Strákarnir Davíð, Einar Helgi, Kjartan og Kiddi steggjuðu Jón Magnús á sunnudaginn. Það vara alveg ofsalegt fjör hjá þeim. Dagurinn var tekinn snemma þar sem þeir vöktu hann um 8 leitið með innrás til hans. Þar var hann dressaður upp í bleikt pils, sjal, mjög furðulega sundhettu, perlufesti og sólgleraugu með bláu gleri vægast sagt skrautlegur. Þegar því var lokið var leiðinni stefnt í bakaríið þar sem honum var gefið að borða áður en dagurinn byrjaði. Næst var stefnan tekin í Laugar þar sem hann var látinn púla á fullu meðal annars í þríþraut og smá einnka box kennsku. Eftir púlið skelltu þeir sér allir í sund í smá afslappelsi og körfubolta.
Þá var komið að aðal atriðinu. Strákarir höfðu planað fyrir hann list flug. Hann fór í vélina og var látin fara í hringi og læti. Hann fékk að upplifa hvernig það væri ef hann væri 350 kg eða 5G þar sem hann var látin fara í hringi í háloftunum. Þegar niður var komið fékk hann smá í magan og kastaði upp en ekkert til að tala um.
Næst á dagskránni var svo American Stile þar sem splæst var á hann hamborgara og með því. Það tók smá tíma fyrir hann að koma því niður en tókst á endanum. Nú var hann sendur til að þrífa rúður á bílum sem voru stopp á rauðuljósi og höfðu strákarnir mjög gaman af því ;). Seinast en ekki síst skellti hann sér í sundbol af mömmu sinni og tók smá sundsprett í Nauthólsvíkinni og eins og þið vitið var ekki mjög heitt á sunnudaginn þannig að það var ís kalt.
Mér skilst að Jón hafi verið mjög ánægður með daginn og hlakki til að komast til Marisu sinnar.
Þá úr einu í annað. Í dag ætlum við Berglind að fara að skoða hvolpana þeirra Öglu og Sölku. Til hlökkunin hefur verið alveg sjúkleg og þá sérstaklega hjá Berglindi. Það verðu gaman að fá að sjá litlu rassgötin.
Segi ekkert meira í dag
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment