Við Moli skelltum okkur í mjög fínan göngutúr í gær hjá Búrfellsgjá þar sem Davíð var að læra á hlöðunni. Það var alveg yndislegt veður alveg frábært ég var meira að segja bara á hlírabolnum sem gerist mjög sjaldan hérna heima þar sem ég er svo mikil kuldaskræfa. Moli hljóp um allt másandi og með skottið á fullu, æðislega gaman hjá honum. Það var svo mikill friður yfir öllu og manni leið svo vel. Það er ekki spurning að við skellum okkur þangað aftur við fyrsta tækifæri. Við röltum alveg þangað til við komum að mjög djúpum dal og þá ákvað ég að snúa við vegna þess að klukkan var orðin mikið. Moli aftur á móti var alveg til í að halda áfram og ákvað að rölta lengra en kom svo þegar ég kallaði á hann.
Ég að sjálfsögðu tók myndavélina með og smellti af. Moli var duglegu að stilla sér upp fyrir mömmu sína svona nokkrumsinnum á leiðinni.
Náttúran var svo gullf
alleg. Þetta er fullkominn staður til að eiða deginum með einhverjum og njóta lífsins. Þar sem ég var bara ein með Mola í göngunni varð ég að taka sjálf mynd af mér en ég held að það hafi bara heppnast ákætlega er það ekki? ;) Ég er líka alveg búin að sjá það að ég þarf að ná mér í smá lit ef ekki hérna heima þá úti á Flórída í sumar.
Ég segi þetta gott í dag og hlakka til ða segja meira frá mér og mínum.
Kv Fjóla Dögg og Moli
p.s. Þá var ég að búa til myndagallerý á dyrarikid.is og hér er linkurinn
http://www.dyrarikid.is/gallery/GallerySkoda.aspx?G=926Njótið vel!
2 comments:
*grát* ohh hvað þú ert heppin!!
þú getur verið í hlýrabol og það er ekki kalt!
það er orðið svo kalt hérna að ég er að frjósa í sokkabuxum, gallabuxum, þykkum sokkum, bol og peysu ... mér finnst það ósanngjarnt og við erum að tala um það að ég er INNI í húsinu mínu!
hehe
Já og þú ert í ÁSTRALÍU!!!! ;). Já það er búið að vera frábært veður alla síðustu viku.
Post a Comment