Sunday, November 17, 2013

Komið langt in í nóvember...

....og jólin handan við hornið :S. Það er búið að vera allt á haus hjá okkur í nóvember og Davíð er að fara á miðvikudaginn í sína þriðju utanlands ferð í mánuðinum :S. Það vantar ekki að það sé að nálgast smá jólastress þegar ég átta mig á því hvað það er raun og veru stutt til jóla og markt sem á eftir að gera og undirbúa :S. En um helgina náðum við samt góðum árangri þar sem við sáum ekki fram á að geta skreytt neitt á nstunni nema að við drifum í því núna þá ákváðum við að gera það. Það er s.s búið að setja jólaskraut í glugga, jólaseríur í glugga og jólaþorpið er komið upp :D.
En veðrið hefur verið svo fallegt um helgina og Salómon Blær er alveg heillaður af þessum hvíta snjó að það er erfitt að halda honum innanndyra ;D. Ég tók nokkrar myndr af prinsinum um helgina. 

 Minn fékk að borða smá jógúrt sjálfur um daginn ;D ákvað að leifa ykkur að sjá árangurinn

Knúsar og munið að það eru bara 37 dagar til jóla :D