Jæja uppteknasta helgi í langan tíma hjá mér er liðin. Hún byrjaði á fimmtudaginn uppstigningardag þar sem þá var frí. Við Moli skelltum okkur í smáhundagöngu hjá Sólheimakoti með fullt ef skemmtilegu fólki og hundum. Það var mjög gott veður þótt að það hafi farið að blása smá undir lok göngunar. Á föstudeginum skelltum við Davíð okkur í 23 bíó á Da Vinci Code sem er góð að mörguleiti en það sem piraði mig mest er að það vanntar mörg mikilvæg atriði sem voru í pókini en þrátt fyrir það er verið að reyna að troða inn svo miklum upplýsingum að maður hefur valla unda.
Jæja þá er komið að helginni sjálfri og byrjum á laugardeginum. Hann byrjaði þannig að við Davíð vöknuðum um morguninn og röltum afstað með Mola á kjörstað til að kjósa. Þegar því var lokið náðu mamma og pabbi í okkur til að fara og kaupa brúðargjöfina handa Ingibjörgu og Röðli. Eftir það fengum við okkur smá bakaríis mat heia hjá pabba og mömmu og drifum okkur svo heim að gera okkut til fyrir brúðkaupið. Um þrjú leitið lögðum við svo afstað í veisluna. Það var alveg ofsalega gaman að sá nýa húsnæðið þeirra sem er á þremur hæðum með 7 herbergjum, 3 klóssettum, þvottahúsi, eldhúsi og stofu. Einnig eru tvennar svalir og mjög þægileg stærð af garði. Þau voru gefin saman borgaralega og var atöfnin stutt og lag góð. Við fengum okkur kræsingar og sátum og spjölluðum í smá tíma áður en við þutum afstað í aðra veislu en að þessu sinni stúdentaveislu hjá Báru vinkonu. Við stoppuðum ekki lengi þar þar sem okkur var boðið út að borða á Grillið í tilefni útskriftar Benjamíns. Við fengum alveg sjúklegan mat þar. Allir ákváðu að fá sér svokallað sörpræs rétt, en það er fjögra rétta máltíð sem kokkurinn setur saman fyrir þann dag og þú færð ekkert að vita hvað þú færð fyrr en rétturinn er borinn á borð. Jæja í listauka fengum við spánska súðu í staupi með vatnsmelonubita mjög gott. Þá var það forrétturinn, krabbakló, steigtur lax og einhverskonar laxa og humar blanda og svo til að toppa það íslensk hrogn. Þá var það svo kallaður milliréttur en þar fengum við léttsteigtanfisk (man ekki hvaða tegund) með rjómalagaðri karteflumús og sítrussósu, ofsalega gott. Í aðalrétt var dádýrakjöt með gartöflum og hökkuðum villisveppum, algjört lostæti. Síðast en ekki síst var svo cremburlai, epla sorbe og súkkulaði búðingur einhverskonar, alveg sjúklega gott.
Þetta var alveg frábær stund og næstum hvítir kollar á öllum borðum. Svo maður tali nú aðeins um stúdentinn sjálfan þá vann hann tvenn verðlaun flestum einingum lokið s.s útskrifaðist af öllum braitum Náttúrufræði, Félagsfræði, Mála og Ib- braut. Einnig vann hann verðlaun fyrir bestan árangur í stærðfræði. Einnig má þess geta að hann fer út fyrir hönd Íslands og keppir í eðlisfræði á ólempíuleikum. Einnig bauðst honum að fara og keppa í stærðfræði en það var á sama tíma og hinir ólempíuleikarnir þannig að hann varð að velja og hafna.
Á sunnudaginn skellti ég mér svo í Chihuahua göngu á Hvammsvík þar sem stór og góður hópur var saman komin til að rölta í góða veðrinu. Moli naut sín í botn eins og venjulega og fékk fult af hundum til að fara í eltingaleik með sér. Veðrið var frábært og allir nutu sín.
Eftir það lagði ég svo afstað í bæin og fór beint í fjölskyldu afmælis og stúdentaveislu hjá Guðlaugu og Benjamín. Þar tróð ég í mig meiri kökum og hafði það gott. Við stoppuðum þar stutt því við Davíð þurftum líka ða kíkja í sameiginlega vinaveislu hjá Tinnu og Báru. Þar vorum við í stutta stund í góðra vina hópi. Þá var komið að því að fara í mat hjá pabba og mömmu fengum pítur og hamborgara.
Þá er helgin liðin og maður fer bara aftur að vinna og hlakkar til að komast aftur í frí.
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
2 comments:
Góðar myndir.
Alltaf gaman á Grillinu;o)
KLR
Þú ert svo busy :)
Takk fyrir viðkomuna í partýinu okkar.....gaman að þið gáfuð ykkur tíma í það þrátt fyrir annríkið :)
Lovz
Tinna Rós;*
Post a Comment