Monday, October 29, 2012

3 mánaða

Í dag á Salómon Blær 3 mánaða afmæli. Flestir segja hvað tíminn líði hratt en ég verð að viðurkenna að mér finnst eiginlega hálf ótrúlegt að hann sé ekki eldri því mér finnst eins og hann hafi verið með okkur í mun lengri tíma :D. En á sama tíma finnst mér eins og hann hafi komið í gær. Við erum svo stolt af litla kallinum og hlökkum alveg stjarnfræðilega mikið til að fara í ungbarnasundið með honum sem ætti vonandi að vera á laugardaginn næsta :D.

Knúsar á ykkur og Guð veri með ykkur öllum

Sunday, October 28, 2012

Sætustu og flottustu bræður í heimi :D

Ég á fæottustu strákana í heiminum en ég smellti af nokkrum myndum af bræðrunum í flottu fínu lopapeysunum sínum frá Báru sætu :D.

 Fyrst ein af Salómon Blæ með nýja flotta slef smekkinn sinn en það er sko miklu meira en löngu komin þörf á að fjáfesta í nokkrum svoleiðis ;D

 Þarna eru svo bræðurnir svo sætir og fínir í peysunum sínum :D í stíl ;D

Knúsar og Guð veri með ykkur

Fjóla og co

Friday, October 26, 2012

Salómon Blær og peysan frá Svanhvíti frænku :D

Þá er litli kallinn okkar orðin nógu strór til að passa í flottu fínu peysuna frá Svanhvíti frænku og að sjálfs-gðu varð að taka mynd af kappanum í henni :D. Ég læt aðrar myndir fylgja með ;D.

 Ógeðslega flottur strákurinn :D

 Þessi verður notuð óspart núna á næstu vikum og mánuðum :D

 Salómon Blær að prófa stólin frá saumaklúbbs vinkonunum mínum þeim Eddu, Sólveigu, Steinunni, Ingibjörgu og Jenný :D

Þessi varð að fylgja með að auglósum ástæðum ;9. 

Knúsar Fjóla

Wednesday, October 24, 2012

Ungbarnasund here we come :D

Loksins er komið að því, við Salómon Blær og davíð byrjum í ungbarnasundi í byrjun nóvember :D. 
Ég hafði samband við Snorra til að athuga hvernig staðan var og hann spurði hvort við ættum ekki bara að stefna á að byrja í nóvember :D. Nú þarf ég bara að fara að æfa sundtökin svo að Salómon Blær slái mér ekki við enda er hann að byrja LANGT á undan mömmu sinni að synda ;D.

Kveðja Fjóla

Friday, October 19, 2012

Bað ferð, viðkvæmir EKKI LESA ;D!!!!!

Salómon Blær fór í bað í gær eins og hann er vanur að gera á hverju kvöldi en þessi bað ferð var örlítið öðruvísi en hinar ;D. En fyrir þá sem flygjast vel með þá vita þeir að kúkableyjurnar hjá Salómon eru ekki margar (ca 1 á 7-8 daga fresti) sem þýðir að okkur er alltaf rosalega létt þegar litli snúðurinn loksins nær að kúka. En í gær ákvað minn maður að láta vaða í bað vatnið með þessari líka fínu gulu slöngu ;D. Salómon finnst greinilega mjög notarlegt að gera nr 2 í heit baðið ;D. Njótið.

 Gula slangan ógurlega ;D

 Já það er staðfest.... við Davíð eigum þetta barn pottþétt ;9

 Salómon Blær er loksins orðinn nógu stór til að fara í gulu flíspeysuna sína :D

Sæti kall

Knúsar Fjóla og co

Monday, October 15, 2012

MH Svalbarða árshátíð

Á laugardaginn fórum við Davíð á MH árshátíð þar sem þemað var að koma sem einhver karagter úr bíómynd eða þáttaröð. Davíð var ekki lengi að finna sinn karagter en ég fann ekki út hver ég ætti að vera fyrr en á laugardags morguninn en ég var mjög ánægð með útkomuna. Þá er spurningin hver erum við ;D?

 Það er ekkert creepy við þessa mynd ;D

 Og hver er ég?

 Great minds think alike bæði á sama staðnum varðandi karegter val ;D 

Við gerðum svona mót af fótunum á strákunum okkar ;D

Kveðja og Guð veriu með ykkur

Thursday, October 11, 2012

Stúdíói myndataka

Við fjölskyldan fórum í strúdíó myndatöku fyrir jólin hjá litmynd í boði pabba og mömmu og vorum við virkilega ánægð með útkomuna :D. Annars eru nýjustu fráttir þær að Salómon Blær Davíðsson er kominn
i þjóðskránna :D. En hér koma nokkar af þeim myndum sem teknar voru :D.

 Við náðum nokkrum trubbluðum myndum af bræðrunum saman sem var algjört æði og á virkilega eftir að vera kærkomið þegar strákarnir eldast ;D. 

 Sætu strákarnir mínir Moli og Salómon Blær

 Mönskin ;9

 Beauty shot ;D

 Fallegi minn

 Rassálfur í bala

 Krúttmundur Fjólu og Davíðsson

 Svo voru nokkrar teknar af allri fjölskyldunni sem ég var virkilega ánægð með líka :D

Ein að loklum af sætasta mannalega kallinum mínum :D

Monday, October 08, 2012

Vatnaskógur og magapína

Elsku Salómon Blær er búinn að vera með vindverki og ekki náð að sofa eins vel og hann gerir vanalega en ég kenni sjálfri mér um þar sem ég slepti mér aðeins í mataræðiu á laugnardaginn :S. Annars var helgin góð, Salómon Blær fór í fyrsta sinn upp í Vatnarskóg að hlusta á pabba sinn flytja fyrirlestur um hvað er Kristinn lífstíll og fanst okkur hann standa sig rosalega vel enda svo skemmtilegur kall hann Davíð pabbi ;D. 
Eins og er erum við að bíða eftir hjúkrunarfræðingnum okkar til að koma og vigta og skoða Salómon Blæ. EN ég náði soldið skelltilegum myndum af feðgunum og af litla prinsinum sem ég ætla að deila með ykkur ;D. 

 Ok hversu cool geta tveir feðgar verið ;D

 Salómon Blæ... já og pabba hans finst skrautið alveg rosalega flott frá Kristínu ;D

 Salómon Blær að horfa á þesa merkilegu dinglandi hluti ;D

 Krúttið vel einbeittur ;D


Knúsar og Guð veri með ykkur :D

Thursday, October 04, 2012

Duglegi strákurinn minn

Litli stráklurinn minn er að fíla það í tætlur að lúlla í vagninum sínum á daginn. Veðrið er líka búið að vera alveg ágætt síðastliðna daga og er alveg frábært í dag enda er ég búin að fara í labbitúr með strákana mína :D. Við Davíð erum búin að gera vikuplan fyrir hvað þarf að gera í hverri viku og á hverjum degi en ég hef verið að standa mig mjög vel þar þótt ég segi sjálf frá. Við gerðum líka annan lista með atriðum sem þarf að gera í nánustu framtíð og er ég búin að rúlla upp heilum helling af honum (Davíð þarf aðeins að fara að spíta í lófana til að ná mér ;9). 
En ég smellti af einni mynd af kallinum að lúlla í vagninum sónum.Knúsar frá okkur

Wednesday, October 03, 2012

Loksins loksins...

... kom nr. 2 hjá litla manni. Hann var s.s á áttunda degi elsku kallinn. Þrátt fyrir það hefur hann verið lítið pirraður og með litla verki þessi elska sem ég vona að sé bara merki um það að hann sé að venjast sínum eiginn líkama, allavegana kom þessi kúkur frekar auðveldlega út :D. 
Ég er  (að ég held) búin að finna lúllutíman hans Salómons Blæs en honum finnst rosalega gott að lúlla í vagninum eftir að við höfum farið í labbitúr með Mola í kringum 11 og lúllar stundum til 15 (fer eftir því hvenar við förum í labbitúrinn). Núna sefur þessi elska í vagninum sínum úti vel dúðaður þar sem það er soldið kalt. Við fórum labbandi í morgun á mömmu morgna sem var bara ágætis tilbreyting þrátt fyrir það að ég er ekki alveg að klikka finnst mér með hinum mömmunum, kanski þarf ég bara að gefa þessu tíma. 
Annars er Salómon Blær alltaf að lengja nætur svefninn sinn þessi elska en í nótt svaf hann í 7 tíma og 20 mínútur og svo í ca 4 eftir það þannig að ég var að vakna um 8. Ég ætla að stefna á að venja hann af nætur gjöf í kringum 3 mánaða aldurinn og ef þetta heldur svona vel áfram þá sýnist mér að það ætti að geta gengið :D. 
En annars fengum við Báru og Ásgeir til okkar í mat í gær sem var alveg frábært enda langt síðan við sáum þau síðast. Við elduðum rif og vængi og fengum svo ís í desert í boði Básgeirs. 
En í kvöld ætla tengdó að koma í mat og klára afganga auk þess ætla ég að elda lax úr Heilsuréttir fjölskyldunar bókinni minni ;D. 

Knúsar frá okkur 

Fjóla og co