Sunday, December 14, 2008

14. desember

Stúfur hét sá þriðjistubburinn sá.Hann krækti sér í pönnu,þegar kostur var á.Hann hljóp með hana í burtuog hirti agnirnar,sem brunnu stundum fastarvið barminn hér og þar.
Tíminn líður og það styttist í jólin sem er nú ekki leiðinlegt skal ég segja þér. Það eru bara 4 dagar í Helgu, bara 10 dagar til jóla, bara 16, dagar í 24. ára afmæli Davíð s og Kveðjupartýið, bara 22 dagar þangað til Davíð flytur út og ég á 25. ára afmæli og bara 26 dagar þangað til ég og Moli flytjum út.
Ég var alveg á fullu með Kristínu frá 11-að verða 4. Við fórum á Pro pac útsölu og fengum nammi handa voffunum á mjög góðu verði. Eftir það skelltum við okkur í hressandi göngu kringum Vífilsstaðarvatn (held ég að það heiti) og drifum okkur svo að skila voffunum heim, kaupa smá gotterí og fara í jólaföndur með Hundafimideildinni. Það var boðið upp á að föndra á kerti og á sápur. Kristín gerið 2 kverti og tvær sápur en ég hélt mig bara við að gera jólasokkinn minn.
Eftir föndrið fór ég svo og hitti Marisu í Smáralindinni og við kíktum smá í búðir en enduðum fljótlega heima hjá mér að horfa á Santa Claus þar sem við höndluðum ekki alla þessa mannamergð í Smáralindini á laugardegi.
Við fórum svo í pízzu til pabba og mömmu þar sem Hlynur og Dísa voru líka. Hlynsi mætti grautfúl þar sem þau hefðu verið að skoða jólatré og ekkert var nógu fullkomið fyrir Hlynsa ;). Við fórum því öll niður í garðheima og hjálpuðum Dísu að sannfæra Hlyn um ða kaupa jólatré sem tókst og núna held ég að hann sé bara nokkuð sáttur að vera búin að þessu.
Ég fór svo í Hagkaup að kaupa smá nammi handa Davíð og kíkti svo til pabba og mömmu að horfa á Svínasúpuna. Davíð kom svo og náði í mig um 12 leitið og ég fór heim og eiginlega rotaðist strax.
En í dag ætla ég líklega að kíkja eitthvað í Smáralindina eða Kringluna og klára bara alfarið þessi jólainnkaup nenni ekki að bíða lengur með þetta. Ég þarf svo að hjálpa jólasveininum eitthvað að finna eitthvað sniðugt í sokkinn handa Davíð en Kertasníkir biður alltaf um hjálp frá mér ;).
Guð veri með ykkur í öllu því sem þið gerið og munið það eru bara 10. dagar til jóla :D :D

Að lokum fáið þið að sjá myndr úr göngunni okkar Kristínar sem við fórum í í gær í gullfallegu verði en það var ískalt.

Aris elskar snjóinn og er annaðhvort að velta sér uppúrhonum eða með ndlitið á kafi ofaní honum eins og má sjá á þesari mynd

Moli fallegi með Jólaólina sína og í jólapeysunni sinni.

Sóldís var ekki sátt aðvera að fara út að labba í þessum kulda þannig að hún fékk far hjá mömmu mest alla leiðina ;).

Veðrð var alveg gull fallegt eins og sjá má hér og tunglið var á lofti allan daginn í gær.

2 comments:

Helga said...

Vá, það er ekkert smá sem þú hefur áorkað í gær!!!
BARA 4 DAGAR!!! GARG!!!
Eigðu frábæran dag.
Knús frá mér og JólaFróða

Anonymous said...

Takk fyrir síðast ;)

Kristín og voffarnir