Friday, December 05, 2008

5. desember


Fyrsta jólakortið er komið í hús og hver á vinninginn..... GUGGA!!!!!! Talandi um jólakort þá fórum við Davíð og keyrðum út restina af jólakortunum en það eru þó nokkur sem á eftir að senda vegna heimilisleysis eða eitthverju öðru, það er bara svoleiðis syundum. Við kíktum svo til pabba og mömmu þegar við vorum búin og var Brandur þá í heimsókn hjá þeim sem var bara aldeilis ágætt.
Davíð stóð sig vel í prófinu sínu þrátt fyrir að hann var að hafa einhverjar áhyggjur af því. Við erum búin að kaupa eða ákveða jólagjafir handa öllum sem er mikill léttir.
Í dag ætla ég eitthvað að reyna að hitta Marisu þar sem hún liggur heima eftir jakslatöku og er alveg að drepast. Ég var líka búin að lofa mömmu að koma og setja upp jólaþorpið. Í kvöld ætlum við Kristín líka ða kíkja á hvolpana hjá Ólöfu þar sem ég var svo þreitt og slöpp í gær kvöldi. Vonandi komumst við líka í göngu.
En ég hef ekkert meira að segja ykkur en munið að Guð elskar ykkur og hann vill vera vinur ykkar og að það eru bara 19 dagar til jóla :D

Fjóla og Moli

3 comments:

Helga said...

Hér verður sko engu komið í verk fyrr en prófið er frá! En ég ætla rétt að vona að þú hafir tekið með þér myndavélina til Ólavar svo þú getir hent inn mynd af hvolpaskrípunum :þ
Aðventukveðjur frá mér og Fróða

Anonymous said...

Hún gleymdi alveg myndavélinni stelpan ;)

Anonymous said...

Oo þær eru svvvoo sætar það voru tvær sem heilluðu mig alveg upp úr skónum og það eru snögga tíkina að sjálfsögðu og svo ein af dökku þessi með stista trýnið svo er þessi hvíta líka með æðislegan haus.

Kveðja Kristín, Soldís og Aris