Jæja þá er það nýjasta dótið komið í hús en Davíð var að fá afhent í dag ömmu stólinn okkar sem pabbi og mamma gáfu okkur :D. Það var nú ekkert lítið vesen að koma honum til landsins en hann komst þó og þökkum við veróniku og Jessup hjónunum kærlega fyrir alla hjálpina en við erum þeim endalaust þakklát :D.
Þá er það hitt nýjasta dótið okkar... kerran :D. Ég var svo spennt að sjá gripinn og setja hann saman þegar Benjamín okkar yndislegi kom með hana færandi hendi (hann er náttúrulega bara bestur). En nóg um það hérna koma myndir af öllum herlegheitunum :D.
Flotta fínasta skokk kerran okkar :D en hún er alveg eðal og við erum í skýjunum með hana :D
Þarna sjáið þið svo hvernig barnasætið festist í kerruna þegar litli stráksi er enþá of lítill til að sitja í henni ;D
og svo ömmu stóllin ógó kósý og fínn. Þetta á víst að vera eitthvað kanínu þema á stólnum en mér finnst þetta miklu meira eins og voffa þema ;D
Við sendum kveðju á ykkur öll og biðjum Guð að vera með ykkur
Fjóla, Davíð, Moli og bumbukall
No comments:
Post a Comment