Sunday, July 06, 2008

Flórída Here we come agen!!!!!!

Jæja þá er aftur komið að því að fara "heim" til Flórída. Ég er eiginlega alveg hissa en ég er spennt þrétt fyrir að það sé bara mánuður síðan ég var það síðast. Ég lít samt á það sem góðan hlut og vona bara að ferðin veri frábær.
Ég talaði við Morten vin minn frá Noregi á msn í gær en við erum einmitt að fara að hitta hann og fjölskylduna hans úti núna. Hann kemur deginum á eftir okkur og er í tvær vikur en foreldrar hans verða lngur sem er ágætt vegna þess að þá ná pabbi og mamma að hitta þau.
Ég er búin að sækja um á tveimur hundasnyrtistofu en hef ekki fengið nein svör og er ég farin að vera smá svartsýn að fá ekki vinnu við hundasnyrtingu hérna heima. Ég verð bara að vera dugleg að biðja fyrir að allt fari vel þar.
Við Davíð ætlum að taka bílin okkar í gegn í fyrramálið og setja hann á sölu hvorki meira né minna. Við erum ekkert að reikna með því að selja hann meðan við erum úti vonum það besta. Við höfum nógan tíma og það væri ekkert endirin á heiminum ef það text ekki.
Ég fór með Kristínu vinkonu og Smára alla leið upp í Keflavík vegna þess að þar átti að vera Chihuahua ganga en nei nei þegar við komum þangað var engan að sjá þar sem hún hafði verið færð yfir á annað kvöld í Elleðaárdalinn :S. Við ákváðum nú samt að taka smá göngu og var það bara fínt að leifa hundunum aðeins að hlaupa.
Tengdapabbi var tekin inn formlega sem öldungur í Fíladelfíu og buðu tengdó okkur í tilefni þess í nýja háhýsið hjá Smáralindinni á 19 hæði í bruns sem var alveg frábært. Okkur var svo boðið í mat til afa og ömmu á eftir hæðinni þar sem öll familían kom og var það alveg hreitt ágætt.
En ég verð með gott uppdayed þegar ég er úti vonandi og leifi ykkur að njóta mynda og frásagna.
Guð blessi ykkur og veri með ykkur alla ykkar daga.

Kveðja Fjóla og Moli

1 comment:

Helga said...

Það er ekki rykkorn af efa í mínum huga að þú færð þá vinnu sem þú átt að fá, Fjóla mín. Með þessi meðmæli sem þú hefur sem hundasnyrtir verður slegist um þig. :) Ég tími reyndar engan veginn að missa þig til Flórída aftur :( En ég vona að þetta verði frábær ferð og ykkur Davíð verði vel úr verki það sem þarf að gera og fáið þá hvíld sem þið þurfið.
Knús, Helga