Thursday, December 04, 2008

4. desember

Þá er þetta allt búið og rosalega er röddin sátt við það enda búin að vera á fullu í þrjá daga. Fyrri tónleikarnir voru hálfgert flopp hjá okkur það fór þó nokkuð úrskeiðis, Edgar byrjaði ekki á Gleðilega jól laginu þannig að það þurfti að stoppa og byrja aftur næstum því tvisvar. Snúran datt úr miknum hjá Kiddý þegar hún átti að burja að syngja, það klúðaraðist eitthvað í gloríulaginu sem hefur aldrei gerst og eitthver önnur smáatriði og það tíbíska við það er að Jóhann frændi var akkúrat á þeim tónleikum ásamt Krúsu konunni sinni. En nóg um það seinni tónleikarnir voru þá líklega þeir bestu því þá var ekkert sem við þurftum að alda eftir og við gáfum allt sem eftir var.
Í dag hjá mér er vinna í bakaríinu og svo hundafimi í kvöld. Við Kristín ætlum líklegast að Kikja á Ólöfu í kvöld en það er ekki alveg komið á hreint og sjá hvolparassgötin.
Ég fór í Perluna í gær með pabba og mömmu og keyfti mér nokkra diska en ég fann Snorra Idol stjörnu á 99 KR SÆLL og svo Luxor með Edgari á 199 KR ég þarf að stríða honum aðeins með það ;D. Einnig keyfti ég jóladiskinn með Baggalúti ekki þennan glænýja heldur hinn og hann er bara yndislegur. Ég var samt að heyra eitt af jólalögunum á þeim nýasta og vá hvað það er mikil snild.
En ég hef það ekki lengra í dag en ég bið Guð að bassa ykkur og varðveita og munið það eru bara 20. daga til jóla ;D

Kær kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Anonymous said...

Sjáumst á morgun :D


Kristín og voffarnir

Helga said...

Ég fór einmitt á geilsadiskamarkað með Camillu í dag og keypti helling af jólatónlist á skít og kanil.
Í dag eru tvær vikur þangað til ég kem heim á klakann :D
Jólakveðjur frá mér og Fróða