Monday, July 21, 2008

Washingtonm ferð og aðrar myndir

Jæja þá erum við komin aftur til yndislega Flórída eftir fína ferð til Washington. Það var mikið sem við gerðum hittum góða vini og skoðuðum mikið. Ég ætla ekki mikið að tjá mig í orðum en reyni að setja inn fult af myndum.

Við lögð afstað til Washington. Þarna er Davíð búin að vera að keyra megnið af nóttinni og var alveg búin

Ég keyrði líka og var mjög þreytt

Við stoppuðum í North Carolina og fengum okkur IHOP í morgunmat

Þarna erum við komin í íbúðina þeyrra Styrmis og Fríðu og þetta er fuglin þeyrra

Fyrsti dagurinn í Washington var alveg rosalega heitt

Þarna erum við á einu af mjög mörgum Smithsonium musiums

Ég og Orangúti

Davíð og beinagrind af Malmúd

Flottir og findnir steinar

Annar dagur í Washington

Þarna eru löggukallarnir að passa að fólkið hafi sér eins og fólk fyrir aftan Hvítahúsið

Ég hjá Hvítahúsinu

Ég með Lincoln Monumentið í bakgrunn


Minnisvarði um hermennina sem hafa barist fyrir Bandaríkin

Davíð og Lincoln

Minnisvarðin úr Flags of our Fathers en eins og þið getið kanski séð þá stend ég þarna við til að reyna að sýna ykkur hvað þetta er rosalega stór stitta

Þarna eru svo Noa og Ruthe börn Clint og Jennifer algjörar dúllur en við gistum eina nótt hjá þeim áður en við fórum heim og kíktum í kirkjuna þeirra

Þarna eru svo Colby, Annie, Holly og Darcy en við fórum með þeim út að borða eitt kvöldið í Washington

Davíð og Darcy, tekur sig bara vel út með hana er það ekki ;)

Við fórum í Universal með Morten áður en við skelltum okkur til Washington og var það algjört fjör

Morten og Jaws

Morten og einhver fígúra sem ég veit ekkert hver er

Davíð og Morten fyrir framan Kwik-E-Mart úr Simson

Þarna erum við tilbúin að fara og sjá The Turminator show 3-D

og ég líka

......og Morten

Við enduðum svo daginn á Hard Rock café og fengum okkur rosagóðan kvöldverð og ég rosalega flottan drykk eins og svo oft áður

Svo er það bara ströndin með Norsurunum og út að borða í kvöld. En hafið það gott, Love you.

Kveðja Fjóla.

p.s. Moli ég sakna þín svo mikið

Saturday, July 19, 2008

The Dark Knight


VÁ VÁ VÁ!!!!!!!!!!
Þvílík snild allir verða að sjá þessa mynd og já Heath á svo sannarlega skilið að vera tilnefndur fyrir Óskarinn og vinna. Kem með fleyrri fréttir þegar við komum aftur til Flórída en erum í Wasingthon núna.

Guð blessi ykkur öll

Thursday, July 10, 2008

Komin heim ;)


Við erum komin í sólina og sumarið á Flórída. Flugið var langt og leiðinlegt en við vorum í nýu vélinni þar sem hver og einn farþegi er með sinn eigin skjá fyrir framan sig og getur valið hvað hann horfir á en þú þarft að kaupa aðgang að bíómyndunum sem mér finnst rosalega lélegt og kostar það hvorki meira né minna en $10!!! Eins og margir vissu vorum við soldið stressuð að koma inn í Bandar+íkin í þetta skiptið þar sem Davíð fékk erfiðar spurningar þegar hann kom að heimsækja mig í maí. Við báðum fyrir þessu ásamt fleyrum og viti menn þar sem Guð er ekki bara góður heldur BESTUR þá vorum við ekki spurðar neinna erfiðra spurning heldur bara "Welcom home" sem var akkúrat það sem við þurftum að heyra.
Við vorum svo vakin í morgun af pabba og mömmu sem er nú allt í gúddí, tókum upp úr öllum töskunum, skokkuðum 2 hringi og skelltum okkur svo á IHPO og fengum okkur morgunmat, ég ommilettu, ristað brauð og hasbrowns og Davíð egg, bacon og all American panncakes :D. Við höfum tekið því frekar rólega og munum gera það í dag, fórum nú samt og versluðum inn og keyftum okkur smoothys í hádeginu loksins loksins mmmm..... Núna sitjum við hérna inni og hlustum á Casting Crowns sem Helga vinkona lét okkur fá, mjög hugljúf og holl tónlist fyrir sálina að hlusta á.
Í kvöld er svo planið að fara bara á Sonny´s BBQ og verður það nú aldeilis fínt. Spurningin er núna hvort ég fari út í sólina í svona 1-1 1/2 klukkutíma eða slappi bara af meðan Davíð lærir fyrir bílprófið sem hann fer í í fyrramálið? Ég ætla að reyna ða vera dugleg að setja inn myndir fyrir ykkur svo þið getið fylgst með okkur alveg svo að ykkur líði ekki eins og þið séuð útundan ;9.
Guð blessi ykkur og gangi ykkur rosalega vel heima á Íslandi.

Kv Fjóla og Davíð
Moli minn daginn sem við fórum út í sólbaði hjá afa og ömmu alveg að kafna úr hita. En þessi mynd finnst mér sértaklega falleg þar sem það er alveg eins og hann sé að borsa og segja
"É ekka si"

Tuesday, July 08, 2008

Flórída á morgun

Þá er komið að því aftur við leggjum í hann til Flórída á morgun. Dagurinn fer í það að pakka, út í góða göng með Mola sinn, kaffi hjá tengdó með Gizuri afa og hans fjölskyldu svo hef ég vonandi tíma til að fara í bíó með Helgu vinkonu á The Happening sem er nýja myndin hans M. Night Shyamalan sem er einn af uppáhalds leikstjórunum mínum.
Hérna eru allir frekar syfnir, Moli hefur ekki einusinni farið út að pissa og er ekkert að gera sig líklegan að fara neitt út strax. Mamma og pabbi eru í bústað og koma ekki fyrr en seint á morgun þannig að Moli verður hjá afa og ömmu þangað til þau koma heim. Pabbi og mamma verða með Mola í pössun til 22 eða 23. júlí svo fer hann til Kristínar vinkonu þagað til við komum heim.
Ég er farin að átta mig meira og meira á því hvað ég er farin að hlakka til en á sama tíma hrædd við að flytja út. Það er svo erfitt að fara frá vinum og fjölskyldu sérstaklega góðum vinum sem ekki er hækt að nálgast á Íslandi þegar við kíkjum heim í heimsókn. Sem betur fer eru ekki allir góðu vinir mínir að flytja frá landinu ísa því það væri náttúrulega bara evil.
Jæja ætla að fara að gera einhvað að viti vonast til að þið eigið góðan og frábæran dag.
Kær kveðja Fjóla

Monday, July 07, 2008

Trölli Angantýr kominn á sölu


Þá er litli engillinn okkar kominn á sölu. Við tókum hann gjörsamlega í gegn í dag bæði að innan og utan og er hann flottari enn þegar við keyftum hann svei mér þá. Moli mátti valla koma með út á bílasölu vegna hræðslu um að hann mundi hrissta sig og hár færu út um allt.
Við vonumst til að hann nái bara að seljast svo við getum ávaxtað peningana öðruvísi eða keyft dollara eða einhvað svoleiðis.
En nóg í bili ætla að skella mér í smá göngu með Helgu vinkonu´.

Sumarkveðja frá Fjólu og Mola

Sunday, July 06, 2008

Flórída Here we come agen!!!!!!

Jæja þá er aftur komið að því að fara "heim" til Flórída. Ég er eiginlega alveg hissa en ég er spennt þrétt fyrir að það sé bara mánuður síðan ég var það síðast. Ég lít samt á það sem góðan hlut og vona bara að ferðin veri frábær.
Ég talaði við Morten vin minn frá Noregi á msn í gær en við erum einmitt að fara að hitta hann og fjölskylduna hans úti núna. Hann kemur deginum á eftir okkur og er í tvær vikur en foreldrar hans verða lngur sem er ágætt vegna þess að þá ná pabbi og mamma að hitta þau.
Ég er búin að sækja um á tveimur hundasnyrtistofu en hef ekki fengið nein svör og er ég farin að vera smá svartsýn að fá ekki vinnu við hundasnyrtingu hérna heima. Ég verð bara að vera dugleg að biðja fyrir að allt fari vel þar.
Við Davíð ætlum að taka bílin okkar í gegn í fyrramálið og setja hann á sölu hvorki meira né minna. Við erum ekkert að reikna með því að selja hann meðan við erum úti vonum það besta. Við höfum nógan tíma og það væri ekkert endirin á heiminum ef það text ekki.
Ég fór með Kristínu vinkonu og Smára alla leið upp í Keflavík vegna þess að þar átti að vera Chihuahua ganga en nei nei þegar við komum þangað var engan að sjá þar sem hún hafði verið færð yfir á annað kvöld í Elleðaárdalinn :S. Við ákváðum nú samt að taka smá göngu og var það bara fínt að leifa hundunum aðeins að hlaupa.
Tengdapabbi var tekin inn formlega sem öldungur í Fíladelfíu og buðu tengdó okkur í tilefni þess í nýja háhýsið hjá Smáralindinni á 19 hæði í bruns sem var alveg frábært. Okkur var svo boðið í mat til afa og ömmu á eftir hæðinni þar sem öll familían kom og var það alveg hreitt ágætt.
En ég verð með gott uppdayed þegar ég er úti vonandi og leifi ykkur að njóta mynda og frásagna.
Guð blessi ykkur og veri með ykkur alla ykkar daga.

Kveðja Fjóla og Moli

Saturday, July 05, 2008

Hringferð myndir 2008

Jæja við keyrðum í gegnum allt austurland nánast en stoppuðum þó á Jökulsárlóni sem mig hefur alltaf langað til að sjá og ég varð sko ekki fyrir vonbryggðum enda gul fallegt veður

Moli var náttúrilega akveg gullfallegur þarna innanum alla fegurðina

Ég og lónið

Davíð og Moli sinn

Fögur er fjalla dýrðin

Þana erum við að taka niður tjaldið á fyrsta tjaldstaðnum okkar

Við vorum dugleg að spila Rommý sem er vægastsagt ekki uppáhalds spilið hennar Helgu minnar eins og við Kristín komumst að í sumarbústaða ferð í sumar ;)

Moli að kúra

Við löbbuðum að Hengifossi þegar við gistum í Atlavík í Hallormstaðarskógi mjög fallegur

Davíð og Moli hjá Hengifossi


Kannisti við þetta sögusvið.....? Smá hint "The Lion Kong"

Davíð að leika sér

Ég og Moli fórum þá bara að vega salt

Ég og Moli hjá Kárahnjúkavirkjun. Veðrið var ekki það allra besta en við fengum svona smjörþefin af því hvernig þetta er

Fórm á leiðinni á Húsavík og skoðuðum Kröflusvæðið

Moli og Davíð í rokinu

Moli rennandi blautur eftir göngutúr


Við tjölduðum í brjálöðu veðri á Húsavík en svona var veðrið morgunin eftir og fórum við í bakaríið þar og var það bara mjög fínt

Þarna erum við í fjörunni á Húsavík. Moli elskaði að hlaupa og leika sér þar

...eins og þið sjáið ;)


Okkur Davíð fanst líka mjög gaman

Þetta er hauskúpu bein úr einhverri hvalategund og er staðsett fyrir utan hvala safnið á Húsavík
Svona lágum við þegar við vorum þreitt og Moli hjá okkur

oo svona situr maður þegar maður þarf athyggli hjá pabba sínum bara á blaðið sem hann er að lesa

Davíð í góða skaðinu að rölta um Húsavík

Við í góða veðrinu

Fórum í smá lobapeysu auglýsingar stuð og fengum nokkrar góðar

og ég líka

Þessa kýs ég að kalla friður og ró

á leiðinni til Akureyrar fórum við og sáum Dettifoss

Var svo fallegur regnbogi sem kom upp fyrir neðan fossinn


Moli og Davíð

Dettifoss er rosalega flottur foss og ekkert smá vasmikill

Moli og íslenskt rok

Moli elskaði að hitta kindurnar og voru þær mjög forvitnar um þær

Við sátum tundum úti í bíl og hustuðum á fréttinar og þá lá Moli á öxlunum á pabba sínum

Þarna náðist mjög salgjaft myndefni Moli að borða varð bara að deyla þessu með ykkur

Þarna erum við í Dimmuborgum og var það alveg frábært og líka í frábæru veðri

Ég og Moli
Þarna erum við hjá Goðafossi sem ég kýs að kalla mini Neagrafals

Við Moli í skrúðgarði á Akureyri

Þessa mynd kalla ég "Fjóla face to face"

Þarna er ég að horfa á dvd og Moli steinsofandi alveg rosalega sáttur eftir góða ferð á leiðinni heim.

Við ákváðum að stytta ferðina okkar um nokkrar nætur þar sem við vorum þreytt og vildum ná að vera smá í bænum áður en við færum út til Flórída. Við heimsógtum reðursafnið á Húsavík sem Sigurður Hjartarson gamli kennarinn okkar úr MH stofnaði og var það algjör snild. Þeir hafa þar tippi af fíl og hamstri og allt þar á milli.

Ég hef það ekki lengra að sinni en kem með frekari fréttir seinna.