Saturday, May 06, 2006

Sölku hvolpar eru fæddir 6. maí og gönguferðin í dag


Þá er Salka loksins búin að koma krúttunum sínum í heiminn. Hún fæddi 3 stráka og 1 stelpu. Þeir eru í fínum holdum og líta vel út. Hvolparnir eru allir svartir eins og mamma sín. Ég er orðin ofsalega spennt að fá að sjá öll litlu krúttinn en það verður því miður ekki fyrr en í fyrstalagi 27. maí þegar hvolparnir allir eru búnir að ná 3 vikna aldrinum.
Ég og Moli ætluðum að skella okkur í smá göngu hjá Sólheimakoti í dag áður en ég fór í vinnuna og æfa okkur í skemmunni þar. Ég keyrði á eftir bíl, veg sem ég hélt að leiddi að skemmunni, en þá fattaði ég þegar bílinn stoppaði að þetta var Ásta María og Halldóra með allt hundaflóðið. Þau voru þá á leið í göngu þar með Sillu og hennar hundum og Danna og hans hundum. Ég tróð mér með í hópinn þar sem Moli var bara byrjaður að leika og þeim virtist vera sama að ég fengi að fljóta með. Það var alveg ofsalega gaman og þá sérstaklega fyrir Mola kallinn. Hann fékk að leika sér við 10-15 hunda og þar á meðal var pabbi gamli Dínó kallinn.
Við skemmtum okkur konunglega en ég varð að fara snemma vegna þess að ég þurftir að fara í vinnuna sem var ekki það sem við Moli vildum. En ég stefni á að fara í göngu á morgun með Kallinn og vonast til þess að veðrið verði eins og það er í dag.
Ég segi þetta gott í dag.

Kveðja Fjóla Dögg og Mola kall

2 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir æðislega göngu í dag og í gær. :D

Kveðja Ásta María og Stormur Gormur

Fjóla Dögg said...

Já takk sömuleiðis alveg Æðislega. Þetta vara svaka stuð og Moli skemmti sér konunglega svona þegar Máni var ekki að hömpast á honum;). Ég vona að það verði margar fleiri í sumar :D