Dagurinn í dag er búinn að vera ótrúlegur. Ég hjólaði í vinnuna í rigningu og varð að fara úr buxunum og setja þær á ofninn til að þurka þær sem var allt í hinu fína. Davíð kláraði prófin í dag og það gekk vel. Þegar ég var að fara gera mig til til að ghjóla heim hringdi Davíð í mig og sagði "hvar ertu?" Ég spir afhverju han þurfi að v ita það, þá segir hann "ég var dregin út í vísa lotteríinu til að fá græna kortið í Bandaríkjunum". Ég fékk nett sjokk, þetta er algjör draumur, blessun frá Guði ég veit það. Ég bað oft og mörgusinnum ef þetta er þinn vilji viltu þá veita okkur þetta, og viti menn við erum ein af 100.000 mans sem var dregið úr úr öllum heiminum til að eiga möguleika á því að fá grænakortið. Það eru 50.000-55.000 kort í boði þannig að líkurnar okkar eru frá 40-55 % sem eru mjög góðar líkur. Núna þarf Davíð að svara spurningum og senda inn upplýsingar um okkur og svo seinna meir þarf hann að fara í viðtal. Ég er í skýunum alveg í losti þetta er svo mikil blessun.
Dagurinn í dag er upphaf frábærra tíma hjá okkur Davíð og Mola.
Bless Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
2 comments:
til hamingju sætu skötuhjúin mín!! úsímú! risa knús!!!
kv belelind
Takk bestust
Post a Comment