Saturday, April 24, 2010

Reykjavík Rotterdam

Í gær fórum v ið Davíð að sjá reykjavík Rotterdam í D.C en það er Film fest í D.C um þessar mundir. Við fórum í eitthvað eld gamalt bíóhús sem var ekkert smá gaman að fara í og var hluti af íslensku hópnum þarna með okkur :D. Það verður að viðurkennast að það var soldið skrítið að fara og sjá íslenska bíómynd á íslensku í Bandaríkjunum. Ég hafði ekkert asmá gaman af myndinni en skammast mín eiginlega fyrir að vera ekki búin að sjá hana því hún kom skemmtilega á óvart, Davíð fílaði hana meira að segja :D. Salurinn var alveg að nálgast það að vera fullur og fólk vitrist hafa mjög gaman af myndinni :D.
í dag er svo laugardagur og Davíð minn er að læra en þaðer ekkert nýtt. Það er skýjað hér og soldið rakt úti, ekki nema 13°c þannig að það er spurning hvað ég geri núna. Ég var að pæla að fara út og skoða í búðum smá en ég einilega nenni ekki að gera það ein :S. Ég á líka eftir að kaupa flóa lyf fyrir Mola áður en við förum til Flórída því það er flóa vandamál þar en ekki hér allavegana hefur Moli ekki fengið á sig fló síðan við fluttum til Virginiu. Ég þarf líka að baða hann og snyrta áður en ég fer til Flóró svo hann sé flottur og ekki með of mikið hár en ég held ég stytti hann vel fyrir þessa ferð.
Annars eru bara 6 dagar í að við Moli förum til Flórída en ég ákvað að legja ferðina um 4 daga þar sem ég átti að koma heim 16. maí en þá er Davíð eiginlega enþá í prófum og ég áðkvað að það væri bara sniðugt að lengja ferðina svo hann hefði hundraðprósent fyrið fyrir okkur. Ég verð því í rétt tæplega þrjár vikur hjá pabba og mömmu :D en þau verða öruglega búin að fá ógeð af okkur eftir svo langan tíma ;9.
Annars er annar íslensku hittingur á morgun heima hjá Matthew en við erum að fara að horfa á Mýrina og hlakka ég mikið til þess en Davíð ætlar að koma með mér :D.
Í kvöld er svo Alla leið með Páli Óskari og hlakka ég ekkert smá mikið til þess :D. Ég var farin að hafa áhyggjkur á því að það yrði ekkert í ár.
En nóg með það ég ætla að velta fyrir mér hvað skal gera í dag.
Knúsar á ykkur Fjóla og Co

2 comments:

Anonymous said...

O hvað það verður æðislegt að fara til Florida :D Hefði sko ekkert á móti því.

Knús Kristín, Sóldís, Aris, Ísey og Draumey

Mamma og Pabbi! said...

Okkur hlakkar mikið til að fá ykkur Mola, það verður bara gaman. "DQ and New Smyrna here we come"!
B21