Í dag á hún elskulega móðir mín og tangda pabbi minn afmæli. Þau eru fædd sama dag og sama ár sem gerir það að verkum að þau eru bæði 44 ára í dag. Ég segi því innilega til hamingju með daginn.
Enn að öðru þá var 7. tíminn í hlýðninámskeiðinu í gær og það var blautt sem þýðir að Moli vildi ekki setjast vegna þess að honum finnst það svo "ógeðslegt" algjör pempía ;). Ég fékk frekari upplýsingar í sambandi við bronsprófið og ég þarf að vinna mjög mikið í Mola áður en ég tek þá ákvörðun að fara með hann. Málið er það að ég má ekkert tala til hans til að fá hann til að fylgjast með mér og ég má ekki gefa honum neitt allan próf tíman. Það þýðir að ég verð að taka mig mikið á og herða þjálfunina hans. Það verða bróf í júní, júlí og ágúst og ef vel gengur stefni ég á júlí frekar en júní.
Hef það ekki lengra í dag
Kveðja Fjóla Dögg
Spennandi tímar framundan
11 years ago
2 comments:
Bestu kveðjur til mömmu þinnar Fjóla:)
kv. KLR
Ps.Eru þau bæði fædd á Landspítalanum?
Jú það skilst mér að þau séu bæði fædd þar. En takk fyrir það og en og aftur til hamingju með kallinn ;)
Post a Comment