Jæja eins og svo oft áður þá smellti maður nokkrum myndum af draumahundinum og ég fékk þessar niðurstöður.
Þessi finnst mér alveg ofsalega flott. Hann horfir svo innilega á mömmu sína sem er að taka mynd af honum. Verð bara að segja það að mér finnst hann sérstaklega andlitsfríður, flott gríma og fín stærð af augum. Það getur vel verið að hann sé ekki alveg með háklassa tjúa útlit s.s stutt trýni o.s.fv en mér finnst hann fallegastur ;)
Þarna er kallinn með "sleikjóinn" sem hann fékk frá fjölskyldunni hans Asks eftir að Askur hafði verið í pössun hjá okkur. Ofsalega spennandi að naga stöngina en hann er að spara sleikjóinn sjálfan ;).
Að lokum ákvað hann svo að brosa svona líka fallega fyrir myndavélina. Moli þakar bara kærlega fyrir sig og hlakkar til að segja ykkur fleiri fréttir seinna.
Love you all
Kveðja Fjóla og Moli kall
No comments:
Post a Comment