Thursday, May 31, 2012

I dear you not to laugh


Síðasti vinnudagurinn :D

Jæja það er að koma að þessu en í dag er síðasti vinnudagurinn minn áður en litli kallinn mætir á svæðið. 
Það er ekki laust við að það sé soldið skrítið að vera að hætta að vinna núna en það er á sama tíma mjög gott þar sem ég þarf að einbeita mér að skólanum í júní mánuði.
Það er eitthvað svo fjarstætt að litli kallinn eigi eftir að mæta á svæðið eftir ca 2 mánuði en ég er sko ekki farin að bíða þars sem mér finnst meðgangan hafa liði svo hratt að ég er ekki alveg búin að átta mig á því hvað klukkan  slær :S. En vonandi verður maður nú samt nokkurnvegin tilbúinn þegar kallinn kemur, það er allavegana næstum því allt tilbúið efnislega séð spurning bara um andlegu hliðina ;9.
En við fórum til ljósmóðurinnar í gær og allt lítur vel út bæði hjá mér og hjá honum. Ég var bara búin að þyngjast um 300 g frá því fyrir þrem vikum síðan sem þýðir að á 6 vikum er ég búin að þyngjast um 1,3 kg. Ég þyngdist lang mest fyrstu 6 mánuðina en það er greinilega að minka hraðinn núna sem er ágætt ;D.  Bumban hafði stækkað um 2 cm en ég er s.s 30 cm núna frá lífbeini og upp þannig að þetta er allt að gerast. Ég er ekki enþá komin með slit en ég vona svo innilega að það sé ekki bara tíser og svo rakna ég upp seinustu vikuna áður en hann kemur (það væri fúlt). Ég er að bera á mig kókosfeiti daglega og stundum tvisvar á dag og vona ég svo sannarlega að það og auka húðin mín frá því að ég var stærri hjálpi til við að ég fái ekki slit :S.
Á morgun fer ég á hundasnyrtistofuna að vinna og svo um helgina erum við Davíð að fara út úr bænum á hótel að hugga okkur sem verður alveg vel þegið skal ég segja ykkur. 

Knúsar frá mér 

Fjóla og bumbukall

Wednesday, May 30, 2012

Erfið nótt

Lanngafi hans Davíðs míns lést í nótt. Hann hafði fengið blóðtappa fyrir tveim til þrem dögum síðan og lamaðist að hluta og ofaní það fékk hann lungnabólgu. 
Davíð minn fór og kvaddi hann í gær kvöldi seint en þið megið endilega hafa fjölskylduna í bænum ykkar. 
Svenni afi var alveg frábær kall sem ég er mjög þakklát að hafa fengið að kynnast en hann var eld hress til loka dags en það var ekki hækt að sjá að hann væri 95 ára dugnaðurinn og lífs gleðin var svo mikil enda átti hann marga að og var heitt elskaður af öllum sem þekktu hann. 

Guð blessi og passi vel upp á þig elsku Sveinbjörn afi

Fjóla, Davíð, Moli og ófædda barnbarnabarnabarnið.

Sunday, May 27, 2012

Afdrifaríkur dagur í dag

Það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur Davíð í dag :D. Grindverkið okkar átti erfiðan vetur (allavegana ein hliðin á því) og því var nausynlegt að laga það þar sem ein hliðin var farin að halla all verulega inn í garðinn :S. Við fengum pabba, mömmu, afa og tengdapabba til að koma og hjálpa okkur í dag. Þegar byrjað var að grafa áttuðum við okkur á því að þessi hlið hefði verið löguð áður og að undir viðgerðinni var risa stór steipu klimpur sem hafðiverið settur þarna þegar þetta var fyrst sett upp en hann hafði gerið sig einhverntíman og svo var það lagað og það gaf sig og núna erum við að laga þetta og vonum að það sé endanlegt lag ;D. 
En það er s.s búið að koma fyrir gridverkinu aftur og verið að bíða eftir því að steipan harni sem tekur svona 2-3 daga. En ekki er öll sagan búin þarna því við Davíð kláruðum líka að bera á all gridverkið innan frá í dag og er það eins og nýtt núna :D. Planið er að klára að bera á á morgun að utan en þá erum við mjög góð myndi ég segja ;D. 
veðrið lék við okkur í dag sem betur fer á meðan við vorum að vinna í þessu og moli naut þess að liggja í sólinni á sólbekknum okkar horfa á alla vinna. Við buðum öllum sem komu upp á pulsur í hádeginu enda tilvalið grill veður :D. 
En nóg með það. Núna erum við Davíð komin 31 viku á leið sem þýðir að við eigum bara ca 9 vikur eftir :S. Það er spennandi en á sama tíma eitthvað svo fjarstætt og undarlegt eitthvað. Litli kallinn er samt duglegu að láta vita af sér í mallanum enda er plássið að minka hjá honum og hann væntanlega ða njóta þess að hafa enþá eitthvað pláss til að snúa sér í ;D. 
Eurovision í gær var á köflum ansi vandræðalegt :S... vægastsagt. Fengum ekki fyrstu stiginn fyrr en 19 lönd voru búin að gefa stig af 42 en sem betur fer komu fyrstu stiginn ekki frá Noregi, Danmörku eða Svíþjóð það hefði verið alveg hræðilega vandræðalegt :S. Annars skil ég ekki afhverju ég er hissa á þessari sætaskipan sérstaklega þar sem ég sagði alltaf frá upp hafi að það var nákvæmlega ekkert lag sem var í boði til að fara út sem var gott. Fyrst hélt ég að við ættum ekki séns inn í keppnina, svo heyrði ég hin lauginn og þá áttaði ég mig á því að jú líklegast kæmumst við inn í keppnina en ég skil ekki svona veðbakna sem eru alltaf að spá okkur góðs gengis, þetta er öruggelga bara einhver tíser til að stríða okkar litlu vongóðu þjóð ;D. 
En ég bið ykkur bara að hafa það gott og guðveri með ykkur. 

Knúsar Fjóla, Davíð, Moli og litli kall

p.s. takk öll sme hjálpuðu okkur í dag erum svo rosalega þakklát fyrir allt saman :D. Einig langaði mig að biðja ykkur um að hafa langafa hans Davíðs í bænum ykkar. 

 

Wednesday, May 23, 2012

Nýja dótið :D

Jæja þá er það nýjasta dótið komið í hús en Davíð var að fá afhent í dag ömmu stólinn okkar sem pabbi og mamma gáfu okkur :D. Það var nú ekkert lítið vesen að koma honum til landsins en hann komst þó og þökkum við veróniku og Jessup hjónunum kærlega fyrir alla hjálpina en við erum þeim endalaust þakklát :D. 
Þá er það hitt nýjasta dótið okkar... kerran :D. Ég var svo spennt að sjá gripinn og setja hann saman þegar Benjamín okkar yndislegi kom með hana færandi hendi (hann er náttúrulega bara bestur). En nóg um það hérna koma myndir af öllum herlegheitunum :D. 
 Flotta fínasta skokk kerran okkar :D en hún er alveg eðal og við erum í skýjunum með hana :D

 Þarna sjáið þið svo hvernig barnasætið festist í kerruna þegar litli stráksi er enþá of lítill til að sitja í henni ;D

og svo ömmu stóllin ógó kósý og fínn. Þetta á víst að vera eitthvað kanínu þema á stólnum en mér finnst þetta miklu meira eins og voffa þema ;D

Við sendum kveðju á ykkur öll og biðjum Guð að vera með ykkur 

Fjóla, Davíð, Moli og bumbukall

Tuesday, May 22, 2012

Bumbumynd :D

Jæja þá er það bumbumynd vikunar komin 30 vikur og 2 daga á leið :D

p.s. ég stóð mig ekkert smál í Eurovision giskinu mínu í kvöld 9 af 10 rétt ;D. Þá er bara að sjá hvernig mér gengur með fimmtudaginn ;D. 

Knúsar Fjóla og litli kall

Monday, May 21, 2012

Eurovision :D

Ég er svo spennt yfir Eurovision sem er nú ekkert nýtt. Strax á morgun byrjar gleðin og ég bara get ekki beðið :D. Ég hef verið að skoða æfingarnar hjá íslandi og ég verð að viðurkenna að ég er stressuð :S. Mér finnst Jónsi enganvegin vera að ná að halda lagi í byrjun lags og byrjunin bara í heild sinni er ekki góð :S. Ég er að vonast til þess að ástæðan fyrir því að þetta hljómi svona illa sé vegna þess að þetta er nú ekki tekið upp með bestu hljómgæðunum en ég efa samt að hann verði falsku við það :S. 
Annars höfum við það gott hérna í Mosfelsbænum, afburðarík vika að enda komin og ný byrjuð þannig að það er bara gaman. Í kvöld förum við á Fabrikuna þar sem Guðlaug á afmæli en hún er orðin 18 ára stelpan :D. Maður man nú eftir henni 7 ára gimp þegar við Davíð vorum fyrst að kynnast ;D. 
Bumban mín stækkar óðfluga og ég er farin að reyna hvað ég get að koma í veg fyrir slit þrátt fyrir að vera ekkert of vongóð þá vona ég allavegana að það hjálpi til við að minka þau. Litli kall lætur eins og það sé endalaust partý í bumbunni á mér sem getur stundum verið einum of mikið sérstaklega þegar partíið er farið að færa sig upp  undir rifbeinin :S, þá er alalvegana ekki eins gaman hjá mér og honum ;9. 
Við Davíð erum alveg föst í þætti sem heitir Forbrydelsen og er danskur mæli með honum ef þið hafið ekki séð hann ;D.
Annars hef ég so sem ekkert merkilegt að segja nema bara það að ég á 6 vinnudaga eftir í vinnunni og get bara hreinlega ekki beðið að komast í frí :D. Ég ætla að reyna ða vera dugleg að einbeita mér að lærdómnum þennann seinasta mánuð áður en ég fer í frí frá skólanum líka og svo er planið að reynað a fara 2-3 daga í viku á hundasnyrtistofuna til að afla mér meiri þjálfunar :D. 
En nóg í bili ég ætla að enda á því að setja inn linkinn frá annari æfingu íslands í Baku og dæmi hver fyrir sig http://www.youtube.com/watch?v=InfTRhDjOak
 

Friday, May 18, 2012

Afmælisdagur ársins :D

Jæja það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í þessari viku enda kom Benjamín til landsins á þriðjudaginn og það eru tvö stór afmæli í vikunni :D. 
Í gær afmælisdaginn sjálfann fórum við í morgunmat til tengdó, eftir það fórum við og náðum í pabba og mömmu og hittum svo Hlyn, Dísu og Adrían Breka og fórum í hádegismat á 19 sem var bara frábært :D. 
Eftir hádegismatinn og stutta heimsókn til pabba og mömmu fórum við heim og lögðum okkur enda alveg fáránlega þreytt áður en við fórum í matar holl 3 :S. Við hittum tengdó, Benjamín og Guðlaugu á Grillinu og helltum okkur í 7 rétta máltíð en hún var rosalega góð en það er ekki laust við að ég með minkandi magaplás átti erfitt með ákveðna rétti ;D. 
En ég var víst búin að lkofa myndum af nýju hárgreiðslunni og á sama tíma koma myndir frá gærdeginum.

 Flotta afmælisbarnið hefur aldrei litið betur út :D og pabbi töffari ;D
 Hún fékk flottann afmælis rétt ;D
 Adrían svaf alla veisluna af sér þar til komið var heim til afa og ömmu ;D
 Jæja þá eru það við hjónin og nýja hárgreiðslan :D
 Hlynsi bróssi en ég fær ekki myndina af Dísu til að vera beina (s.s ekki á hlið) :S heimska blogg :( Adrían Breki var lang flottastur í tilefni dagsins
 BROSA

 Moli fékk að vera smá með á afmælisdagsins
 og lúlla í sólbaði
 Þá er það Grillið og réttirnir þar

 Köld tómatsúpa ;D

Ég fékk ekki eftirétta myndina til að vera beina heldur þannig að hún fauk út :S en það vantar alveg myndir af tengdó, Benjamín og Guðlaugu einfaldlega vegna þess að það gleymdist eiginlega alveg að taka myndir :S:
En njótið :D.

Fjóla og Litli kall

Wednesday, May 16, 2012

Benjamín er kominn :D

Þá er Benjamín mágur mættur á svæðið og það vantaði sko ekki að hann kæmi færandi hendi :D. Ég held að eftir að hann var búin að pakka öllu dótinu fyrir okkur þá hafi hann rétt komið fyrir nærbuxum og sokkum, greyið ;D. 
Við erum alveg í skýjunum með allt dótið frá ammeríku og endalaust þakklát Benjamín fyrir að koma með þetta allt saman en hann kom með FULT af barnafötum sem ég var búin að pannta, jogger kerruna okkar sem er FREAKING AWESOME, smá matvöru sem er ekki til á okkar litla landi og baby monitor :D. 
Í dag fer ég svo í klippingu þar sem ég held að það sé að minstakosti ár síðan ég fór síðast og löngu kominn tími á að gera eitthvað skemmtilegt við þetta hár. Á morgun er svo stóri dagurinn en þá verður mamma mín og tengda pabbi minn bæði 50 ára en dagurinn er þétt setinn með ÁTI :S, morgunmatur hjá tengdó, hádegismatur með mömmu, pabba, Hlynsa, Dísu og Adrían á Grilmarkaðnum og svo kvöldmatur með tengdó á Grillinu um kvöldið. 
En nóg með það ég þarf að vera dugleg að læra þar sem það er svo brjálað að gera hjá mér þessa vikuna að ég nánst hef ekki tíma í lærdóminn ;D. 

Knúsar Fjóla og...... litli kall ;D 

Monday, May 14, 2012

29 vikur og 1 dagur :D

Jæja þá er maður kominn 29 vikur og 1 dag á leið og ekki nema 10 vikur og 6 dagar eftir :D. En nóg með blaðrirð hér er bumbu myndin.

Thursday, May 10, 2012

Ljósmóður heimsókn í gær

Jæja í dag er ég komin 28 vikur og 4 daga og á því 11 vikur og 3 daga eftir að minskta kosti (en þar sem bæði ég og Davíð mættum mánuði of seint í heiminn þá bíst ég við að ganga 42 vikur :S). 
Við fórum til ljósmóðurinnar okkar hennar Kristrúnar í gær og allt leit bara rosalega vel út en hún vill að ég fari í blóðprufu til að athuga með blóðmagnið í mér á föstudaginn en ég er búin að gruna soldið lengi að ég sé blóð lítil en við sjáum hvað gerist. 
Annars höfum við litla fjölskyldan það gott en stærstu hluti hennar (ég, Moli og bumbukallinn) erum að fara í bústað um helgina með Kristínu, Helgu og öllum vöffunum þeirra en það verður algjört stuð á okkur veit ég ;D. Sem mynnir mig á að ég þarf ða gera lista yfir hvað ég þarf að taka með mér en það má ekki gleyma neinu ;D. 
Annars er nóg að gera hjá okkur, en afmælisvika fjölskyldunnar er í næstu v iku en þá eiga bæði mamma mín og tengda pabbi afmæli, bæði 17 maí, og verða 50 ára :D. 
Helgarnar í maí verða því þétt settnar hjá okkur í alskonar undirbúningi og skemmtileg heitum en við þurfum að taka garðinn okkar í gegn og er planið að gera það síðustu helgina í maí. 
En nóg blaður. 

Kveðja Fjóla og Litli Prinsinn

Tuesday, May 08, 2012

Meira barna dót :D

Þá erum við búin að fá það nýjasta í safnið fyrir litla prinsinn en pabbi og mamma voru svo góð að gefa okkur ömmustól og rólu frá ammeríku ;D. Það er fólk sme við þekkjum sem er að fyltja búslóð til Íslands núna í maí og rólan og stóllinn fá far með þeim :D.  En hérna eru gripirnir ;D.
 

Ég gat ekki fyrir mitt litla líf ákveðið hvort við ættum að kaupa ömmustól eða rólu þannig að við plötuðum pabba og mömmu að kaupa bara bæði ;D
 
 
 
 En þar sem þetta er keyft í ammeríku er þetta á rosalega góðu verði og ég fengi -ruglega ekki góðann ömmustól á því verði sem þessi bæið kosta :S

Takk pabbi og mamma :D

Kv Fjóla og litli prinsinn


Monday, May 07, 2012

Hunda picknick í Sólheimakoti :D

 Við litla fjölskyldan fórum í smáhundagöngu og picknic um helgina :D
 Flottasti kallinn í heiminum :D

 Allir að gæða sé á einhverju og hundarnir að vonast til að fá eitthvað ;D
 Hlaupa til mömmu :D Nói flottasti :D 

 Funi og Ylfa á fullu :D

Ylfa, Nói og blotinn ;D

Sunday, May 06, 2012

Grilluð pízza :D

Við Davíð prófuðum að grilla pízur í fyrsta sinn í dag því mæli ég sko með. Ekki spurning um að þetta var besta pízza sem ég hef fengið ;D.
Hundaganga í Sólheimakoti

Við Helga og Ólöf fórum saman á fimtudaginn í frábæra veðrinu í göngu en ég fékk að taka með mér tvo laumugesti þá Coco og Skugga ;D.

 Moli og Skuggi í eltinga leik og Emma að koma til að vera með :D

 Coco að heilsa upp á Töru

 Moli , Skuggi og Emma

 Fallegasti mömmu sinnar með frekju skarðið sitt ;D

 Svo kósí að vera í sólinni

 Sæti

 Coco lét ekkert á sig fá þrátt fyrir aukakílóin ;D

 Skuggi og Emma urðu strax góðir vinir :D

 TARA Wonder Dog :D

 Þessi var svo sæt af nýju vinunum Emmu og Skugga 

 og svo leika meira :D

 Gaman :D 

 Chihuahua partí ;D

 Coco að heilsa upp á Emmu sín


En af Skugga í lokinn sem naut sín svona líka í botn en ég þarf endilega að taka þá með mér aftur næst þegar það verður gott veður og smáhundaganga :D.

Kveðja frá okkur í Mosfellsbænum

Fjóla, Davíð, Moli og litill kall í bumbu ;D