Sunday, December 07, 2008

7. desember

Í gær var góður dagur. Ég fór í göngu með Kristínu og Önnu með öllum voffunum og Moli skemmti sér konunglega einsog venjulega. Pabbi og mamma kíktu í heimsókn til okkar í smá stund eftir að við vorum búin að gera smá leikfimi og áður en við fórum til tengdó í pízzupartý.
Í dag er svo spurningin hvort við förum óg reynum að finna jólaspariskó frir Davíð en hann vill víst bara fá reimar í sína eld gömlu sem hann fékk þegar hann fermdi sig held ég.
Ég hef tekið ákvörðun um að snyrta Mola minn í dag og klippa smá rassahár, skott, eyru og raka og klippa þófa. Ég set að sjálfsögðu fyrir og eftir myndir af honum það þarf bara ða vekja hann er soldið mikil svefnpurka elsku kallin enda mikið búið að vera að gera hjá honum síðastliðna daga.
í dag eru líka Stubbadagar á dýralæknastofunni í Grafarholti og eigar Rauðakross hundar að vera heiðursgestir og er ég að spá í að mæta með Mola minn þangað spurja Kristínu hvort hún nenni ekki með mér ;).
Ég bið þá að lokum Guð að blessa ykkur eins og alltaf og að hann meigi vera nálægt ykkur og okkur Davíð og munið það eru bara 17. dagar til jóla :D

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir gönguna;) það verður gaman að sjá Mola þegar þú ert búin að snyrta hann;)
Kv. Anna