Wednesday, December 17, 2008

17. desember

Sá sjötti, Askasleikir,var alveg dæmalaus. Hann fram undan rúmunumrak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askanafyrir kött og hund,hann slunginn var að ná þeimog sleikja á ýmsa lund.
Litli voffin kom ekki í gærkvöldi en ég næ í hann hjá mömmu hennar Helgu í dag eftir vinnu og verður gaman að hafa hann hjá okkur.
Það var nóg að gera hjá okkur í gær. Davíð kláraði síðasta prófið sitt í Háskólanum, við pökkuðum í 4-5 kassa, tókum til fyrir jólin hérna heima, fórum til afa og ömmu í mat og svo komu Jón og Marisa í heimsókn og við horfðum á Home alone sem var mikið stuð.
Í dag er svo næst síðasti vinnudagurinn minn og hlakka ég mikið til að klára þetta. Í kvöld er svo laufabrauð hjá Jóhanni frænda og ætlum við að muna að taka myndavélina með og taka myndir ;). Annars er tölvan mín leiðinleg þessa dagana þannig að ég er í Davíðs tölvu núna en vonandi getur pabbi lagað hana, ég er alveg handalaus án hennar.
Á morgun er svo síðasti vinnudagurinn og..... HELGA KEMUR HEIM :D!!!!!
Við Davíð annars settumst niður og skipulögðum næstu tvær vikur og við erum nánast upptekin öll kvöld mjög upptekin.
En nóg um það Guð elskar þig og Jesús elskar alla ;) munið bara 7. dagar til jóla :D ég er að SPRINGA úr spennu!!!!

1 comment:

Helga said...

Ég get nú bara ekki líst því hvað ég hlakka til að sjá þig Á MORGUN!!!!!!