Jæja þá fer Davíð að verða búinn í prófunum, loksins. Þá er kominn tími til að gera einhvað skemmtilegt eins og að fara í langa göngutúra með Mola, fara á Árbæjarsafn og Þjóðmynjasafnið og síðast en ekki síst í útileigur. Ég get ekki beðið að fara í útileigu það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér að kíkja á Strandirnar þetta sumarið í útilegiu það er svo frábær staður. Ég á líka öruglega eftir að fara nokkrum sinnum upp í Vatnaskóg í sumar að heimsækja Berglindi frænku og þá vonandi getur maður skellt upp tjaldinu einhverstaðar þar nálagt.
Núna um helgina erum við Davíð búin að ákveða að fara í morgungöngutúr hjá Búrfellsgjánni og taka með okkur nesti og skemmta okkur vel í vonandi frábæru veðri sem verður um helgina. Því miður er ég lík að vinna um helgina þannig að það eiðileggur ýmislegt en ég ætla ekki að láta það eiðilggja allt, líka eftir þessa helgi fæ ég tveggja helga frí og ég hlakka mikið til þess þar sem það er Evrovision helgina 20. maí og svo fer ég í brúðkaup hjá Ingibjörgu frænku og Röðli helgina þar á eftir 27. maí. Í næstu viku byrjar Davíð að vinna í Orkuveitunni eins og í fyrra nema núna fær hann að vinna með lægfræðingum og hann á eftir að læra helling af því. Ég hlakka líka mikið til næstu viku þar sem ég verð bara að vinna til 14 alla daga vikunar, þannig að ég á eftir að hafa tíma til að gera mun meira en ég hef haft hingað til eins og t.d. að fara í leikfimi, út að hjóla, fara í göngur og margt fleyra.
Fyrst ég fór að nefna hjólreiðar þá er ég að stefna að því að kaupa mér hjól á miðvikudaginn. Ég ætla ekki að eiða neinum sjúklegum pening í það bara svona milli 25.000-35.000 kr. Stefnan er nefnilega að hjóla í vinnuna í sumar og ég hlakka bara til þess þar sem ég ættla að vera bikiní hæf fyrir Flórídaferðina ;). Það sem hjólið verður samt að hafa er þónokkur fjöldi af gírum og körfu að framan fyrir dótið mitt og fyrir Mola þegar ég þarf að hjóla einhvert og ætla að taka hann með.
Ég get ekki annað sagt en að ég er mjög spennt fyrir sumrinu og hlakka til að njóta lífsins.
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment