... kom nr. 2 hjá litla manni. Hann var s.s á áttunda degi elsku kallinn. Þrátt fyrir það hefur hann verið lítið pirraður og með litla verki þessi elska sem ég vona að sé bara merki um það að hann sé að venjast sínum eiginn líkama, allavegana kom þessi kúkur frekar auðveldlega út :D.
Ég er (að ég held) búin að finna lúllutíman hans Salómons Blæs en honum finnst rosalega gott að lúlla í vagninum eftir að við höfum farið í labbitúr með Mola í kringum 11 og lúllar stundum til 15 (fer eftir því hvenar við förum í labbitúrinn). Núna sefur þessi elska í vagninum sínum úti vel dúðaður þar sem það er soldið kalt. Við fórum labbandi í morgun á mömmu morgna sem var bara ágætis tilbreyting þrátt fyrir það að ég er ekki alveg að klikka finnst mér með hinum mömmunum, kanski þarf ég bara að gefa þessu tíma.
Annars er Salómon Blær alltaf að lengja nætur svefninn sinn þessi elska en í nótt svaf hann í 7 tíma og 20 mínútur og svo í ca 4 eftir það þannig að ég var að vakna um 8. Ég ætla að stefna á að venja hann af nætur gjöf í kringum 3 mánaða aldurinn og ef þetta heldur svona vel áfram þá sýnist mér að það ætti að geta gengið :D.
En annars fengum við Báru og Ásgeir til okkar í mat í gær sem var alveg frábært enda langt síðan við sáum þau síðast. Við elduðum rif og vængi og fengum svo ís í desert í boði Básgeirs.
En í kvöld ætla tengdó að koma í mat og klára afganga auk þess ætla ég að elda lax úr Heilsuréttir fjölskyldunar bókinni minni ;D.
Knúsar frá okkur
Fjóla og co
No comments:
Post a Comment