Monday, May 21, 2012

Eurovision :D

Ég er svo spennt yfir Eurovision sem er nú ekkert nýtt. Strax á morgun byrjar gleðin og ég bara get ekki beðið :D. Ég hef verið að skoða æfingarnar hjá íslandi og ég verð að viðurkenna að ég er stressuð :S. Mér finnst Jónsi enganvegin vera að ná að halda lagi í byrjun lags og byrjunin bara í heild sinni er ekki góð :S. Ég er að vonast til þess að ástæðan fyrir því að þetta hljómi svona illa sé vegna þess að þetta er nú ekki tekið upp með bestu hljómgæðunum en ég efa samt að hann verði falsku við það :S. 
Annars höfum við það gott hérna í Mosfelsbænum, afburðarík vika að enda komin og ný byrjuð þannig að það er bara gaman. Í kvöld förum við á Fabrikuna þar sem Guðlaug á afmæli en hún er orðin 18 ára stelpan :D. Maður man nú eftir henni 7 ára gimp þegar við Davíð vorum fyrst að kynnast ;D. 
Bumban mín stækkar óðfluga og ég er farin að reyna hvað ég get að koma í veg fyrir slit þrátt fyrir að vera ekkert of vongóð þá vona ég allavegana að það hjálpi til við að minka þau. Litli kall lætur eins og það sé endalaust partý í bumbunni á mér sem getur stundum verið einum of mikið sérstaklega þegar partíið er farið að færa sig upp  undir rifbeinin :S, þá er alalvegana ekki eins gaman hjá mér og honum ;9. 
Við Davíð erum alveg föst í þætti sem heitir Forbrydelsen og er danskur mæli með honum ef þið hafið ekki séð hann ;D.
Annars hef ég so sem ekkert merkilegt að segja nema bara það að ég á 6 vinnudaga eftir í vinnunni og get bara hreinlega ekki beðið að komast í frí :D. Ég ætla að reyna ða vera dugleg að einbeita mér að lærdómnum þennann seinasta mánuð áður en ég fer í frí frá skólanum líka og svo er planið að reynað a fara 2-3 daga í viku á hundasnyrtistofuna til að afla mér meiri þjálfunar :D. 
En nóg í bili ég ætla að enda á því að setja inn linkinn frá annari æfingu íslands í Baku og dæmi hver fyrir sig http://www.youtube.com/watch?v=InfTRhDjOak
 

1 comment:

Anonymous said...

O ég vona nú að þau komist áfram ;)
Kristín