Wednesday, April 28, 2010

Moli kominn með sumarklippinugna ;D

Ég tók mér tvo góða tíma í að baða, blása og klippa Mola í dag þannig að núna er hann stuttur að framan, aftan og á hliðinum og tilbúinn fyrir Flórída veðrið ;D.

Nánast engin Eyrnahár eftir ;D. En ég snirti líka makkan og auðvita loppur og lappir

Ég klippti buxurnar eða rassahárin mjög stutt en ég reyni að ná mynd af buxunum þegar davíð kemur heim ;D. En hann er flottur ekki satt ;D?

knúsar Fjóla og Moli

2. dagar Í Flórída

Ég ætla að byrja þetta blogg á því að óska Helgu minni innilega til hamingju með daginn í gær :D. Þú ert mér svo mikilvæg og ég er svo stolt af þér hvað þú ert dugleg og stendur þig vel þrátt fyrir að lífið hendi nokkrum föstum skotum á mann ;D.
En við Moli erum að fara til Flóró eftir 2 daga s.s. á föstudaginn :D. Pabbi og mamma komust þangað heilu á höldnu í gær þannig að allt er í gúddí þar. Ég er ekki byrjuð að pakka en það fer svo sannarlega að koma að því en ég held ég byrji í dag því það er mikið sem ég þarf að taka með mér ;9. Ég er líka búin að taka ákvöðrun um að ég ætli að klippa Mola styttra en ég hef nokkurntíman klippt hann þannig að það verður spennandi að sjá hvernig litli "hvolpurinn" á eftir að líta út ;D. En í dag er s.s grooming dagur hjá Mola :D. Ég ætla að fara fyrst með hann í langa góða göngu og svo verður hann tekinn í gegn svona eftir hádegið held ég ;D.
Ég var líka að spá í að fara í klippingu sjálf í dag eða á morgun en það er klippistofa í labbi fjarlægð frá mér þannig að ég held að ég skelli mér til að klippa í burtu þessa slitnu enda og laga mig aðeins til svo mamma og pabbi þori að láta sjá sig með mér ;D.
En nóg með það ég er líka að gera best of Eurovision disk sem ég þarf að klára í dag svo Davíð geti skrifað hann fyrir mig :D. Ég ætla svo að reyna að þrífa og taka til það sem eftir er hérna heima í dag og á morgun þannig að það er best að koma sér að verki ;D.

Knúsar á ykkur öll

Sunday, April 25, 2010

Fyrstu 7 Eurovision lögin

Jæja þá nálgast Eurovision hratt og öruglega og fyrsti Alla leið þátturinn var í gær. Við Davíð horfðum á hann saman og gagnrýndum bæði lögin sem komu þar fram en þau voru upp og niður eins og alltaf.
En hér kemur mín gagnrýni á fyrstu 7 lögunum.

Serbía: Ok ef við byrjum bara á því að tala um útlitið á þessum strák það er það meira en lítið sérstakt. Lagið er að mér finnst yndislega Eurovision hallærislegt s.s svona þjóðlag eins og er svo mikið af. Mér persónulega finnst þau lang skemmtilegust s.s þjóðlegu lögin en þetta nær ekki alveg vera frábært. Mér fannst það allt í lagi enda hef ég veikan punkt fyrir lögum sem lísa landinu sem þau koma frá ;D.

Lettland: Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta lag soldið spennandi. Við Davíð vorum bæði sammála um það að þetta var uppáhalds lagið okkar eftir þáttinn. Myndbandið er bara andlitið á stelpunni og á tímabili er hún næstumþví farin að gráta en hún lifir sig vel inn í lagið. Ég segi lagið þarf að vera soldið gott ef þú getur bara horft á andlitið á henni allt lagið og ekkert annað.

Finnland: Þetta lag skildi því miður ekki mikið eftir sig hjá mér þrátt fyrir að vera mjög finnskt. Við vitum að þær geta sungið sem er gott en ég var ekkert að falla fyrir þessu :S.

Slóvakía: Þetta er bara svona la la lag hefði getað verið miklu sterkara en skilur nánast ekkert eftir hjá mér allavegana ekki eins og er.

Eistland: Þetta er ekki mjög Eurovision sem þarf alsekki aðvera slæmt. Soldið nútímalegt og öðruvísi. Held að þetta gæti gert góða hluti fer eftir því hvernig þeir verða á sviðinu.

Russland: Sorry rússar eru bara búnir að vera með ÖMURLEG lög síðastliðin ár og já þá er ég líka að taka með vinningslagið 2008 það var HRÆÐILEGT! Þetta lag finnst mér bara á allan hátt ölurlegt bæði söngurinn og lagið sjálft.

Moldóva: Lagið er svona soldið grípandi og gæti verið skemmtilegt á sviði ef að söngvararnir væru ekki svona rosalega fölsk og ömurleg live. Ég þoli ekki svona tíser lög sem ætti að vera æðisleg en svo ÖMURLEG vegna þess að fólkið sem er að flytja þau eru bara þarna vegna þess að þau eru svo sæt.

Jæja ég reyni að vera dugleg að blammera mínum skoðunum hingað inn eins og ég fái borgað fyrir það ;D. Knúsar heim Fjóla :D

Saturday, April 24, 2010

Reykjavík Rotterdam

Í gær fórum v ið Davíð að sjá reykjavík Rotterdam í D.C en það er Film fest í D.C um þessar mundir. Við fórum í eitthvað eld gamalt bíóhús sem var ekkert smá gaman að fara í og var hluti af íslensku hópnum þarna með okkur :D. Það verður að viðurkennast að það var soldið skrítið að fara og sjá íslenska bíómynd á íslensku í Bandaríkjunum. Ég hafði ekkert asmá gaman af myndinni en skammast mín eiginlega fyrir að vera ekki búin að sjá hana því hún kom skemmtilega á óvart, Davíð fílaði hana meira að segja :D. Salurinn var alveg að nálgast það að vera fullur og fólk vitrist hafa mjög gaman af myndinni :D.
í dag er svo laugardagur og Davíð minn er að læra en þaðer ekkert nýtt. Það er skýjað hér og soldið rakt úti, ekki nema 13°c þannig að það er spurning hvað ég geri núna. Ég var að pæla að fara út og skoða í búðum smá en ég einilega nenni ekki að gera það ein :S. Ég á líka eftir að kaupa flóa lyf fyrir Mola áður en við förum til Flórída því það er flóa vandamál þar en ekki hér allavegana hefur Moli ekki fengið á sig fló síðan við fluttum til Virginiu. Ég þarf líka að baða hann og snyrta áður en ég fer til Flóró svo hann sé flottur og ekki með of mikið hár en ég held ég stytti hann vel fyrir þessa ferð.
Annars eru bara 6 dagar í að við Moli förum til Flórída en ég ákvað að legja ferðina um 4 daga þar sem ég átti að koma heim 16. maí en þá er Davíð eiginlega enþá í prófum og ég áðkvað að það væri bara sniðugt að lengja ferðina svo hann hefði hundraðprósent fyrið fyrir okkur. Ég verð því í rétt tæplega þrjár vikur hjá pabba og mömmu :D en þau verða öruglega búin að fá ógeð af okkur eftir svo langan tíma ;9.
Annars er annar íslensku hittingur á morgun heima hjá Matthew en við erum að fara að horfa á Mýrina og hlakka ég mikið til þess en Davíð ætlar að koma með mér :D.
Í kvöld er svo Alla leið með Páli Óskari og hlakka ég ekkert smá mikið til þess :D. Ég var farin að hafa áhyggjkur á því að það yrði ekkert í ár.
En nóg með það ég ætla að velta fyrir mér hvað skal gera í dag.
Knúsar á ykkur Fjóla og Co

Wednesday, April 21, 2010

Flórída nálgast...


Þá styttist og styttist í að við Moli förum til Flórída. Það eru bara 9 dagar í að við förum :D!!!
En það sem er að frétta af okkur er það að Moli er komin með frjókorna ofnæmi eins og mamma sín ;D en honum fannst hann vera soldið út úr að vera ekki með ofnæmi eins og ég ;9. Hann er að taka Benadryl fyrir börn með kyssuberjabragði 1/4 töflu til 1/2 töflu á dag. Hann var orðin það slæmur að hann vildi ekki hreifa sig neitt því þá fékk hann þennan svo kallaða o-öfuga hnerra sem er algengur hjá tjúum þannig að við ákvðaum að drýfa okkur til Dýra og sjáum við ekki eftir því.
Davíð minn er að fara í skyp atvinnu viðtal við fyrirtæki heima á Íslandi þannig að við sjáum hvað kemur út úr því. Það er mina en mánuður eftir af skólanum þannig að spennan fer að magnast hjá mínum manni. Við værum mjög þakklát ef þið haldið áfram að biðja fyrir atvinnu málum okkar því við þurfum á því að halda :S.
Á föstudaginn fer ég líklega í bíó með hluta af íslensku hóðnum að sjá Reykjavík Rotterdam en það er verið að sýna hana í einhverju bíó húsin hérna á föstudag og laugardag :D. Á sunnudainn fer ég svo í annan íslensku hitting heim til Matthew að horfa á Mýrina og hlakka ég mikið til þess enda er Matthew algjör snillingur :D.
En ég heæd ég fari að fá mér smá nasl er orðin soldið vel svöng. Ég sendi knúsa og kossa heim og miklar sakknaðar kveðjur.

Fjóla og co

Tuesday, April 20, 2010

Göngu myndir

Nokkrar myndir sem voru teknar í göngutúrum hjá okkur fjölskyldunni :D.

Öll bleiku blómin að falla af trjánum :D

Blóm út um allt ;D


Við sáum þennan frosk í göngu sem við fórum í og Davíð náði þessari mynd af h0num :D

Ég og Moli að pósa

Ég og Moli

Við sáum þetta vatn sem var alveg þakið í gróðri

þarna sést smá í vatnið :D

Njótið Fjóla og co

Monday, April 19, 2010

Nokkrar í viðbót :D

Jæja rumpaði af fjórum síðum í dag og er bókin alveg að verða full en ég ætla að bæta við svona 2-4 plöstum :D. Annars er Moli soldið slappur í dag ég held að það sé fjrjókorna ofnæmi og vona að hann lægist sem fyrst elsku dúllan þannig að þið megið hafa hann í bænum ykkar.

Við fórum út að borða nokkrum sinnum þarna erum við bæði á Cheesecake Factory og Out Back stake house

Við fórum á körfuboltaleik, spiluðum borð spil og Wii og svo löbbuðum við út í búð að kaupa okkur gotterí þar sem við vorum snjóuð inni

Þar sem Berglind og Jón ó ströndðuð hjá okkur degi lengur en planað var þá komust þau með okkur á Super Bowl hjá Orlando og Möggu en það var meka stuð hjá okkur þar :D

Knúsar heim :D

Sunday, April 18, 2010

Jæja smá meira skrapp :D

Jæja ég er búin að gera nokkrar síður í viðbót í 8 skrapp bókina mína en ég er komin inn í febrúar þegar Berglind og Jón Ómar komu til okkar :D.

Hértna erum við að versla í Potomac Mills en við Berglind töpuðum okkur smá í Forever 21 ;D

Þarna erum við svo komin í D.C að skoða allt það tíbíska

Við fórum í Arlington kirkjugarðinn með þeim og var það á gull fallegum febrúar degi og það var svo mikill friður yfir deginum

Jæja njótið :D

Saturday, April 17, 2010

Komin tími á skrapp myndir :D

Jæja ég er búin að vera dugleg að skrappa síðastliðna tvo daga en ég komst loksins í Wal Mart til að prennta út myndir :D. Annars er það í fréttum að við fórum í rúmlega tveggja tíma göngu í dag með Molan okkar, veðrið var gott en samt ekki nema svona 21-22°c og soldil gjóla en það var mjög gott fyrir Mola og Davíð þótt ég hefði alveg viljað hafa aðeins heitara ;D. Ég talaði svo við Hlynsa bróssa og pabba og mömmu á skyp í smá stund í dag þar sem var ekki rætt mikið annað en NAMMI en pabbi og mamma eru bestui pabbi og mamma í heimi þar sem þau ætla ða versla bland í poka fyrir okkur á nammibarnum í hagkaup áður en þau fara út :D.
En hér koma myndirnar :D

Afmælisdagur Davíðs en hann varð 25 ára 30. desember
Við fórum svo út að borða á æðislega flottan ítalskan matsölustað og sáum svo Harlem Globetrotters. Milli jóla og ný árs buðum við íslensku hópnum í hangikjöt og Nonna og Manna horf og var það æðislegt :D.
Moli kúru dýr

Ég átti svo afmæli 5. janúar og varð 26 ára. Davíð bauð mér út að borða og á leiksýningu :D

Fyrsta ganga ársins var í janúar það var kalt en hressandi :D

Sveinbjörn kom í heimsókn til okkar í janúar og drógum við hann með okkur í göngu á gull fallegum janúar degi. Við löbbuðum einmitt þarna í dag :D

Við kíktum til New Jersey með tengdapabba og sáum húsið hans Einsteins. Við fundum líka þennan al íslenska hrút sem var búið að planta fyrir utan peysubúð sem seldi íslenskar lobapeysur sem við komumst svo að að Einstein verslaði allar peysurnar sínar hjá :D

Narta okkar fór í smá ferðalag í svefnherberki 2 með mér og Mola og svo er það dýralífið hérna alveg ofaní húsinu okkar :D

Við Davíð og auðvita Moli fórum í 20 km langa göngu í lok janúar en hún tók okkur 5 tíma. Moli labbaði alla leiðina enda engin aumingi þar á ferð en við vorum samt vel þreitt enda höfðum við ekki nægt nesti með okkur ;D.

Jæja njótið :D

Friday, April 16, 2010

The face of the Volcano

Just for the american friends of mine that have not seen this photo. It is called the face of the Volcano and it is taken straight down on it.

Wednesday, April 14, 2010

Fréttir

Jæja gott fólk. Héðan er ekki mikið að frétta allavegana ekki af mér. Moli fór til Dýra í gær og fékk bordatella sprautu eða réttarasagt sprei upp í nefið og svo var komið að árlegu hjarta orma prófi. Við þurftum líka að uppfæra pappírana fyrir Therapy dog þannig að núna er hann allavegana alveg í gúddý til að byrja spurningin er bara hvenar er best að koma sér í þetta.
Ég var að komast að því að það verða Backstreet Boys tónleikar í okkar nágreni í byrjun júní og viðurkenni ég alveg að ég hefði ekkert á móti því að kíkja svona for old times sake ;D. Davíð held ég að sé all for it :D.
Það styttist í að við Moli förum til Flórída eða eftir 16. daga þannig að ég er farin að vera soldið spennt :D. Ég er að reyna að vera dugleg og að koma mér í Bikiní form en ég hef ekki verið mjög dugleg að standa mig í mataræðinu en er determent að reyna að standa mig betur :S.
Davíð minn er farin að finna fyrir stressi þar sem prófin nálgast hraðar en við áttum okkur á og svo þarf hann að reyna að ákveða sig varðandi Bar prófið og svo hefur hann áhyggjur af atvinnumálum þannig að þetta er ekki auðveldur tími akkúrat núna :S.
Við höfum það annars mjög gott Guð passar og huksar vel um okkur og hann hefur blessað okkur á svo margan hátt.

Annars bið ég bara rosalega vel að heylsa ykkur öllum og sendi miklar saknaðar kveðjur heim til ykkar og til Noregs og til Californiu :D.

Fjóla of co

Sunday, April 11, 2010

Gleðidagur Mola

Jæja við Moli fórum í æðislegan Chihuahua hitting í dag í Georgetown :D. Við hittumst í garði þar og var markt um hundinn og manninn þar :D. Moli gjörsamlega fílaði sig í botn og fékk að taka á sprett í góðum eltingaleik með frábærum Papillon :D. En hér koma myndirnar :D.

Moli þreyttur eftir daginn

Þessar eru teknar í göngu sem við fórum í á afmælisdaginn :D

Hlauka gaman gaman :D

Svo gaman í góða veðrinu

HÆÆÆÆÆÆ MAMMA :D


Fallegi minn í sólinni

Rosalega fallegt fiðrildi

Þarna er svo leikfélaginn

svo gaman að láta elta sig

Nei HÆ!!!!
Hæ!!!


Svo mikið stuð

Rosalega fallegur Papillon sem var aðal leikfélaginn í eltingaleiknum. Eigandin sagði að hann væri alltaf fyrstur í eltingaleik nema núna, en það kemur mér ekkert á óvart Moli minn er alltaf fremstur ;D
Hæ!!


Ég

Moli að chilla með Brian sá sem sér um meet upið :D

Þarna er nýja kærastan :D

Hún var alveg vitlaus í Mola minnÞessi prinsessa var ólétt með þrjá hvolpa :D

og þessi sem stendur þarna á tveim er pabbinn :D

allir að vonast eftir nammi


og þau fengu nammi :D

Moli með nýju kærustuna í eftirdragi :D

oh það var svo gaman að leikaÞað var einhver rosalega góð likt þarna þannig að allir hundarnir voru ólmir að vewlta sér upp úr því :S


Knúsar heim :Þ