Monday, December 15, 2008

15. desember

Sá fjórði, Þvörusleikir,var fjarskalega mjór.Og ósköp varð hann glaður,þegar eldabuskan fór.Þá þaut hann eins og eldingog þvöruna greip,og hélt með báðum höndum,því hún var stundum sleip.
Davíð er farinn í næst seinasta prófið sitt LOKSINS og svo er hann búinn á morgun. Ég vaknaði í gær morgun við mikla fiskibollu likt enda voru pabbi, mamma og afi á fullu að steikja fiskibollur úr gamla fiskinum sínum og svo er bara málið að fara klifjaður út af fiskibollum ;).
Ég keyfti síðustu jólagjöfina í gær og VÁ hvað það er mikill léttir. Núna á ég bara eftir að bæta við einhverju smá sem ég get gert í dag eða kanski frekar á morgun og svo auðvita afmælisgjöf handa Davíð.
Við Moli erum hérna vöknuð... já eða ég, fyrir allar aldir (eða allavegana á mínum mælikvarða) þar sem hún Tara hennar Maríönnu er að koma í snyrtingu. Hún er Silky Terrier og á bara rétt að klippa frá augum og laga eyrun og svo bara jólabað og sætleiki.
Núna eru bara 4 vinnudagar eftir hjá mér og vá hvað mig hlakkar til að komast bara í LANGT frí og vinna bara í því að fá fólk í partý og heimsóknir og að flytja.
Í dag er annars ekkert spennó að gerast hjá mér nema bara vinna. Ég kláraði jólasökkin hans Davíðs í gær og þarf bara núna að gera nafnspjaldið sem er soldið flókið því ég þarf að gera nafnið fríhendis veit ekki alveg hvernig ég á að gera það.
En annars bið ég Guð um að blesa ykkur og varðveita og þakka honum fyrir góð bænasvör. Einnig minni ég á að það eru bara 9. dagar til jóla (komin niður í 1 tölu :D)
Kær kveðja Fjóla Dögg og Trölli Moli ;)
Mér fanst þessi eitthvað svo meka aumkunnaverður og sætur að ég varð að setja hana inn

3 comments:

Anonymous said...

Sjáumst á morgun verður spennandi að sjá krúttluna mína eftir snyrtinguna :D
Eigið góðan dag

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Innlit
kv. Davíð

Helga said...

Vá, ég er alveg að springa, ég hlakka svo til að koma heim og knúsa þig og Mola og auðvitað Davíð og bara alla sem á vegi mínum verða!!!
Guð blessi þig Fjóla mín
Hlýjustu hjartans kveðjur frá mér og Fróða