloftunum. Þegar niður var komið fékk hann smá í magan og kastaði upp en ekkert til að tala um.
Næst á dagskránni var svo American Stile þar sem splæst var á hann hamborgara og með því. Það tók smá tíma fyrir hann að koma því niður en tókst á endanum. Nú var hann sendur til að þrífa rúður á bílum sem voru stopp á rauðuljósi og höfðu strákarnir mjög gaman af því ;). Seinast en ekki síst skellti hann sér í sundbol af mömmu sinni og tók smá sundsprett í Nauthólsvíkinni og eins og þið vitið var ekki mjög heitt á sunnudaginn þannig að það var ís kalt.
Mér skilst að Jón hafi verið mjög ánægður með daginn og hlakki til að komast til Marisu sinnar.

Þá úr einu í annað. Í dag ætlum við Berglind að fara að skoða hvolpana þeirra Öglu og Sölku. Til hlökkunin hefur verið alveg sjúkleg og þá sérstaklega hjá Berglindi. Það verðu gaman að fá að sjá litlu rassgötin.

Segi ekkert meira í dag
Kveðja Fjóla

Friday, May 19, 2006

Evrovision í gær hræðilegt.

Ég og Davíð skelltum okkur til Hildar vinkonu ásamt mörgum góðum vinum að horfa á undankepnina í gær. Það var mikið stuð á mannskapnum og fólk hafði gaman af því að gera grín af hinum ýmsu atriðum.
Ég verð samt að viðurkenna eitt ég er eiginlega búin að fá mig fullsadda af þessari ömulegu pólitísku evrovision kosningum endalaust á milli sumra landa. Meira en helmingurinn af lögunum sem komst áfram á hreinlega alsekki heima í keppninni að mínu mati. Mér er það líka orðið ljóst að við eigum ALDREI eftir að komast upp úr forkepninni í ervovision vegna þess að það er engin sem græðir á því að senda okkur áfram með að kjósa okkur. En hér eru lögin sem ég hefði viljað sjá áfram.

1. Slóvenía lag: Mr Nobody
2. Svíþjóð lag: Invincible
3. Eistland lag: Through my window
4. Silvía Nótt lag: Congratulation (fanst hún ein af þeim skemmtilegustu þrátt fyrir misheppnaðan söng tala um það síðar)
5. Finnland lag: Hard rock halelujah
6. Holland lag: Amambanda
7. Makedónía lag: Ninanajna
8. Belgía lag: Je T'adore
9. Bosnía Hersegovína lag: Lejla
10. Armenía lag: Without your love

Og svo eru það lögin sem komust áfram.
Byrjum á Rússlandi: Lagið var valla la la venjulegt pop lag segi ég ekkert til ða sleppa sér yfir, söngvarinn var myndarlegur en þú "ættir" ekki að komast langt í söngvakepni út af því segi ég og þetta bara einfaldlega höfðaði ekki til mín ég eiginlega man varla hvernig lagið var, það hefur gjörsamlega farið framhjá mér þannig að það hefur valla verið mjög minnisstætt. Hann átti ekki að komast áfram að mínu mati.
Næst Makedónía: Jú það átti rétt á sér í kepninni segi ég alveg. Lagið er kedsí og hægt að raula með því stið það áfram.
Bosnía Hersegóvína: Eitt af fáum lögum sem er sungið á móðurmálinu. Það heldur sig á þjóðlega geiranum. Byrjar vel en verður frekar döll í endan. En ég er sammála því að það hafi komsit áfram frekar evróvision legt. Það þurfa að vera svona lög í keppnini að mínu mati þau sem halda í þjóðarhættina en samt verður lagið að vera flott smem þetta er.
Litháen: Jæja ég er ekki hrifin af þessu lagi. En eins og við sögðum í partíinu í gær þá fengi þetta lag öruglega fullt af stigum frá Íslendingum bara vegna þess hvernig við erum. Vitlesinga þjóð ;). Textinn er örfá orð sem hafa mjög svipaðan boðskap og hún Silvía okkar hefur í sínu lagi. Sem sagt We are the winners of Evrovision.
Finnland: Auðvita komust þeir áfram. Öðruvísi lag, þeir eru í ógeðslegum búningum, ofsalega rokkað, hvað vill fólk annað en það. Ég fíla alveg lagið enn finnst þeir ekki skemmtilegir ða horfa á. Mér var farið að líða hálf kjánalega undir lok lagsins hjá þeim vegna þess að þeir eru svo fáránlegir í þessari múnderingu, finnst mér.
Úkraína: Sæt stelpa en ég segi að nokkur önnurlög hefðu átt að komast inn á undan henni lagið erofsalega einhæft alltaf það sama áftur og aftur en hresst.
Írland: Nei hættið þið nú alveg. Ég hélt að þetta lag ætti ekki einu sinni séns. Alveg óstjórlega væmið og ekki er söngvarinn neitt til að bæta fyrir það. Mjög döll lag ekkert til að hoppa húrra fyrir. Maður gæti svosem hlustað á þetta ef maður vill hafa það kósí og rólegt heima en veistu..Neeee.
Svíþjóð: Þetta lag á meira en skilið að vera í keppninni ég spái því mjög ofarlega. Hörku söngkona og mikill kraftur í laginu, það er það sem evrovision þarf, kraft. Flott lag, hefði verið alveg jafn flott á sænsku, mjög ánægð með þetta val.
Tyrkland: Hræðilegt lag, hræðileg söngkona, hræðilegt dress allt hræðilegt. Þetta lag komst bara inn útaf klíkuskap ég er að segja ykkur það. Það er ekkert við þetta lag sem er þess virði að hlusta á. Herfilegt. Ég bara hreinlega veit ekki hvað fólk var að pæla að kjósa þetta lag. Það eina sem ég sé í stöðunni er það að löndin í kring eru það hrædd við Tyrkland að þau eru tilbúin að kjósa þetta.
Jæja sýðastalagið er frá Armeníu: Jú ég gæti diggað þetta lag. Söngvarinn sætur, góður dannsfílingur, enskan hræðileg samt hjá honum og flottur en spes dans hjá þeim Jú ég er sátt við þetta má vera með mín vegna ;).
Þá er komið ða Silvíunni okkar. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með hana þegar hún hóf ða syngja. Það er eins og hún hafi verið að taka smá hlaupasprett áður en hún fór inn á sviðið þar sem hún var mjög móð og gat valla sungið. Ég þori að veðja að þetta var stress og mikið álag sérstaklega þegar maður þarf að vera Silvía Nótt. Það var líka mjög ervitt að heyra alla í salnum púa á hana þegar hún kom á sviði vegna þess að það var verið að búa á okkur öll og það er ekki gaman. En hún var flott skvísan.
Ég ætla nú samt að horfa á keppnina þrátt fyrir það hvað ég er óánægð með úrslitin.

Verið öll í stuði með Guði og sjáið Evrovision.

Kveðja Fjóla

Thursday, May 18, 2006

Ganga í gær með Berglindi og Seru Sól


Strax eftir vinnu í gær kíkti Berglind frænka í heimsókn. Hún kom færandi hendi með Ritz kex og blandaðan pipar ost ofsalega gott. Við sátum smá og nörtuðum í ostin og spjölluðum saman áður en við svo skelltum okkur að ná í Seru Sól til að fá hana lánaða með í göngu. Við keyrðum eins og svo oft áður upp að Búrfellsgjá til að sýna Berglindi þennan frábæra göngustað. Við fengum mjög fínt veður og hundarnir léku sér í kringum okkur. Við vorum í góðan einn og hálfan tíma að rölta enda vorum við og hundarnir nokkuð dösuð eftir röltið.
Eftir gönguna lagði ég mig með Mola fyrir framan imban og horfði á Keeping up Appearances sem eru þættir um konu sem heitir Hyacinth sem er skuggalega lík ömmu minni á allan hátt ;) alveg ferleg.

Ég segi þetta gott í bili

Kveðja Fjóla og Moli

Wednesday, May 17, 2006

Til hamingju með daginn.

Í dag á hún elskulega móðir mín og tangda pabbi minn afmæli. Þau eru fædd sama dag og sama ár sem gerir það að verkum að þau eru bæði 44 ára í dag. Ég segi því innilega til hamingju með daginn.
Enn að öðru þá var 7. tíminn í hlýðninámskeiðinu í gær og það var blautt sem þýðir að Moli vildi ekki setjast vegna þess að honum finnst það svo "ógeðslegt" algjör pempía ;). Ég fékk frekari upplýsingar í sambandi við bronsprófið og ég þarf að vinna mjög mikið í Mola áður en ég tek þá ákvörðun að fara með hann. Málið er það að ég má ekkert tala til hans til að fá hann til að fylgjast með mér og ég má ekki gefa honum neitt allan próf tíman. Það þýðir að ég verð að taka mig mikið á og herða þjálfunina hans. Það verða bróf í júní, júlí og ágúst og ef vel gengur stefni ég á júlí frekar en júní.
Hef það ekki lengra í dag

Kveðja Fjóla Dögg

Sunday, May 14, 2006

Moli í þjálfun


Núna er Moli að mastera hlýðninámskeiðið og ég er að reyna að vera eins dugleg og ég get að þjálfa hann. Eftir laugardagsgönguna fór ég út með hann að æfa hann og það gekk nokkuð vel eins og alltaf svosem núna þarf hann bara að ná fullkomnun. Þarna er maður ofsalegaduglegur ða labba við hæl og horfa á mömmu sína á meðan alveg ofsalega flottur. Slakur taumur flott staða á honum.
Svo á hann að setjast við hæl á skipunar og leggja svo afstað með mér ef ég stíg afstað með vinstrifæti en ef ég fer afstað með hægtifæti þá á hann að sitja kjurr og bíða þangað til ég gef skipun um einhvað annað.
Svo er seinasta myndin af hjartanu að hlaupa til mömmu sín til að geta sest við hæl og fengið smá kjúkling

Takk yndislega fólk

Fjóla bestaskinn.

Góður laugardagur

Við litla fjölskyldan okkar skelltum okkur í yndislega göngu á Búrfelsgjá eins og svo oft áður. Veðrið var soldið kallt en sólin skein og það iljaði manni þó nokkuð. Moli skemmti sér svo ofsalega vel, gaman að vera miðpungturinn svona einu sinni. Við röltum í góðan klukkutíma þangað til við fundum góðan og lognsælan stað til að borða nestið okkar. Það var alveg frábært. Moli gat ekki verið kjurr allan tíman. Hann fór nokkrar ferðir fram og til baka frá matardallinum sínum og vatnsdallinum annars vara hann á fullu allan tíman sem við vorum að borða. Við tókum myndavélina með til að festa á filmu þennann yndislega dag.
Þarna er ég og Moli hjá helli sem var þarna rétt hjá staðnum sem við borðuðum á. Moli tók eftir einhverju fólki sem var að labba framhjá og er með störu á þau.
Þarna er Davíð og Moli að njóta sælunnar. Fallegustu mennirnir í mínu lífi, það kæmi ekki til greina að losa mig við annan hvorn þeirra ;).
Ég að njóta sólarinnar og kasta mæðunni í smá stund eftir frábæra göngu.
Ég er alveg ástfangin af þessari mynd. Hún er tekin á alveg akkúrat réttu augnabliki þarna var ég að kalla á Mola að koma til mín og hann kemur á flegi ferð og svo ofsalega ánægður.
Flottasti hundur í heimi ekki satt? ;).

Jæja ég hef þetta ekki lengra í dag en kem með einhvað krassandi á morgun fyrir ykkur.

Kveðja
Fjóla, Davíð og Moli

Nýar myndir af Uglu snúllu og Sölku hvolpum


Jæja hún litla er farin að opna augun og lítur svo vel út elsku dúlann. Hinir hvolparnir hennar Sölu eru orðnir viku gamlir og ofsalega búttaðir og sætir. Langaði að skella inn nokkrum myndum að dúllunum sem ég get ekki beðið eftir að sjá.
Oh þarna er litla snúllan hún Ugla að geispa. Maður þarf svo mikið að sofa þega maður er lítill hvolpur að reyna að stækka eins hratt og maður getur.
Sko ltila súllan er búin að opna augun enda er hún orðin rúmlega tveggja vikna. Ofsalega er maður nú fallegur og yndislegur ekkert smá mikil prinsessa. Ég verð að viðurkenna að hún minnir mig þónokkuð mikið á hann Mola minn þegar hann var hvolpur. Moli var nefnilega svo mikið grár þegar hann var smár ;). Þarna er hann þegar hann var nokkra vikna skott líklega svona 3-4 vikna.

Og þarna eru svo hvolparnir hennar Sölku enþá með augun sín lokuð enda bara viku gamlir á þessari mynd. Þeir eru vel búttaðir og sætir. Ofsalega fallegir hvolpar allir saman.

Kveð í dag Fjóla

Friday, May 12, 2006

Margt að hugsa

Núna þarf að hugsa allt upp á nýtt. Við Davíð höfum fengið þetta frábæra tækifæri að fá að lifa í bandaríkjunum endanlega. Þá þarf maður að hugsa er það það sem við viljum? Hvað er best að gera? Grænakortið er leifi til að búa í Bandaríkjunum til æfi loka þannig að við getum bara komið í heimsóknir til Íslands. Við getum verið í allt að ár á Íslandi en svo þurfum við að fara aftur út til að eiga ekki á hættu að missa kortið.
Vildi deila með ykkur hugsunum mínum og okkar. Þið mergið hugsa til okkar í bænum ykkar :)

Kveðja Fjóla

Thursday, May 11, 2006

Græna kortið.

Dagurinn í dag er búinn að vera ótrúlegur. Ég hjólaði í vinnuna í rigningu og varð að fara úr buxunum og setja þær á ofninn til að þurka þær sem var allt í hinu fína. Davíð kláraði prófin í dag og það gekk vel. Þegar ég var að fara gera mig til til að ghjóla heim hringdi Davíð í mig og sagði "hvar ertu?" Ég spir afhverju han þurfi að v ita það, þá segir hann "ég var dregin út í vísa lotteríinu til að fá græna kortið í Bandaríkjunum". Ég fékk nett sjokk, þetta er algjör draumur, blessun frá Guði ég veit það. Ég bað oft og mörgusinnum ef þetta er þinn vilji viltu þá veita okkur þetta, og viti menn við erum ein af 100.000 mans sem var dregið úr úr öllum heiminum til að eiga möguleika á því að fá grænakortið. Það eru 50.000-55.000 kort í boði þannig að líkurnar okkar eru frá 40-55 % sem eru mjög góðar líkur. Núna þarf Davíð að svara spurningum og senda inn upplýsingar um okkur og svo seinna meir þarf hann að fara í viðtal. Ég er í skýunum alveg í losti þetta er svo mikil blessun.
Dagurinn í dag er upphaf frábærra tíma hjá okkur Davíð og Mola.

Bless Fjóla

Dagurinn í gær


Ég var búinn í vinnunni um 14 leitið og dreif mig þá heim til Davíðs og Mola. Við fórum í Markið til að gá hvort þeir ættu hjólið, sem mig langar svo í, í minni stærð og viti menn það var til. Við Davíð fórum svo heim og fengum okkur að borða og svo fór ég með pabba og mömmu að ná í hjólið þar sem þau eru á jeppa. Ég keyfti líka körfu á hjólið til að geta haft Mola með mér ef ég er að fara einhvað langt og til að geyma nestið mitt og fleira þegar ég hjóla í vinnuna eins og ég ætla að gera í dag. Davíð tók nokkrar myndir af mér og Mola í jómfrúar hjólaferðinni í gær og hér kemur ein. Eins og sjá má er Moli bara mjög sáttur að vera í körfunni meðan ég hjóla með hann. Við fórum stífluhringinn og hann var allur spenntur að skoða fólkið, hundana og hestana.
Við Moli skelltum okkur líka aftur í stuttagöngu hjá Búrfellsgjá en fórum og skoðuðum rústir á leiðinni og ég smellti af nokkrum. Það var ofsalega gaman að sjá þetta sérstaklega þar sem, ég er nú verðandi fornleifafræðingur ;).
Það var frekar mikið rok þannig að við stoppuðum ekki eins lengi og ég ætlaði mér en Moli hafði gaman af því að hlaupa laus um svæðið og njóta þess að vera til.
Ég náði nokkrum góðum myndum af Mola og hér kemur ein sérstaklega góð að mínu mati. Sjáið þið bara hvað ég á fallegan hund. Bestastur og skemmtilegastur.

Ég kveð í dag.

Fjóla hjóla óði fornleifafræðingurinn og Moli bestaskinn.


Wednesday, May 10, 2006

Háskólinn næsta vetur

Jæja þá er mín bara að fara að skella sér í Háskólann. Ég var búin að vera að velta því fyrir mér að fara í líffræði en er núna orðin mjög spennt fyrir öðru og haldið ykkur... Fornleifafræði! Ég hef alltaf haft áhuga á að læra einhvað tengt fornleifafræði og er bara hreinlega að spá í að skella mér. Ég er bara farin að hlakka til er jákvæð að þetta sé einhvað fyrir mig.

Langaði bara að deila þessu með ykkur

Fjóla fornleifafræðingur.

Hlýðninámskeið 6. tíminn

Við Moli fórum á hlýðninámskeiðið í gær til Alberts í frábæru veðri, blankalogn og sjóðandi hita. Moli stóð sig svo ofsalega vel og ég var að rifna úr stolti. Við fórum í stöðvaþjálfun og við Moli byrjuðum á liggjandi stöðu með áreiti sem þýðir það að hann á að liggja kurr á meðan ég klofa yfir hann, toga í tauminn hans, Albert togar í tauminn hans, labba frá honum o.s.fv. Næsta stöð var stór kross þar sem við áttum að stoppa við hverja línu og Moli átti að setjast alveg samsíða mér beinn við hæl. Þar næst fórum við í standa við hæl og ganga frá honum. Það gekk mjög vel. Hæl ganga var næst og þá var verið að þjálfa hæga og hraða hælgöngu, stoppa og setjast við hæl, liggja við hæl og snúa á hæl og setjast. Þá voru tvær stöðvar eftir, hoppa yfir hindrun og labba svo við hæl eftir það og það gekk ágætlega og síðast en ekki síst koma á hæl sem gekk mjög vel. Við enduðum tíman á því að láta hundana liggja hlið við hlið og bíða þar sem Moli síndi hinum hvernig átti að gera þetta ég gat ekki verið stoltari.
Ég ætla að fara að afla mér upplýsingfa um Bronsprófið sem verður í byrjun júní og ætli ég skelli mér ekki með Mola. Ég hlakka mjög til að geta gert þetta með honum. Moli er frábær hundur og getu rúllað þessu prófi upp á góðum degi og stungið upp í suma ;).

Ég segi bara að ég er alveg ofsalega stolt af hundinum mínum og ætla að sýna öðrum hvað við getum.

Kveðja frá stoltustu mömmu í heimi.

Tuesday, May 09, 2006

Framundan

Jæja þá fer Davíð að verða búinn í prófunum, loksins. Þá er kominn tími til að gera einhvað skemmtilegt eins og að fara í langa göngutúra með Mola, fara á Árbæjarsafn og Þjóðmynjasafnið og síðast en ekki síst í útileigur. Ég get ekki beðið að fara í útileigu það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér að kíkja á Strandirnar þetta sumarið í útilegiu það er svo frábær staður. Ég á líka öruglega eftir að fara nokkrum sinnum upp í Vatnaskóg í sumar að heimsækja Berglindi frænku og þá vonandi getur maður skellt upp tjaldinu einhverstaðar þar nálagt.
Núna um helgina erum við Davíð búin að ákveða að fara í morgungöngutúr hjá Búrfellsgjánni og taka með okkur nesti og skemmta okkur vel í vonandi frábæru veðri sem verður um helgina. Því miður er ég lík að vinna um helgina þannig að það eiðileggur ýmislegt en ég ætla ekki að láta það eiðilggja allt, líka eftir þessa helgi fæ ég tveggja helga frí og ég hlakka mikið til þess þar sem það er Evrovision helgina 20. maí og svo fer ég í brúðkaup hjá Ingibjörgu frænku og Röðli helgina þar á eftir 27. maí. Í næstu viku byrjar Davíð að vinna í Orkuveitunni eins og í fyrra nema núna fær hann að vinna með lægfræðingum og hann á eftir að læra helling af því. Ég hlakka líka mikið til næstu viku þar sem ég verð bara að vinna til 14 alla daga vikunar, þannig að ég á eftir að hafa tíma til að gera mun meira en ég hef haft hingað til eins og t.d. að fara í leikfimi, út að hjóla, fara í göngur og margt fleyra.
Fyrst ég fór að nefna hjólreiðar þá er ég að stefna að því að kaupa mér hjól á miðvikudaginn. Ég ætla ekki að eiða neinum sjúklegum pening í það bara svona milli 25.000-35.000 kr. Stefnan er nefnilega að hjóla í vinnuna í sumar og ég hlakka bara til þess þar sem ég ættla að vera bikiní hæf fyrir Flórídaferðina ;). Það sem hjólið verður samt að hafa er þónokkur fjöldi af gírum og körfu að framan fyrir dótið mitt og fyrir Mola þegar ég þarf að hjóla einhvert og ætla að taka hann með.
Ég get ekki annað sagt en að ég er mjög spennt fyrir sumrinu og hlakka til að njóta lífsins.

Kveðja Fjóla

Æðislegur göngutúr í gær með Molanum mínum


Við Moli skelltum okkur í mjög fínan göngutúr í gær hjá Búrfellsgjá þar sem Davíð var að læra á hlöðunni. Það var alveg yndislegt veður alveg frábært ég var meira að segja bara á hlírabolnum sem gerist mjög sjaldan hérna heima þar sem ég er svo mikil kuldaskræfa. Moli hljóp um allt másandi og með skottið á fullu, æðislega gaman hjá honum. Það var svo mikill friður yfir öllu og manni leið svo vel. Það er ekki spurning að við skellum okkur þangað aftur við fyrsta tækifæri. Við röltum alveg þangað til við komum að mjög djúpum dal og þá ákvað ég að snúa við vegna þess að klukkan var orðin mikið. Moli aftur á móti var alveg til í að halda áfram og ákvað að rölta lengra en kom svo þegar ég kallaði á hann.
Ég að sjálfsögðu tók myndavélina með og smellti af. Moli var duglegu að stilla sér upp fyrir mömmu sína svona nokkrumsinnum á leiðinni.
Náttúran var svo gullfalleg. Þetta er fullkominn staður til að eiða deginum með einhverjum og njóta lífsins. Þar sem ég var bara ein með Mola í göngunni varð ég að taka sjálf mynd af mér en ég held að það hafi bara heppnast ákætlega er það ekki? ;) Ég er líka alveg búin að sjá það að ég þarf að ná mér í smá lit ef ekki hérna heima þá úti á Flórída í sumar.

Ég segi þetta gott í dag og hlakka til ða segja meira frá mér og mínum.

Kv Fjóla Dögg og Moli

p.s. Þá var ég að búa til myndagallerý á dyrarikid.is og hér er linkurinn http://www.dyrarikid.is/gallery/GallerySkoda.aspx?G=926
Njótið vel!

Sunday, May 07, 2006

Sólheimakots ganga í dag í sjúku veðri


Frábær dagur í dag. Hann byrjaði þannig að ég talaði við Berglindi frænku í góðan hálftíma um uppáhaldið okkar hvað annað en hunda ;). Eftir það fór ég upp í Sólheimakot að hitta Ástu Maríu, Halldóru, Guðrúnu og Sillu með alla hundana sína og ég að sjálfsögðu með minn. Það var sjúklegt veður og sólin skein allan tíman og svei mér ef maður hefur ekki bara fengið smá lit, en bara smá, allavegana að minstakosti nokkrar freknur ;). Við lögðum af stað með alla strolluna og tókum okkur smá situpásur inn á milli til að spjalla og leifa hundunum að leika sér. Silla hafði fengið Mána lánaðan með í gönguna og hann stal allri athygglinni mjög flottur hundur. Moli var nú samt ekki eins hrifinn af honum og við hin þar sem Máni gat ekki séð hann í friði alla gönguna, Máni hafði engan áhuga á öllum tíkunum í kringum hann nei geldi litli Molinn minn var sá sem han vildi, greyið Moli minn. Mána hefndist þó fyrir gredduna í lok göngutúrsins þar sem Askur kom Mola til bjargar með því að sýna Mána sömu athyggli og hann sýndi Mola.
Undir lok göngutúrsins létum við hundana synda þar sem Ásta María óð út í vatnið með tvo hunda í einu og lét þá synda til baka alveg ofsalega skemmtilegt. Mér var farið að hlakka mjög mikið til að sjá hvenig Moli myndi standa sig og hann kom allur til eftir bara tvo sundspretti. Þarna er hann lengst útí að synda til mömmu sinnar. Í seinna skiptið þegar hann fór útí þá fór ég með hann og hann varð alveg ruglaður hvort hann ætti að synda til mín eða fara upp á land algjör dúlla.
Eftir að hafa slappað smá af og borðað smá nesti þá lögðum við afstað aftur í bílana. Það eina sem ég get sagt um þessa frábæru göngu er það að ég vona að það verða margar fleiri svona í sumar. Það er svo gaman að sjá hundinn sinn hafa svona gaman af lífinu. Ég ætla að skella in einni anari mynd úr göngunni í viðbót. Þarna er ég og Logn sem er systir hans Storm sem er hundurinn hennar Ástu Maríu, algjör dúlla.
Eftir gönguna fórum við Moli heim þar sem við komum að ömmu, afa, pabba og mömmu úti að borða kjúklingavængi í góða veðrinu. Moli tók þeim að sjálfsögðu fagnandi eins og hann gerir alttaf og fyrir það fékk hann nokkra kjúklingabita þar sem fjölskildan mín getur ekki staðist sjarma hans. Moli var svo þreyttur og honum var svo heitt eftir gönguna að hann fór að mása sem er mjög sjald séð hjá tjúum eða allavegana hjá Mola.

Ég kem með meira seinna þegar eitthvað spennó gerist.

Kveðja Fjóla Dögg Halldórsdóttir og Moli Fjóluson

Saturday, May 06, 2006

Sölku hvolpar eru fæddir 6. maí og gönguferðin í dag


Þá er Salka loksins búin að koma krúttunum sínum í heiminn. Hún fæddi 3 stráka og 1 stelpu. Þeir eru í fínum holdum og líta vel út. Hvolparnir eru allir svartir eins og mamma sín. Ég er orðin ofsalega spennt að fá að sjá öll litlu krúttinn en það verður því miður ekki fyrr en í fyrstalagi 27. maí þegar hvolparnir allir eru búnir að ná 3 vikna aldrinum.
Ég og Moli ætluðum að skella okkur í smá göngu hjá Sólheimakoti í dag áður en ég fór í vinnuna og æfa okkur í skemmunni þar. Ég keyrði á eftir bíl, veg sem ég hélt að leiddi að skemmunni, en þá fattaði ég þegar bílinn stoppaði að þetta var Ásta María og Halldóra með allt hundaflóðið. Þau voru þá á leið í göngu þar með Sillu og hennar hundum og Danna og hans hundum. Ég tróð mér með í hópinn þar sem Moli var bara byrjaður að leika og þeim virtist vera sama að ég fengi að fljóta með. Það var alveg ofsalega gaman og þá sérstaklega fyrir Mola kallinn. Hann fékk að leika sér við 10-15 hunda og þar á meðal var pabbi gamli Dínó kallinn.
Við skemmtum okkur konunglega en ég varð að fara snemma vegna þess að ég þurftir að fara í vinnuna sem var ekki það sem við Moli vildum. En ég stefni á að fara í göngu á morgun með Kallinn og vonast til þess að veðrið verði eins og það er í dag.
Ég segi þetta gott í dag.

Kveðja Fjóla Dögg og Mola kall

Friday, May 05, 2006

Labbbitúr í góðra vina og hunda hópi

Ég og Moli skelltum okkur í göngu með Halldóru, Guðrúnu og Ólöfu um daginn og allri hundasúpunni Mola, Töru, Seru, Aski og Jeltsin.Við byrjuðum á því að fara í smá hundafimi í garðinum hjá Halldóru og Guðrúnu þar sem við tókum einn og einn hund í einu, úr fínu grindinni sem þau eru með úti í garði, og létum þá hoppa yfir hindranir og gera alskonar kúnstir.
Við ákváðim svo að fara upp í Heiðmörk í langan og fínan labbitúr. Þegar við vorum lagðar af stað áttuðum við okkur á því að við vorum bara með einn almennilegan kúkupoka og að sjálfsögðu byrjuðu allir hundarnir að kúka eins og þeir fengju borgað fyrir það. Það sem við tókum til ráða var að gera ör í mölina sem benti á kúkinn svo við gætum tekið hann á leiðinni til baka, við hlóum mikið af þessu enda soldið finndið þrátt fyrir það að þetta var frábær hugmynd.
Það var svo mikið stuð hjá mínum. Hann hljóp alveg eins og vindurinn með Seru á eftir sér og það var svo gaman enda er Sera líka besta vinkonan hans ;). Ég náði nokkrum frábærum af Mola í gönguni. Hér er ein svakaflott þar sem litirnir í náttúran er svo falleg og Moli er svona mitt í miðri fegurðinni.

Á þessari mynd er Moli á harðasprett á eftir Seru í eltingaleik. Það lítur út fyrir að hann svífi í lausulofti hann er svo hátt frá jörðu, en þarna sést hann meira að segja brosa ;).

Við tókum okkur smá pitstop áður en við snérum við. Þarna er Halldóra búin að koma sér fyrir í mosanum með alla hundana hjá sér og er að spjalla við Mola.

Guðrún var líka í fyrirsætustörfum með Mola og Töru og hér er sú mynd. Ofsalega sæt saman öll þrjú krúttin. Ég náði því miður engri mynd af Ólöfu í þetta skiptið en það kemur bara næst.

Ég aftur á móti bað Halldóru um að taka mynd af mér og Seru til að sýna Berlindi frænku og hér kemur sú besta af þeim.
Ég segi þetta gott að þessu sinni vona að þetta geti glatt marga sérstaklega þá sem eru í próflestri og þurfa að lesa og skoða eitthvað skemmtilegra en skólabækurnar.

Kv Fjóla og Moli :)

Thursday, May 04, 2006

Nokkrar skemmtilegar og flottar af Mola


Jæja eins og svo oft áður þá smellti maður nokkrum myndum af draumahundinum og ég fékk þessar niðurstöður.

Þessi finnst mér alveg ofsalega flott. Hann horfir svo innilega á mömmu sína sem er að taka mynd af honum. Verð bara að segja það að mér finnst hann sérstaklega andlitsfríður, flott gríma og fín stærð af augum. Það getur vel verið að hann sé ekki alveg með háklassa tjúa útlit s.s stutt trýni o.s.fv en mér finnst hann fallegastur ;)

Þarna er kallinn með "sleikjóinn" sem hann fékk frá fjölskyldunni hans Asks eftir að Askur hafði verið í pössun hjá okkur. Ofsalega spennandi að naga stöngina en hann er að spara sleikjóinn sjálfan ;).

Að lokum ákvað hann svo að brosa svona líka fallega fyrir myndavélina. Moli þakar bara kærlega fyrir sig og hlakkar til að segja ykkur fleiri fréttir seinna.

Love you all

Kveðja Fjóla og Moli kall