Tuesday, December 30, 2008

Davíð 24. ára og Kveðjupartýið okkar!!!!

Jæja þá er hann Davíð minn bara búinn að ná mér í aldri og er orðin 24. ára gamall kallinn.
Ég er á fullu að gera sjálfa mig og Mola til fyrir daginn í dag en kveðjupartýið okkar lang þráða er í dag eða kl 15. fyrir ættingja og svo kl 19 fyrir vini og kunningja. Allir eru velkomnir.
Veislan verður í kaffisal Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu og það er gengið inn að neðan verðu. Við bjóðum svo upp á kaffi, gos, kökur og annað brauð meti.
Ég bara vonast til að sjá sem flesta í dag og minni á að það eru einungis 6. daga í að Davíð flytji út og 10 í að ég og Moli fljúgum á vit ævintýrana :D spennandi en á sama tíma stressandi og soldið sorglegt.
gKær kveðja Fjóla, Davíð og Moli
Svo ein í lokin af Mola þegar hann var að æfa sig síðasta sumar fyrir hitan úti á Flórída

Saturday, December 27, 2008

og allt heldur áfram

Það er allt á fullu hjá okkur eins og alltaf. Við stöllurnar Kristín og Helga kíktum með hundana til dýra til að láta taka saumana úr Arisi, panta tíma fyrir Fannar Snæ og svo lét ég kíkja á Mola sem var gott því hann fékk magameðal og svo er hann með einhverja síkingu á tippinu þannig að ég fékk meðal fyrir því líka til að setja á forhúðina tvisvar á dag.
Við erum að skipuleggja og skipuleggja kveðjupartíið og reyna að klára að kaupa inn og baka og allt annað sem þarf fyrir partýið.
Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að henda inn myndum en ég lofa að reyna að gera það við fyrsta tækifæri.
Annars er ég á fullu fram að kveðjupartýi og líka eftir það sosem ;). EN ég ætla að dobla Helgu vinkonu að hjálpa mér að baka á mánudaginn fyrir partýið ef hún nennir ;) og skilja Fannar eftir hjá systur sinni á meðan ;).
En ég læt þetta ekki vera lengra í þetta skiptið og vonast til að sjá sem flesta 30. desember en nóg um það seina meir.
Kveðja Fjóla og Moli

Thursday, December 25, 2008

Jóladagur

Þá er aðfangadagur liðin og við stöndum eftir klifjuð af gjölfum frá fjölskyldu og vinum.
Við erum alveg í skíjunum yfir öllu því sem við fengum. Ég á yndislegustu vinkonur í heimi og er svo þakklát fyrir allar gjafirnar sem við Moli fengum frá ykkur þið eruð æði og allt of gjafmildar.
Þar sem ég get ekki talið allt sem við fengum í jólagjöf hér ætla ég að stilka á stóru.
1. Frá pabba og mömmu: Jólakúlu, föt, geisladiska...
2. Tengdó: Dollara$, dvd, bækur...
3: Guðlaug María: handprjónaðir vetlingar sem hún gerði sjálf alveg sik flottir ég bara átti ekki til orð.
4. Hlyni og Dísu: Brúðguman og nammi
5. Amma Lalla og Siggi: Dollara$
6. Afi og amma Garðhúsum: Pízzudisk, pizzu skera og spaða aulk gjafabréfs á tvær pízzur
7. Afi og amma Brúnastekk: Mynd sem mig langaði svo endalaust mikið í og er sama myndin og sumir fengu með pakkanum sínum frá okkur, bók og litla styttu.
8. Gizur afi og fjölskylda: danskar krónur
9. Davíð eiginkall: Davíð hitti alveg naglan á höfðuði með gult að gjöfum til mín. Ég fékk trivial stelpur á móti strákum, Nonna og Manna á dvd, geisladiska og fleira.

En nóg um það þá er þetta alveg nóg upp talið. Við erum öll mjög ánægð hér en Moli er enn nokkuð slappur en ég held hann sé að lagast eitthvað greiið, hann er allavegana ekki með hita sem er gott.
Við förum og kíkjum á pabba og mömmu núna í hádeginu áður en við kíkjum svo til afa og ömmu hérna uppi og fáum þar kaffi og kökur. Í kvöld ætlum við svo að fara til tengdó og spila nýa spiðið sem ég fékk frá Davíð Trivial persut stelpur á móti strákum :D.
En að lokum langar mig að gleðja ykkur í jálahátíðar fílingnum með þessu heleríus myndbani.
En munið það eru bara 5. dagar í kveðjupartýið okkar Davíðs og Mola.

GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ

Kíkjið endilega á þetta myndband sem er hérna: http://www.youtube.com/watch?v=Ofn8-3SWd8M

Wednesday, December 24, 2008

24. desember

Þrettándi var Kertasníkir, þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðasturá aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börninsem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinnmeð tólgarkertin sín.
GLEÐIÐEG JÓL!!!!!!!
Þá er hann kominn hinn langþráði aðfangadagur. Moli vakti okkur tvisvar í nótt þar sem hann er með niðurgang og mjög ilt í maganum. Hann einig gerði inni á klósetti einusini í gær þegar við sintum ekki kalli hans og svo einusinni í morgun :(. Moli fær því líklega engan jólamat og verður bara fastandi í dag og í kvold elsku kallinn.
Hann er mjög þreyttur núna og er bara að lúllu hjá Davíð en ég ætla fljóltega ða setja hann í bað og snurta kallin svo hann sé fínn á jólunum.
Annars hlakkar okur mikið til þrátt fyrir ömulegt veður og að við getum hvergi séð Christmas Carol þessi jólin og ég sem var farin að hlakka svo rosalega mikið til þess :(.
En ég bið bara heilagan og dásamlegan Drottin að vera með ykkur þessi jól og gefa ykkur dásamlega hátíð.
En og aftur
GLEÐILEG JÓL!!!!!

Tuesday, December 23, 2008

23. desember

Ketkrókur, sá tólfti,kunni á ýmsu lag. Hann þrammaði í sveitinaá Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á.En stundum reyndist stutturstauturinn hans þá.
Þá er bara komin Þorláksmessa. Veðrið er nú ekkert til að hrópa húrra yfir en það verður nú samt farið í árlega Þorláksmessu göngu með Kristínu og Hlegu og svo auðvita öllum hundspottunum.
Við Davíð æltum saman að fara að skoða litlu hvolpana hjá Ólöfu í dag og vonast eftir því að þær verði í miklu fjöri svo við sjáum betur karagter hverrar og einnar. Eftir það er svo planið að kíkja til Halldórs og Tinnu og láta þau fá jólagjöfina sína og aðeins sitja með þeim og spjalla þar sem við höfum ekkert náð að hitta þau í langan tíma útaf prófum og öðru.
Ég þarf líka ða drífa mig til pabba jafnvel bara núna fljótlega til að taka allt af tölvinni minni svo hækt sé að byrja upp á nýtt :S algjört vesen. En pabbi er besti pabbi í heimi að nenna þessu og redda mér nýrri tölvu.
Við Davíð fórum í gær í mikla heimsóknarferð til Boggu og Svenna í hafnarfirði einig fórum við til Keflavíkur að heimsækja ömmu Löllu og Sigga og Adda Við komum rétt rúmlega 9 heim og þá biðu stelpurnar og voffarnir eftir mér og við horfðum á mynd og höfðum það gott.
En nóg um það læt þetta duga í dag. Guð blessi ykkur og munið það er bara 1 dagur til jóla

Mér fanst þetta svo fyndin mynd ;D

Monday, December 22, 2008

22. desember

Ellefti var Gáttaþefur, aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann.
Tíminn líður og við nálgumst jólin óðfluga. Það er alltaf nóg að gera. Fór með Davíð núna í morgun í blóðprufu og fær hann úr henni á morgun sem er mjög fínt. Núna er ég að henda inn þessu bloggi svo ég geti farið að taka til hjá ömmu og afa fyrir jólin svo það sé bara búið og gert. Ég fæ svo hund kl 10 og annan kl 12 ef þau gleyma því ekki eða mæta bara ekki eins og sumir aðrir sem ég hef átt að gera :S.
Við Davíð ætlum svo að kíkja í heimsóknir til Keflavíkur og þá til Adda, ömmu Löllu og Ragga afa svo til Boggu og Svenna á leiðinni þangað en þau eru í hafnarfirði. Ég vona að ég nái að komast heim um átta leitið því mig langar svo að hitta stelpurnar og horfa á jólamynd og hafa það kósý en við sjáum hvað gerist.
Í gær kvöldi komu Bára og Ásgeir í heimsókn og við skelltum þau í labbitúr með okkur og Mola áður en við kíktum svo í bíó á Yes man með Jim Carey. Þessi mynd kom okkur svo rosalega skemmtilega á óvart og við hlógum mikið.
En nóg um það þarf að fara ða gera eitthvað af viti.
Guð geymi ykkur og blessi og varðveiti og munið það eru bara 2 dagar til jóla :D.

Kær jólakveðja Jóla Fjóla og Jóla Moli

Sunday, December 21, 2008

21. desember

Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná.
Þá er maður bara komin heim eftir mjög svo anna sama sumarbúataða ferð. En nóg um það gæridagurinn byrjaði á skötuáti hjá afa og ömmu í Garðhúsi og komu svo stelpurnar með alla voffana að ná í mig til að kíkja til Ólafar á litlu krútti púttin. Ég náttúrulega varð alveg veik og langar svo að fá mér eina áður en ég fer út þar sem mig langar helst í hund frá Íslandi en ekki Ameríku. Davíð er því miður ekki alveg á sama máli, sem er kanski skiljanlegt vegna aðstæðna, en það gerir stöðuna erfiða :S.
Hvolparnir eru ekki neitt neitt og tíkin sem ég er hrifnust af er með smá yfirbit og ekki nema 484 g held ég og næst mynst samt eru þær allar orðnar 7 vikna þannig að það er mjög skrítið að hugsa til þess að þær geti farið á nýtt heimili eftir viku.
En eftir að hafa stopað hjá Ólöfu mun lengur en planið var lögðum við afstað í bústaðinn. Það var mikill snjór en færiðn góð þannig séð. Þegar við komum svo upp að afleggjaranum hjá bústaðnum var mjög snjóþungt og engin hjólför. Við skelltum okkur þó bara kaldar í þetta enda enganvegni búnar að átta okkur á því hvað snjórinn var mjög svo djúpur. Við dirfum ekki upp fyrstu brekkuna að bústaðnum og olli það því að við urðum ða bakka til að reyna aftur og í einum af þeim tilvikunum þá fór bíllin útaf veginum og var ekki möguleiki að ná honum upp á vegin aftur með það sem við höfðum að vinna með hann bara rann meira og meira útaf.
Tekin var því sú ákvörðun að við urðum að skilja bílinn eftir og labba upp að bústaðnum sem tók okkur með allt draslið, Arisi veika sem þurfti að halda á, Sóldísi sem neitaði að labba og lítin hvolp sem er samt algjört hörkutól, ca 15-20 mín.
Þager í bústaðin var komið var mikið stuð hjá hundunum og okkur að fara í náttfötin oghafa það kósý. Við létum sko ekki þetta óhapp okkar á okkur fá og byrjuðum að elda mat og búa til hundanammi. Um kvöldið horfðum við svo á 4 Harry Potter myndina og átum nammi og kúrðum með alla hundana hjá okkur.
Kristín morgunhani var svo fyrst á lappi af okkur enda áttum við von á símtali frá kallinum sem ætlaði að hjálpa okkur að leysa bílinn. Við biðum en svo hringdi Davíð og lét okkur vita að Hellisheiðin væri ófær þannig að við vorum búinar að undir úa okkur undir það versta þegar við komumst að því að kallin kom kvöldinu áður og var því tilbúin að hjálpa okkur um hálf 12 leitið. Við byrjuðum að rölta með allt draslið og hundana í mun betra færi þar sem snjónum hafði fokið í hóla og var því ekki eins mikið á veginum af snjó eins og kvöldinu áður. Þegar við komum svo að bílnum var hann í mun betra standi en við höfðum reiknað með. Þá kom að því að draga bílin á tragtórnum sem kallin var með og vildi engin okkar keyra en Helga var hugrökkust og hún tók við stírinu ef svo má orða það, og þvílík hetja. Bíllinn fór upp á veg eins og ekkert væri sjálfsagðara og við vorum tilbúnar að keyra í bæjinn.
Núna sit ég hér eftir að hafa lagt mig í smá tíma með Mola sem var alveg gjörsamlega búinn eftir ferðalagið og er núna að fara að taka til heima og skreyta jólatréið.
Ég segi því bara Guð geymi ykkur því hann geymir mig og munið það eru bara 3 dagar til jóla :D
Þið fáið svo nokkrar myndir í lokin

Kveðja Fjóla og þreytti Moli

Þarna eru afi Maddi og amma Lilly að borða skötu

afi Reynir og amma Adda að borða skötu

Ég var líka þarna og borðaði skötu ;)

þarna er svo gamla settið mitt

þessi lengst til vinstri þessi sofandi er sú sem ég er svo hrifin af algjört krútt og svo róleg og góð

hérna erum við svo saman. Er maður ekki sætur?

Helga að labba í átt ða bústaðnum um kvöldið með Arisi í fanginu og Fannar á eftir sér í hné háum snjó

Helga komin inn og farin að taka af sér

Þarna erum við svo stöllurnar tilbúnar að baka hundanammi

Ég sá um að steikja kjúklinginn og filgjast með lifrinni

Hóp mynd af öllum dúllunum

Þarna er svo bíllin hálfur útaf veginum í morgun eins og þið sjáið kanski soldið svart

og ein að lokum af okkur Mola komin heim og stein sofandi

Saturday, December 20, 2008

20. desember

Níundi var Bjúgnakrækir,brögðóttur og snar.Hann hentist upp í rjáfrinog hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hanní sóti og reykog át þar hangið bjúga, sem engan sveik.
Það styttist og styttist. Í dag fer ég í hádeginu til afa og ömmu í Garðhúsum í skötu með Davíð og Mola. Stelpurnar Helga og Kristín ætla svo að ná í mig þangað ig við ætlum að kíkja á hvolpana hjá Ólöfu áður en við förum í bústaðin :D. Það verður fjör hjá okkur í bústaðnum, Kristín var að tala um ða gera hundanammi handa voffunum og svo bara hafa gaman spila, tala saman, fara vonandi í stuttar göngur og svona skemmtilegt. Ég þarf endilega að fara að finna einhverja skemmtilega holla uppskrift fyrir kvöldmatinn okkar.
Annars fór ég í klippingu í gær og er ekkert smá fegin að vera loksins búin að því, ég kíkti svo með pabba og mömmu í Fjarðarkaup, Helga og Kristín koumu svo um 5 leitið ig við skelltum okkur í hressandi göngu með hundana fyrir utan Arisi og svo fórum við Davíð um kvöldið til tengdó að borða hangikjöt og skera laufarbrauð. Við spiluðum einnig partý og co en svo var komin tími á að fara heim.
EN ég hef fátt annað að segja en ég hlakka til morgundagsins og næsta bloggfærsla verður sein á ferðini vegna ústaðarferðarinnar. En Guð elskar ykkur og munið bara 4. dagar til jóla :D.
Kveðja Fjóla og Moli

Friday, December 19, 2008

19. desember

Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut.Hann hlemminn o´n af sánummeð hnefanum braut. Svo hámaði hann í sigog yfir matnum gein, unz stóð hann á blístriog stundi og hrein.
Við áttum góðan dag í gær ég og Moli. Fyrst fórum við út að labba með litlastrumpinum og gekk það vonum frama ekkert smá duglegur. Ég fór svó í vinnuna og fékk að losna kl 15:30 til að ná að skjótast með Davíð að máta afmælisgjöfina hans en ég gef honum smóking. Litli kall kom með okkur inn í Hagkaup í töskunni góðu og hafði bara gaman af held ég. Þegar við komum svo heim var Kristín að bíða eftir okkur með Sóldísi og lurkum lamda Arisi eftir náraslits- og ófrjósemis aðgerð. Við kítum inn og það var ekkert smá mikið stuð á hundaskapnum, Sóldís alveg í Sinu sínu að fá að leika á teppi þa ðer það skemmtilegasta sem hún veit og Moli í rassinum á henni þannig að við komumst að því að hún er byrjuð að lóða. Helga kom svo um 5 leitið og sátum við heillengi og spjölluðum um hundana og margt fleyra. Það var erfitt að sjá á eftir litla hnoðranum en ég verð bara að trúa því að það er eitnhver annar þarna úti fyrir mig.
Um kvöldið kíktum við Davíð svo í Jólahittings boð hjá Margréti Ólöfu yfirmanninum okkar í Árbæjarkirkju þar sem allir þeir sem hafa verið að starfa í barna eða unglingastarfi mættu. Það var mjög gaman og fengum við fult af góðum mat og fínindum.
Eftir boðið kíktu svo Kristín of Helga aftur til mín stutt Arisarlaus í þetta skiptið og við spjölluðum smá meira.
Við Davíð fórum fljótlega að sofa uppúr 11 og núna er ég vöknuð að fara að gera mig til að taka á móti tveim stelpum poodle og chihuahua sem ég þarf helst að geta afgreitt á 1 klukkutíma þar sem ég á að vera mætt í klippingu kl 9:30. Mamma ætlar því að vera svo góð að koma og hjálpa mér. Ég set tjjúan í bað og mamma þurkar hann á meðan svo set ég poodlinn í bað og eftir það er tjúin líklega orðin þurr og þá fer ég að vinna í honum og mamma þurkar poodelinn ;).
En nóg í bili og nóg að gera. Guð blessi ykkur og munið bara 5. dagar til jóla :D
Kveðja Fjóla þakkláta og Moli einkaparn

Thursday, December 18, 2008

18. desember

Sjöundi var Hurðaskellir, sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinufá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlegahnugginn yfir því, þó harkalega marraðihjörunum í.
Þá er litla krúttið komið til mín eftir langan dag hjá honum í gær að bíða eftir að fá ömulega sprautu :(. Hann er algjört ljós þessi hundur í alla staði, ég vil helst ekki leifa honum að fara neitt han er alveg eins og hungur mans, mjög rólegur og yfirvegaður ekki hræddur við neitt, sýnir Mola undirgefni en samt áhuga og fór að sofa í búrinu sínu eftir að hafa gefið frá sér smá væl tíst í mestalagi 30 sek. Ég fór ekkert með hann út að pissa í nótt og hann pissaði ekkert inni ógeðslega duglegur :D. Núna er Moli í fanginu hjá mér þar sem hann er að passa að sér verði ekki skilað verður voðalega lovy dovy þegar maður er með einhvern annan sem fær mikla athyggli enda kanski eðlilegt ;) og litli liggur hjá okkur hinumegin í sófanum búin að vera að naga bein og er núna svo rosalega sibbinn að hann ætlar að taka smá lúr ;).
Dagurinn í gær var TROÐINN!!! Strax eftir vinnu náði ég náttúrulega í litla og finnst okkur í minni fjölskildu að hann ætti að heita Jökull eða Hnoðri og ég verð að viðurkenna að Hnoðri passar svo við hann svona loving og æðislegur hvítur hnoðri. Kanski að hann ætti að heita Jökull Hnoðri ;). Ísi kom líka upp vegna þess að hann er rosalega ísbjarnalegur með kolsvart nef og svartar loppur og svo svona hvítur ;9. En nóg um það, við fórum svo öll heim til pabba og mömmu og borðuðum fisk og skárum út laufabrauð áður en við kíktum svo hinumegin við götuna til Jóhanns frænda og steiktum allar kökurnar. En þegar þangað var komið var sko HUNDA STUÐ en þegar ég var komin með mína tvo voru hundarnir orðnir 5. 3 Chihuahua Coco, Moli og ónefndi hnoðrinn, Bordercolli blanda Sól og Langhundur Nígo. Litli var sko ekkert hræddur þrátt fyrir að lætin og æsingurinn og spennan væri mikil og stóð sig eins oghetja. Ég hélt þó nokkuð á honum samt bara svona til að gefa honum smá brake ne ég var ekkert smá stolt af honum rosalega duglegur. Nígó er bara hvolpaskott um 4 mánaða oghann var alveg í Mola allan tíman sem gerði ekki Mola mjög kátan en það var svos em allt í lagi hann gafst upp á endanum ;).
Moli var rosalega kátur að fá að hitta ein af sínum uppáhalds vinum hann Coco þannig að það var stuð hjá mínum. Við Davíð fórum svo heim rétt fyrir 10 og fórum svo að sofa um 12.
En í dag ætla ég að kíkja út með Mola og litla og sjá hvað hann er duglegur að labba og svo fer ég í vinnuna kl 1 og losna kl 3:30. Litli og Moli verða þá bara heima einir á meðan en svo kemur Davíð og sækir þá og við förum í smá Hagkaupsferð, hver veit nema ég laumi bara litla inn með mér ;).
Svo er HELGA AÐ KOMA HEIM Í DAG!!!!!!!!!!!!!!!! Hún kemur svo til mín líklega um hálf 5 og nær í litla krútt.
í kvöld er svo jólahittingur hjá Margréti Ólöfu kl 6:30 og ætlum við Davíð að mæta þangað. Ég verð bara að sjá til hvort ég komist í hundafimina en það verður þá bara ða hafa það ef ég næ því ekki. Ætli ég kíki svo ekki á Helgu seinna í kvöld finnst það mjög líklegt ;).
En nóg í bili, Guð blessi ykkur og varðveiti og munið það eru bara 6. dagar til jóla :D.
En látum myndirnar um rest.

Þarna er ég og litli svo fallegur...

Hlynsi og Dísa í bílskúrnum hjá frænda að steikja laufabrauðið

Jóhann litli frændi og Maddi frændi

Davíð með litla krútt sætir ;)

Þarna eru svo allir úti að pssa og þefa og leika oghafa gaman

Litli kall og Moli í bakgrunn

Ég með litla sæta yndislega

Davíð og litli sæti

Moli að leika sér með boltan sinn heima hjá pabba og mömmu

og litli lék sér alveg jafn mikið ;)

og svo ein að lokum af Hlynsa bróssa að skera laufarbrauð ;)

Wednesday, December 17, 2008

17. desember

Sá sjötti, Askasleikir,var alveg dæmalaus. Hann fram undan rúmunumrak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askanafyrir kött og hund,hann slunginn var að ná þeimog sleikja á ýmsa lund.
Litli voffin kom ekki í gærkvöldi en ég næ í hann hjá mömmu hennar Helgu í dag eftir vinnu og verður gaman að hafa hann hjá okkur.
Það var nóg að gera hjá okkur í gær. Davíð kláraði síðasta prófið sitt í Háskólanum, við pökkuðum í 4-5 kassa, tókum til fyrir jólin hérna heima, fórum til afa og ömmu í mat og svo komu Jón og Marisa í heimsókn og við horfðum á Home alone sem var mikið stuð.
Í dag er svo næst síðasti vinnudagurinn minn og hlakka ég mikið til að klára þetta. Í kvöld er svo laufabrauð hjá Jóhanni frænda og ætlum við að muna að taka myndavélina með og taka myndir ;). Annars er tölvan mín leiðinleg þessa dagana þannig að ég er í Davíðs tölvu núna en vonandi getur pabbi lagað hana, ég er alveg handalaus án hennar.
Á morgun er svo síðasti vinnudagurinn og..... HELGA KEMUR HEIM :D!!!!!
Við Davíð annars settumst niður og skipulögðum næstu tvær vikur og við erum nánast upptekin öll kvöld mjög upptekin.
En nóg um það Guð elskar þig og Jesús elskar alla ;) munið bara 7. dagar til jóla :D ég er að SPRINGA úr spennu!!!!

Tuesday, December 16, 2008

16. desember

Sá fimmti, Pottaskefill,var skrítið kuldastrá. Þegar börnin fengu skófirhann barði dyrnar á. Þau ruku' upp, til að gá aðhvort gestur væri á ferð. Þá flýtti 'ann sér að pottinumog fékk sér góðan verð.
Það er sko mikið búið að gerast síðan í gær. Ég er að fara ða fá til mín 5 hunda. Núna kl 10 koma Dýri, Fíóna og litla barnið þeirra (Chihuahua) en það er bara klóaklipping. Kristín ætlar svo að koma með Arisi kl 10 líka og bíða bara meðan ég klára hina. Ég fæ svo Chihuahua og Peking blöndu um 2 leitið en er að vonast til þess að ég geti beðið hana að koma kl 1 sé hvort hún svari mér. Davíð er svo að fara í síðasta prófið sitt eftir hádegi í dag og þá byrjar bara alsherar jólatiltekt og kassa pakkanir og tösku pakkanir og fleira og fleira.
Ég er svo það heppin að fá að hafa í heimsókn hjá mér litla krúttið sem systir hennar Helgu vínkonu fær í jólagjöf. Hann kemur til mín í kvöld og við Moli förum svo með hann til dýra á morgun kl 10:30 í hundaæðissprautuna vegna þess að það þurfa að líða 21 dagur áður en má senda hann út til Danmerkur en þar á maría systir Helgu heima og hún kemur of seint til landsins til að gera það sjálf. Ég hlakka bara heilmikið til að sjá hvernig litli stendur sig og hvernig Moli tekur við honum því það er jú planið að fara að bæta við sig hér á þessum bæ og draumurinn er að frá sér annan Chihuahua rakka.
Litli gutti fer svo eftir sprautuna í pössun til mömmu Helgu meðan ég er í vinnunni og svo fær hann að koma með okkur í laufarbrauð hjá Jóhanni frænda á miðvikudagskvöldið. Á fimmtudaginn er ég að vonast til að losna úr vinnunni kl 15:30 svo hann þurfi ekki að vera of lengi einn heima en ég á eftir að heyra frá yfirmanninum mínum um það þar sem hún hélt að ég ætlaði að vinna fram í janúar sem er náttúrulega bara algjört bull og misskilningu þar sem ég hef engan tíma til þess vera að fara að flytja út.
Helga lendir svo kl 16 á fimmtudagin og þá myndi hún bara koma og ná í litla skottið heim til mín.
Ég ætla að fara að gera til fyrir hundana, en Guð veri með ykkur og munið það eru bara 8. dagar til jóla :D
Kv Fjóla og Moli

Monday, December 15, 2008

15. desember

Sá fjórði, Þvörusleikir,var fjarskalega mjór.Og ósköp varð hann glaður,þegar eldabuskan fór.Þá þaut hann eins og eldingog þvöruna greip,og hélt með báðum höndum,því hún var stundum sleip.
Davíð er farinn í næst seinasta prófið sitt LOKSINS og svo er hann búinn á morgun. Ég vaknaði í gær morgun við mikla fiskibollu likt enda voru pabbi, mamma og afi á fullu að steikja fiskibollur úr gamla fiskinum sínum og svo er bara málið að fara klifjaður út af fiskibollum ;).
Ég keyfti síðustu jólagjöfina í gær og VÁ hvað það er mikill léttir. Núna á ég bara eftir að bæta við einhverju smá sem ég get gert í dag eða kanski frekar á morgun og svo auðvita afmælisgjöf handa Davíð.
Við Moli erum hérna vöknuð... já eða ég, fyrir allar aldir (eða allavegana á mínum mælikvarða) þar sem hún Tara hennar Maríönnu er að koma í snyrtingu. Hún er Silky Terrier og á bara rétt að klippa frá augum og laga eyrun og svo bara jólabað og sætleiki.
Núna eru bara 4 vinnudagar eftir hjá mér og vá hvað mig hlakkar til að komast bara í LANGT frí og vinna bara í því að fá fólk í partý og heimsóknir og að flytja.
Í dag er annars ekkert spennó að gerast hjá mér nema bara vinna. Ég kláraði jólasökkin hans Davíðs í gær og þarf bara núna að gera nafnspjaldið sem er soldið flókið því ég þarf að gera nafnið fríhendis veit ekki alveg hvernig ég á að gera það.
En annars bið ég Guð um að blesa ykkur og varðveita og þakka honum fyrir góð bænasvör. Einnig minni ég á að það eru bara 9. dagar til jóla (komin niður í 1 tölu :D)
Kær kveðja Fjóla Dögg og Trölli Moli ;)
Mér fanst þessi eitthvað svo meka aumkunnaverður og sætur að ég varð að setja hana inn

Sunday, December 14, 2008

14. desember

Stúfur hét sá þriðjistubburinn sá.Hann krækti sér í pönnu,þegar kostur var á.Hann hljóp með hana í burtuog hirti agnirnar,sem brunnu stundum fastarvið barminn hér og þar.
Tíminn líður og það styttist í jólin sem er nú ekki leiðinlegt skal ég segja þér. Það eru bara 4 dagar í Helgu, bara 10 dagar til jóla, bara 16, dagar í 24. ára afmæli Davíð s og Kveðjupartýið, bara 22 dagar þangað til Davíð flytur út og ég á 25. ára afmæli og bara 26 dagar þangað til ég og Moli flytjum út.
Ég var alveg á fullu með Kristínu frá 11-að verða 4. Við fórum á Pro pac útsölu og fengum nammi handa voffunum á mjög góðu verði. Eftir það skelltum við okkur í hressandi göngu kringum Vífilsstaðarvatn (held ég að það heiti) og drifum okkur svo að skila voffunum heim, kaupa smá gotterí og fara í jólaföndur með Hundafimideildinni. Það var boðið upp á að föndra á kerti og á sápur. Kristín gerið 2 kverti og tvær sápur en ég hélt mig bara við að gera jólasokkinn minn.
Eftir föndrið fór ég svo og hitti Marisu í Smáralindinni og við kíktum smá í búðir en enduðum fljótlega heima hjá mér að horfa á Santa Claus þar sem við höndluðum ekki alla þessa mannamergð í Smáralindini á laugardegi.
Við fórum svo í pízzu til pabba og mömmu þar sem Hlynur og Dísa voru líka. Hlynsi mætti grautfúl þar sem þau hefðu verið að skoða jólatré og ekkert var nógu fullkomið fyrir Hlynsa ;). Við fórum því öll niður í garðheima og hjálpuðum Dísu að sannfæra Hlyn um ða kaupa jólatré sem tókst og núna held ég að hann sé bara nokkuð sáttur að vera búin að þessu.
Ég fór svo í Hagkaup að kaupa smá nammi handa Davíð og kíkti svo til pabba og mömmu að horfa á Svínasúpuna. Davíð kom svo og náði í mig um 12 leitið og ég fór heim og eiginlega rotaðist strax.
En í dag ætla ég líklega að kíkja eitthvað í Smáralindina eða Kringluna og klára bara alfarið þessi jólainnkaup nenni ekki að bíða lengur með þetta. Ég þarf svo að hjálpa jólasveininum eitthvað að finna eitthvað sniðugt í sokkinn handa Davíð en Kertasníkir biður alltaf um hjálp frá mér ;).
Guð veri með ykkur í öllu því sem þið gerið og munið það eru bara 10. dagar til jóla :D :D

Að lokum fáið þið að sjá myndr úr göngunni okkar Kristínar sem við fórum í í gær í gullfallegu verði en það var ískalt.

Aris elskar snjóinn og er annaðhvort að velta sér uppúrhonum eða með ndlitið á kafi ofaní honum eins og má sjá á þesari mynd

Moli fallegi með Jólaólina sína og í jólapeysunni sinni.

Sóldís var ekki sátt aðvera að fara út að labba í þessum kulda þannig að hún fékk far hjá mömmu mest alla leiðina ;).

Veðrð var alveg gull fallegt eins og sjá má hér og tunglið var á lofti allan daginn í gær.