Jæja í dag er ég komin 28 vikur og 4 daga og á því 11 vikur og 3 daga eftir að minskta kosti (en þar sem bæði ég og Davíð mættum mánuði of seint í heiminn þá bíst ég við að ganga 42 vikur :S).
Við fórum til ljósmóðurinnar okkar hennar Kristrúnar í gær og allt leit bara rosalega vel út en hún vill að ég fari í blóðprufu til að athuga með blóðmagnið í mér á föstudaginn en ég er búin að gruna soldið lengi að ég sé blóð lítil en við sjáum hvað gerist.
Annars höfum við litla fjölskyldan það gott en stærstu hluti hennar (ég, Moli og bumbukallinn) erum að fara í bústað um helgina með Kristínu, Helgu og öllum vöffunum þeirra en það verður algjört stuð á okkur veit ég ;D. Sem mynnir mig á að ég þarf ða gera lista yfir hvað ég þarf að taka með mér en það má ekki gleyma neinu ;D.
Annars er nóg að gera hjá okkur, en afmælisvika fjölskyldunnar er í næstu v iku en þá eiga bæði mamma mín og tengda pabbi afmæli, bæði 17 maí, og verða 50 ára :D.
Helgarnar í maí verða því þétt settnar hjá okkur í alskonar undirbúningi og skemmtileg heitum en við þurfum að taka garðinn okkar í gegn og er planið að gera það síðustu helgina í maí.
En nóg blaður.
Kveðja Fjóla og Litli Prinsinn
1 comment:
Takk fyrir góða bústaðar ferð Fjóla :)
Knús Kristín
Post a Comment