Ég og Berglind fórum í gær að skoða hvolpana þeirra Sölku og Öglu og Guð hvað þeir voru fallegir. Enþá bara pínu agga pons gátu voða lítið labbað en skriðu og skoðuðu sig um. Ugla sem er vikunni eldri en Sölku hvolpar er jafnstór og jafnvel minni en stæðstu hvolparnir hennar Sölku. Kolla sagði okkur það að þegar Ugla fæddist þá voru loppurnar hennar eins og eldspítur og þá væri hún ekki að íkja hún var svo ofsalega lítil og brothætt. Við sátum alveg heil lengi og spjalla og skoða litlu krúttinn. Kolla sagði mér það í fréttum að hún væri búin að heyra svo góða hluti af mér og Moli að við værum með aðdáunarvert samband á milli okkar. Ég náttúrulega alveg að rifna af stolti yfir mínum. Hún sagði líkað a Berglind fengi að velja hvolp og jafnvel Uglu ef hún vildi hana þar sem hún hefur svo góð meðmæli... semsagt frá mér ;).
Þetta var alveg frábær dagur og það er alveg á hreinu að ég varð alveg veik fyrir litlu skinnunum og hefði sko ekkert á móti því að taka einn með mér heim til að eiga ;).
Eins og venjulega ætla ég að setja nokkrar myndir af rúslunum inn til að leifa ykkur að sjá fegurðina. Njótið vel knús og kossar frá mér.
Kveðja Fjóla og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
þeir eru bara sætastir!!!! ég er alveg veik!! get ekki beðið eftir að sjá hvernig þeir vaxa og hvernig persónuleikar þeir verða! :o)
kv bebe
Post a Comment