Það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur Davíð í dag :D. Grindverkið okkar átti erfiðan vetur (allavegana ein hliðin á því) og því var nausynlegt að laga það þar sem ein hliðin var farin að halla all verulega inn í garðinn :S. Við fengum pabba, mömmu, afa og tengdapabba til að koma og hjálpa okkur í dag. Þegar byrjað var að grafa áttuðum við okkur á því að þessi hlið hefði verið löguð áður og að undir viðgerðinni var risa stór steipu klimpur sem hafðiverið settur þarna þegar þetta var fyrst sett upp en hann hafði gerið sig einhverntíman og svo var það lagað og það gaf sig og núna erum við að laga þetta og vonum að það sé endanlegt lag ;D.
En það er s.s búið að koma fyrir gridverkinu aftur og verið að bíða eftir því að steipan harni sem tekur svona 2-3 daga. En ekki er öll sagan búin þarna því við Davíð kláruðum líka að bera á all gridverkið innan frá í dag og er það eins og nýtt núna :D. Planið er að klára að bera á á morgun að utan en þá erum við mjög góð myndi ég segja ;D.
veðrið lék við okkur í dag sem betur fer á meðan við vorum að vinna í þessu og moli naut þess að liggja í sólinni á sólbekknum okkar horfa á alla vinna. Við buðum öllum sem komu upp á pulsur í hádeginu enda tilvalið grill veður :D.
En nóg með það. Núna erum við Davíð komin 31 viku á leið sem þýðir að við eigum bara ca 9 vikur eftir :S. Það er spennandi en á sama tíma eitthvað svo fjarstætt og undarlegt eitthvað. Litli kallinn er samt duglegu að láta vita af sér í mallanum enda er plássið að minka hjá honum og hann væntanlega ða njóta þess að hafa enþá eitthvað pláss til að snúa sér í ;D.
Eurovision í gær var á köflum ansi vandræðalegt :S... vægastsagt. Fengum ekki fyrstu stiginn fyrr en 19 lönd voru búin að gefa stig af 42 en sem betur fer komu fyrstu stiginn ekki frá Noregi, Danmörku eða Svíþjóð það hefði verið alveg hræðilega vandræðalegt :S. Annars skil ég ekki afhverju ég er hissa á þessari sætaskipan sérstaklega þar sem ég sagði alltaf frá upp hafi að það var nákvæmlega ekkert lag sem var í boði til að fara út sem var gott. Fyrst hélt ég að við ættum ekki séns inn í keppnina, svo heyrði ég hin lauginn og þá áttaði ég mig á því að jú líklegast kæmumst við inn í keppnina en ég skil ekki svona veðbakna sem eru alltaf að spá okkur góðs gengis, þetta er öruggelga bara einhver tíser til að stríða okkar litlu vongóðu þjóð ;D.
En ég bið ykkur bara að hafa það gott og guðveri með ykkur.
Knúsar Fjóla, Davíð, Moli og litli kall
p.s. takk öll sme hjálpuðu okkur í dag erum svo rosalega þakklát fyrir allt saman :D. Einig langaði mig að biðja ykkur um að hafa langafa hans Davíðs í bænum ykkar.
No comments:
Post a Comment