Tuesday, December 12, 2006

Próf, próf.... :(

Ég er orðin svo ofboðslega þreytt á þessum endalausa lestri fyrir próf. Ég var að skila ritgerð í gær fyrir Skandinavíska fornleifafræði þannig að með henni er ég búin að ljúka (vonandi) einum áfanga. Ég fer ekki í próf fyrr en 18. desember og seinastaprófið 20. desember þannig að ég er bara búin að vera að lesa...BORING DAUÐANS :(.
Í kvöld förum við davíð til pabba og mömmu í mat og vonandi hef ég tíma til að setja upp jólaþorpið hennar mömmu. Ég held að söngskólaskvísurnar ætli líka að hittast í kvöld og ég vona að ég hafi tíma til að kíkja á þær en þurfi ekki að læra allt kvöldið.
Ég er samt búin að ákveða að fara til Marisu á morgun og horfa á ANTM ekki spurning. Að lokum vil ég óska Benji til hamingju með sygurinn í So you think you can dance ég hélt með honum frá upphafi hann er svo nördalega yndislegur og flottur.Ég hef það ekki lengra í dag. Ég segi bara gangi ykkur vel að lesa fyrir prófin og munið það eru bara 12 dagar til jóla :D.

Beless í bili Fjóla

Monday, December 04, 2006

Thanksgiving dinner :D


Þarna getið þið séð matinn algjört rugl.

Jæja þá er hinn langþráði Thanksgiving dinner búinn og men o men hvað hann var góður. Við mætum kl 18 og vorum þá innformuð að það yrði svona 35 mans ekkert smá partý það. Það var svakalegt fjör hjá okkur og mikill stemmari. Maturinn var rugl góður og ég hef sjaldan lent í máltíð þar sem meðlætir skiptir meira máli heldur en sjálfur kalkúnninn en það var einmitt svoleiðis þarna. Marisa gleimdi meira að segja að fá sér kalkún á diskinn sinn. Ég ætla ða fara yfir það sem var á boðstólnum. Fyrst skal nefna sjálfan kalkúninn heil 10 kg, því næst eru það karteflurnar ein venjuleg karteflu mús, önnur með sætumkarteflum og sykurpúðum og sú þriðja með sætumkarteflum og sykurhúðuðum hnetum. Þá er það einhverskonar ekkja, mais, osta réttur ofboðslega góður, því næst bbq baunabelgir, brauð, fillingin í kalkúnin, sallat og síðast en ekki síst sjö laga jelló sem tók hvorki meira né minna en 3-4 tíma að búa til þar sem hvert lag þarf að vera í kæli í allavegana 30 mín. Allir borðuðu eins og svín og voru gjörsamlega að springa þegar boðið var upp á Graskersböku sem var ótrúlega góð, hún eiginlega smakkast eins og hrátt blaut piparkökudeig mjög spes.
Ég er með nokkrar svipmyndir frá kvöldinu og ég vona að þið njótið vel og lengi af þeim.

Knús frá Fjólu fambadólu

Thursday, November 30, 2006

Nokkrar myndir frá lífi mínu nýlerga

Það er mikið búið að ganga á hjá okkur Davíð undanfarnar vikur. Í gær vorum við í mat heima hjá pabba og mömmu hans Jóns í boði ömmu hennar Marisu og þar fengum við Mexicanst hlaðborð og vá hvað það var gott, í eftirrétt fengum cið svo ís og sykurkökur sem við, ég, Marisa og amma hennar höfðum bakað fyrr um daginn. Eftir matinn var svo að sjálfsögðu farið að horfa á Americas next top model seriu 7 og hún lofar góðu að okkar mati.
Í dag er svo aftur á móri læridagur :( því nú fer að styttast í prófin. Ég á mjög erfitt að koma mér afstað þar sem ég er ekki viss um ða fara í háskólan eftir jól. Á morgun er annar læridagur og svo förum við til Clints um kvöldið í hamborgara, franska og biblíulestur hvað er betra en það ;). Helgin verður svo samblanda af lærdómi og jólaskrautsuppsetningu gaman gaman :D. Afi og amma koma svo líka heim á sunnudaginn með fullt fullt af dóti :D.
Annars fórum við á jálahlaðborð með minni famelíu og Davíðs famelíu í síðustu viku og það var alveg æðislega gott og gaman. Allir borðuðu á sig gat samt kanski sumir meira en aðrir....Davíð ;).
Við erum líka búin að fara í nokkrar hundagöngur þar sme allar stærðir að hundim voru viðstæddar allt frá Stóra Dan niður í Chihuahua en Moli stóð sig eins og hetja þrátt fyrir stærðarmuninn. Á laugardaginn er svo Chihuahua hundaganga uppi í Sólheimakoti en ég veit ekki hvort ég hafi tíma til að fara í hana.
Nú bara svo ég forvitnist finnst ykkur að ég ætti að halda áfram í Fornleifafræðinni eða ekki? Eða á ég að fara að læra hundaþjálfun og hundasnyrti og vinna í dýrabúð og safna pening?

Ég hef það ekki lengra í dag en hlakka til að heyra frá ykkur.

Kveðja Fjóla

Tuesday, November 21, 2006

Benntu á þann sem að þér þykir bestur!

Jæja þá ætla ég að varpa fram THE spurningu.
Hver er uppáhalds Bondinn?
Ég vil samt helst bara biðja þá sem eru búin að sjá Casino Royal að svara svo þetta sé sanngjarnt. Ef einhver er ekki búin að sjá hana má hann endilega kommenta þegar hann er búin að því.


Fyrstan ber að nefna Sean Connery. Myndirnar sem hannn lék í eru: Dr. No, From Russia with love, Thunderball, Goldfinger, You only live twece og Dimants are for ever.Annar er George Lazenby. Myndin hans er: On her Majesty´s secret service.

Þriðji er Roger Moore. Myndirnar hans eru: The Man with the golden gun, Moonraker, The Spy how loved me, Octopussy, For your eyes only, Live and let die og A view to a kill.


Fjórði er Timothy Dalton. Myndirnar hans eru: Living daylights og License to kill.


Fimti er Pierce Brosnan. Myndirnar hans eru: Goldeneye, Tomorrow never dies, The world is not enough og Die another day.

Sjötti er Daniel Craig. Myndin hans er: Casino Royal

Ég vona að sem flestir tjái skoðun sína hlakka til að sjá hvða ykkur finnst. Þið vitið hvað mér finnst ;D.

Kveðja Fjóla

Monday, November 20, 2006

Casino Royale


Ég var á nýju James Bond myndinni og því lík snild. Þetta er án efa besta Bond mynd sem ég hef séð og hef ég séð næstum allar núna ef ekki allar.
Daniel Craig er ekkert nema fríking snillingur og flottasti Bondinn jafnvel betri en Sean Connery og þá er mikið sagt. Andlitið á þessum manni augun sem eru stíngandi blá og sterku andlitsdrættirnir... hvernig stendur á því að það var ekki búið að ráða þennan mann fyrir löngu. Byrjunar atriðið þegar við horfum í gegnum byssuhlaupið er það flottasta sem ég hef séð.
Allir að fara í bíó og sjá hana sem allra allra fyrst.


Kveðja Fjóla

p.s mér er sama hvort einhverjir séu ósammála mér ég haggast ekki. Ástæðan fyrir því að ég elska þessa mynd svona mikið er t.d. sú að hún bregður út af vananum sem er gott!

Snjór

Ég er svo hamingjusöm að það sé komin snjór. Á föstudaginn fórum við Davíð ásamt 35 krökum úr TTT starfinu í Árbænum og Jóni, Riss, Hönnu Láru og Ingibjörgu í Ölver. Það var alveg sjúklega kalt þegar við vorum ða gera okkur til að fara og þgar við komum upp í Ölver var snjó skafl fyrir veginum sem lá upp að Ölveri þannig að við komumst ekki alla leið að húsinu. Helgin gekk ofboðslega vel fyrir sig og það var svaka stuð á krökkunum.
Þegar heim var komið var slappað af og svo farið til Jóns og Riss að borða pizzu og horfa á Kill Bill 2 og Little Brittan. Á sunnudagsmorgninum kom svo sjokkið. Þegar ég ætlaði að skella mér út með Mola að pissa var allt gjörsamlega á kafi í snjó svo ofboðslega fallegt. Moli hoppaði um eins og kanína og stóð varla hausin á honum upp úr sköflunum. Við áttum að mæta í sunnudagaskólan kl 9:30 en sáum ekki hvernig í veröldinni við ættum að komast á Trölla Angantýr þannig að við hringdum í Margréti og hún sagði að við ættum að taka leigubíl. Ég held við höfum beðið í svona 20-30 mín í símanum að bíða eftir að ná í gegn til að fá leigubíl. En á endanum náðum við í gegn og vorum komin upp í kirkju kl 10. Seinna um dagin fórum við svo labbandi til pabba og mömmu í mat og það var nú ekkert smá stuð á mínum hundi þá.
Um kvöldið leigðum við okkur svo Mission inposible 3 geggjað stuð á okkur.

Ég vona ða snjórin haldi áfram að vera fram að jólum.

Knús, jólaknús

Fjóla

Friday, November 10, 2006

Tvær stolnar ;) Sorry frænka

Ég var að skoða myndirnar hennar Berglindar frænku á netinu áðan og mátti til að skella tveimur inn.

Þarna er Ásgeir yndislegi dressaður upp sem saklaus kanína með byssu. You got to love him ;).

Þarna er ein af Jóni M. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en er hárið ekki einhvað skrítið? Hann mynnir mig örlítið á Eyrík Fjalar. Sorry Jónsy ;).

Jæja rúslur hafið þið það gott í dag og í kvöld ;). Ég elska ykkur öll og vonast til að heyra frá ykkur.

Kveðja Fjóla

p.s. allir sem eru á kafi í verkefnum og undirbúningi fyrir próf samhryggist ég og segi bara ég veit hvað þið eruð að ganga í gegnum.

Tuesday, November 07, 2006

HRFÍ laugarvegsgangan!

Á laugardaginn skelltum við Davíð okkur með Mola í grenjandi rigningu niður laugarvegin ásamt tugum hunda af öllum stærðum og gerðum. Sökum veðráttu voru ekki margar myndir teknar en þó tókum við mynd af honum Robbin hennar Ástu Maríu en hann er Griffon hundur sem hún var að fá úr einangrun. Hann er náttúrulega bara sætur og ég er alveg sjúklega skotin í honum enda getið þið bara séð sjálf. Hann er reyndar soldið blautur á myndinni en samt alveg sjúklega sætur.
Ég segi bara enn og aftur til hamingju með han Ásta og við hittumst vonandi sem fyrst ;).

Tuesday, October 31, 2006

Moli og nýja lobapeysan :D

Edda vinkona prjónaði þessa líka fínu peysu handa honum Mola fyrir skömmu og var að leggja lokahödina á hana í saumó um daginn. Finnst ykkur hann ekki glæsilgur? Hver veit nema hann eigi eftir að spossera niður laugavegin á laugardaginn í árlegu HRFÍ göngunni í nýju lobapeysunni sinni ;D.
Ég vil bara þakka Eddu alveg ynnilega fyrir og óska henni alls hins besta í framtíðinni hjá litlu fjölskyldunni hennar ;D.

Knúsar og kossar frá mér og Mola

Sunday, October 29, 2006

Let it rain

Ég var að hlusta á þetta lag með Michael W. Smith í bílnum með Davíð áðan af disknum hans Worship og það er alveg ótrúlegt ég fyllist af Guði, ef hækt er að orða það þannig, í hert einasta skipti sem ég heyri það. Maður finnur að Guð er nærri og maður vildi óska þess heytar en allt að hafa getið verið þarna akkúrat á þessari stund sem lagið var sungið tilfinningarnar eru svo sterkar.
Ef þið hafið ekki heyrt þessa úrgáfu vegna þess að hún er BEST betri en allar aðrar þá verðið þið að heyra það. Það er lesin kafli í laginu sem gjörsamlega... já þið verðið bara að heyra það. Ég set inn link á síðu þar sem hægt er að kaupa lagið á nánast ekkert og ég mæli með því fyrir þá sem ekki hafa heyrt útgáfuna það er nauðsynlegt fyrir alla að heyra hana.

http://music.msn.com/album/?album=29456692

Guð blessi ykkur og njótið lagsins það er algjört æði.

Tuesday, October 24, 2006

Gullfoss og Geysir!

Jæja mín átti ekkert að mæta í skólan í dag þannig að stefnan var tekin á Gullfoss og Geysi með Mola, Marisu og frænku hennar sem Laurel sem er hér þangð til á morgun þar sem hún er á leiðinni til Grænlands þar sem hún verður í tvo og hálfan MÁNUÐ pæliði í því. Við lögðum afstað um hálf ellefu á Sam bílnum þeirra Jóns og Riss og allt gekk svona glimrandi vel þangað til við vorum komin á Grysi og við þurftum að fara út úr bílnum. Við vorum allar mjög vel klæddar, nema kanski ég var bara í gallabuxum ekki síðum nærjum eins og þær, Moli var meira að segja í úlpunni sinni en þvílíkur kuldi VÁ!!! Við vorum alsekki lengi þarna úti en Moli var farin að skjálfa eftir smá tíma sem er nú ekki eðlilegt fyrir hann þannig að ég setti hann inn á mig og við drifum okkur inn til að fá okkur smá heitt í kroppinn. Við fengum okkur smá að borða ég fékk mér pizzu og þær hamborgara og franskar.
Eftir það kíktum við snökt á Gullfoss og lögðum svo afstað heim á leið. Þegar við vorum á leiðinni að Geysi sáum við að afi hans Jóns var í bústaðnum þeirra og héldum við að hann væri líklega ða kveikja á hitanum vegnaþess að einhver ætlaði að nota hann. En það finndna var það að þegar við vorum lagðar afstað heim á leið og við keyrðum framhjá sumarbústaðnum sáum við að afi hans Jóns var akkúrat fyrir framan okkur. Hitti skemmtilega á.
Annars hef ég fátt að segja en bara það að ég er að fara á alfa 2 núna kl sjö og verð til kl tíu í kvöld. Vakna svo í fyrramálið kl sex og fer í næstsíðasta leikfimistíman minn í Boot camp og ég verð að viðurkenna að ég hlakka svolítið til þegar það er búið en samt ekki skiljiði?

Ég hef það ekki lengra að sinni knús og kram.

Fjóla og Moli

Sunday, October 22, 2006

Ég þakka þér fyrir mig Michael Schumacher


Ég kveð mesta formúluökuþór allra tíma í dag og vil þakka honum fyrir öll þau frábæru ár sem hann hefur átt í formúlunni.
Ég mun sakna þín Schumi Guð blessi þig og framtíð þína.

Alfa 2 helgi um helgina!

Þá er maður komin heim af helginni og er maður uppfullur af því að að gera betur sem er ekkert nema gott. Helgin var yndisleg og fullt af fólki sem fékk að kynnast Guði og Heilögum anda í fyrsta sinn. Í þetta skiptið var helgin haldin í Nesbúð þar sem Kotið var upptekið en þar hafa Alfa helgarnar alltaf verið haldnar.
Núna í dag vorum við Davíð að skoða biblíuna og lesa meðal annars í Jóhannesarguðspjalli og Jesaja. Mig langaði að byðja ykkur um að skoða vel eftirfarandi texta og pæla í aðstæðunum.

Ég ætla að byrja á Jóhannesarguðspjalli kafla 19 vers 2-22. Mig langar til að fá ykkur til að velta fyrir ykkur hvað þessa stund í lífi Jesú og líka í lífi Pílatusar hefur verið alveg sjúkleg. Ég ætla að feitletra setningar sem mér finnst svakalegar á einhvern hátt.

Þá lét Pílatus taka Jesú og húðstrýkja hann.
2. Hermennirnir fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu á höfuð honum og lögðu yfir hann purpurakápu.
3. Þeir gengu hver af öðrum fyrir hann og sögðu: Sæll þú, konungur Gyðinga, og slógu hann í andlitið.
4. Pílatus gekk aftur út fyrir og sagði við þá: Nú leiði ég hann út til yðar, svo að þér skiljið, að ég finn enga sök hjá honum.
5. Jesús kom þá út fyrir með þyrnikórónuna og í purpurakápunni. Pílatus segir við þá: Sjáið manninn!
6. Þegar æðstu prestarnir og verðirnir sáu hann, æptu þeir: Krossfestu, krossfestu! Pílatus sagði við þá: Takið þér hann og krossfestið. Ég finn enga sök hjá honum.
7. Gyðingar svöruðu: Vér höfum lögmál, og samkvæmt lögmálinu á hann að deyja, því hann hefur gjört sjálfan sig að Guðs syni.
8. Þegar Pílatus heyrði þessi orð, varð hann enn hræddari.
9. Hann fór aftur inn í höllina og segir við Jesú: Hvaðan ertu? En Jesús veitti honum ekkert svar.
10. Pílatus segir þá við hann: Viltu ekki tala við mig? Veistu ekki, að ég hef vald til að láta þig lausan, og ég hef vald til að krossfesta þig?
11. Jesús svaraði: Þú hefðir ekkert vald yfir mér, ef þér væri ekki gefið það að ofan. Fyrir því ber sá þyngri sök, sem hefur selt mig þér í hendur.
12. Eftir þetta reyndi Pílatus enn að láta hann lausan. En Gyðingar æptu: Ef þú lætur hann lausan, ert þú ekki vinur keisarans. Hver sem gjörir sjálfan sig að konungi, rís á móti keisaranum.
13. Þegar Pílatus heyrði þessi orð, leiddi hann Jesú út og settist í dómstólinn á stað þeim, sem nefnist Steinhlað, á hebresku Gabbata.
14. Þá var aðfangadagur páska, um hádegi. Hann sagði við Gyðinga: Sjáið þar konung yðar!
15. Þá æptu þeir: Burt með hann! Burt með hann! Krossfestu hann! Pílatus segir við þá: Á ég að krossfesta konung yðar? Æðstu prestarnir svöruðu: Vér höfum engan konung nema keisarann.
16. Þá seldi hann þeim hann í hendur, að hann yrði krossfestur. Þeir tóku þá við Jesú.
17. Og hann bar kross sinn og fór út til staðar, sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata.
18. "Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra sinn til hvorrar handar; Jesús í miðið."
19. Pílatus hafði ritað yfirskrift og sett hana á krossinn. Þar stóð skrifað: JESÚS FRÁ NASARET, KONUNGUR GYÐINGA.
20. Margir Gyðingar lásu þessa yfirskrift, því staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og þetta var ritað á hebresku, latínu og grísku.
21. Þá sögðu æðstu prestar Gyðinga við Pílatus: Skrifaðu ekki konungur Gyðinga, heldur að hann hafi sagt: Ég er konungur Gyðinga.
22. Pílatus svaraði: Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað.

Finnst ykkur þetta ekki magnað. Ég held að maður þurfi ekki mikið hugmyndaflug til að koma þér á þennan stað og upplifa þessa stund aftur. Pæliði í þessu sem Pílótus segir hann er búinn að segja mörgu sinnum við Gyðingana að hann sjái ekkert sem Jesús hefur gert rangt og segir við Gyðingana takið þið hann bara og krossfestið vegna þess að hann vill losna frá þessu því hann veit að Jesús hefur ekkert gert rangt.
Mér finnst alveg mögnuð þessi orð í versi 7-10. Pílatus er svo hræddur vegna þess að hann er búin að sjá það sem Gyðingarnir sjá ekki.. það að Jesús er sonur Guðs og þessvegna er hann svona hræddur. Hann er líka á grátbyðja Jesú um að svara sér til þess að hann geti látið hann lausan og þurfi ekki að dæma hann til dauða og spyr hann hvort Jesú átti sig ekki á því hversu mikið vald hann hafi. Jesús svarar honum þó í 11 versi og segir að hann hefði ekkert vald yfir honum nema af því hann fékk það fá Guði og segir líkað að sökin muni vera þyngri á Gyðingunum en Pílatusi samt sem áður vegna þess að þeir framseldu hann (eða ég skil þetta þannig).
Pílatus spyr manfjldan Sjáið þið konung ykkar? Á ég að krossfesta Konung ykkar? Mér finnst þessar spurningar hans svo flottar hann er svo að reyna að sýna þeim fram á hvað þau eru að hann um að gera en þau sjá það ekki en að Jesús er Konungur þeirra.
Vers 19 er líka frábært þar sem Pílatus semur basicly textan á "legstein" Jesú. Hann vildi ekki draga neitt úr því sem hann trúði að Jesú hafi verið Konungur Gyðinga en ég held líka að Pílatus hafi jafnvel áttað sig á því að hann var meira en bara Konungur Gyðinga.
Vest 22 segir líka svo mikið um það hvað Pílatus hefur borið mikla virðingu fyrir Jesú.

Þá er komið að Jesaja kafla 52 vers 13-15 og kafla 53 vers 1-3.

13. Sjá, þjónn minn mun giftusamur verða, hann mun verða mikill og veglegur og mjög hátt upp hafinn.
14. Eins og margir urðu agndofa af skelfingu yfir honum svo afskræmd var ásýnd hans framar en nokkurs manns og mynd hans framar en nokkurs af mannanna sonum
15. eins mun hann vekja undrun margra þjóða, og konungar munu afturlykja munni sínum fyrir honum. Því að þeir munu sjá það, sem þeim hefir aldrei verið frá sagt, og verða þess áskynja, er þeir hafa aldrei heyrt.
1. Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
2. Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.

Pæliði í þessum lýsingum á Jesú eða eins og þið vitið er þetta spádómurinn um Jesú í Jesaja. En það komi mér ekkert mjög á óvar að Jesú hafi verið ljótur þar sem mun auðveldara er að hata ljótt fólk heldur en fallegt eruð þið ekki sammála því?
Pælum í þessu og segið mér hvað ykkur finnst.

Wednesday, October 18, 2006

Úrslit eru ráðin!!!!!!!!

Jæja þá hefur fólkið talað og komin er niðurstaða.
Fólkið vill Papillon fyrir mig og ég verð að viðurkenna að eins og ég stend í dag er ég á sama máli. Það þýðir samt ekki að ég eigi ekki eftir að skipta um skoðun svona 70.000 sinnum áður en endanleg ákvörðun verður tekin ;D. Ég vil bara þakka öllum fyrir að koma með sína skoðun á málinu það er mikil hjálp ;).
Ég vil enda með að setja mynd af rjómabollunni minni sem er ekkert nema algjör ljósgeysli.Hafiði góðan dag.

Knús og kram Fjóla FLOTT!!! ;D

Monday, October 16, 2006

Nokkrar myndir til að auðvelda valið!Ég vil endilega biðja ykkur um að setja inn ykkar skoðun á því hvorn hundin ég ætti að fá mér og útskýringu afhverju ég ætti að fá mér hann.
Mérfinnst gaman að sjá hvað fólki finnst.

Þarna eru tveir Griffon hvolpar algjörar rúslur

Þarna er einn Papillon hvolpur mergjað sætur.

Sjáiði þetta andlit hver myndi ekki galla fyrir þessu?

Þessi er svo gullfallegur og svo spegingslegur mér finnst hann æði. Þessi eyru eru líka alveg til að drepa mann... svo flott :D

Jæja Góða fólk ég vil biðja ykkur um að commenta á bloggið yrir neðan takk fyrir :D

Sunday, October 15, 2006

Belgískur Griffon eða Papillon?

Jæja krakkar mínir núna vil ég heyra ykkar álit á málunum.
Ný er stefnan sett á að fá sér annan hund á næstunni annaðhvort núna næsta sumar ef ég næ að sannfæra Davíð, ömmu og afa eða sumarið 2008. Málið er bara það að hvaða tegund á að fá sér.
Ég er búin að kynna mér mjög vel þessar tvær tegundir Griffon og Papillon og lýst vel á þær báðar en eina meira en hina. Nú langar mig að fá ykkar álit. Hvað finnst ykkur Griffon vs Papillon?

Þá skulum við byrja á Papilloninum

Lýsing
Papillon (sem þýðir fiðrildi á frönsku) fékk nafnið vegna eyrnanna sem minna helst á fiðrildavængi, og þegar hann hleypur er líkt og hann blaki vængunum. Papillon er lítill og fíngerður hundur, hann er alltaf einstaklega fjörugur og vinalegur og bindur sig traustum böndum við eiganda sinn og verður stundum eigingjarn og þykist eiga hann. Hann getur laðað sig að lífi í borg sem byggð. Papillon er barngóður hundur sem auðvelt er að þjálfa, hann hefur náð góðum árangri m.a. í hundafimi. Hann er líflegur, ástúðlegur, ákafur, ávalt árvakur og nokkuð fjarlægur ókunnugum. Í nokkrum löndum er Papillon og Phaléne skilgreindir sem sama tegundin. Sú tegund er þá kölluð ,,Contiental Toy Spaniel.” Ræktunarmið þeirra er nákvæmlega það sama, nema þegar kemur að lýsingu á eyrnastöðu.

Uppruni
Sögur segja að Dwarf Spaniel sem var uppi á 16 öld, sé forfaðir Papillon. Af feldinum og byggingu að dæma er þó líklegt að hann sé skyldur Evrópskum Spits hundum. Phaléne er eldri en Papillon sem kom fram á 19 öld og var líklega blandað við Þýska dvergspits, til að fá uppréttu eyrun. Ræktunarmiðið var viðurkennt árið 1937.

Umhirða
Dagleg burstun og kembing, sérstaklega eyru, skott og buxur. Böðun reglulega, klippa þarf klær eftir þörfum

Hreyfing
Papillon þar meðalmikla hreyfingu, og hefur gaman af útivist.

Leyfilegir litir
Allir litir leyfilegir á hvítum grunni. Hvítur litur á líkama og fótum verður að vera ráðandi. Nokkuð breið, hvít blesa er mikils metinn, en ríkjandi hvítur litur á höfði er galli. Varir, augnaumgjörð, og nef verður að vera svart.

Hæð á herðakamb
Hámark 28 sm.ÞyngdTil eru tvö þyngdarmörk; 1.5 - 2.5 kg. Og 2.5 - 4.5 kg.

Þyngd
ætti að vera í samræmi við stærð.

Þá er það Griffoninn


Lýsing
Líflegur, greindur, fjörugur og árvakur hundur. Griffon er skemmtilegur og kubbslegur lítill hundur. Til eru þrjú afbrigði af tegundinni, eini munurinn er hárafar og litur. Brussel Griffon og Belgískur Griffon hafar hár af miðlungslengd, og er það þétt og stíft. Litli Brabant er snögghærður. Griffon er skemmtilegur félagi, og semur yfirleitt vel við aðra hunda. Hann þolir frekar illa kalda veðráttu. Þess má geta, að í kvikmyndinni ,,As Good As It Gets" var einn af aðaleikurunum hundur af þessari tegund (Brussel Griffon afbrigðið).
Griffon er lítill félagi sem er árvakur og í góðu jafnvægi. Griffon ætti að hafa sterkleg bein, en samt sem áður að vera tignarlegur í hreyfingum. Andlitið á honum er sérkennilegt og er nokkuð mannlegt á að líta. harðger, orkumikill, líflegur og kátur. Hann verður mjög háður eiganda sínum. Árverkni gerir hann að góðum, litlum varðhundi. jafnlyndur hundur sem þarf þó ákveðna þjálfun

Uppruni
Vinsældir tegundarinnar risu á milli heimstyrjaldanna, það voru bókstaflega þúsundir af tíkum með hvolpa, aðeins í Belgíu. Í dag hefur hann leyst af hólmi í vinsældum í nokkrum löndum, ættingja sinn Yorkshire Terrier. Þessir tegund er ein sú vinsælasta í Belgíu. Brussel Griffon er elsta afbrigðið aftegundinni. Tegundin er komin af Barbet. Lagfæringar á tegundinni byrjuðu fyrir árið 1880 í Brussel. Notaðar voru tegundirnar Affenpinscher, Franski Barbet, Yorkshire Terrier, Pug og King Charles Spaniel í Ruby lit. Brussel Griffon var fyrst sýndur í Brussel árið 1880. Fyrsta ræktunarmiðið var skrifað 1883 og því breytt árið 1904. Belgíski Griffon var talin þróaður með því að kynblanda Brussel Griffon við Pug og ef til vill einnig við litla Terrier hunda. Afbrigðið var viðurkennt árið 1908. Belgian Griffon var nær útdauður á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hann er óþekktastur af Belgísku Griffon hundunum. Augljóslega hefur Pug verið bætt við stofninn, til að fá út snögga afbrigðið, Litla Brabant.

Umhirða
Brussel og Belgian Griffon þarf að bursta reglulega og verður hann að fá fagmannlega snyrtingu á um 3 mánaða fresti. Hann er með feld sem þarf að reyta. Fylgjast þarf með augum. Fylgjast þarf með augum og fellingum í andliti. Litli Brabant þarfnast lítillar feldhirðu.

Hreyfing
Daglegar, meðallangar gönguferðir. Griffon líkar ekki að vera skilinn eftir einn. Hann er hentugur fyrir borgarlíf, en þolir hita ekki of vel.

Leyfilegir litir
Brussel Griffon: rauðleitur-brúnn. Litlir svartir blettir á skeggi og höku eru leyfilegir. Belgian Griffon: Svartur, svartur og rauðbrúnn og samsetning af svörtum og brún-rauðleitum. Small Brabant: brún-rauðleitur og svartur og rauðbrúnn. Svört gríma í andliti er ekki galli.

Hæð á herðakamb
Hæð ekki skilgreind.

Þyngd
Þyngd 3.5 - 6 kg

Jæja hvða segið þið

Kveð í bili

Fjóla Dögg

Saturday, October 14, 2006

Mola mynda flóð!!!!!Þarna er fallegasti hundur í heimi. Hann heitir Moli og er núna í dag 18 mánaða og 4 daga. Þessi hundur er algjör ljósgeisli og ég elska hann svo mikið.
Núna þegar maður er að spá í að fá sér annað kríli þá vantar ekki að maður er soldið hræddur um að sá voffi verði ekki eins æðislegur á allan hátt og Moli.Mér finnst þessi svo sæt af Mola það er eins og hann sé brosandi.
Hann er náttúrulega altaf svo glaður.

Það var soldið heitt þennan dag og við vorum ða koma úr lanri göngu með fullt af tjúum og minn var sæll og ánægður með lífið. Ég er nokkuð viss um að Moli sé til í að fá annan vin inn á heimilið þar sem hann elskar að vera með öðrum hundum.
Ég kýs að kalla þessa STÓR vs litill. Þarna er Moli ða kúra hjá litla brósanum mínum "eða þannig" honum Hlynsa. Þeir eru voðalega góðir saman og Hlynur elskar hann þótt hann eigi kanski erfitt með að segja það.

Ég segi takk í bili

Knúsar

Friday, October 13, 2006

Mynda flóð!!!!

Var að fletta í gegnum myndirnar okkar Davíðs og langaði að deila með ykkur nokkrum.

Þarna er kallin minn í Epcot. Við erum þarna í Ameríku en fyrir þá sem ekki vita er Epcot garður sem er svona hálfgerður fræðslu garður. Þú getur farið til margra mismunandi landa og séð menningu þeirra og nokkra þekta hluti frá því landi.
En svo ég nefni nokkur af þeim l0ndum sem eru í garðinum þa´má nefna Noreg, England, Kanada, Mexico, Frakland, Ítalía, Japan, Kína o.s.fv.


Þarna er ég líka í Ameríku í Epcot. Þetta er einn af uppáhaldsgörðunum mínum og ég gjörsamlega elska að fara þangað.
Ég veit ekki hvernig næsta sumar fer en það kemur í ljós hvort við förum til Ameríku en það er allavegana ákveðið að fara hringinn í kringum Ísland með Marisu og Jóni og kanski að fá okkur hvolp við sjáum bara til ;).


Þarna er dúllan mín að borða ostafranskar eða "cheesfrees" á Out back steak houes. Þetta er einn af tveimur mjög frægum forréttum á Out back en hinn er the Blooming onion sem er risa stór laukur sem er skorinn þannig að han hangi allur saman og lítur út eins og blóm. Honum er öllum skelt í hveiti blöndu og svo djúpsteiktur.


Þá erum við komin í Magic Kingdom. Þetta er náttúrulega Disney garður aldra Disneygarða. Það var alvegsjúklega gaman þar eins og alltaf. Þarna stend ég fyrir utan höl Öskubusku.

Þetta er ég hjá eftir mynd af stæðsta manni í heimi í Ripleys beleve it or not safninu á Flórída.
Ég ætla ekki ða hafa þetta lengra í dag vonandi njótið þið bara myndana og hafiði góðan dag og góða helgi.
ég þarf að fara núna að elda þar sem gestir eru að koma í kvöld.

Love frá Fjólu FLOTT ;)

Tuesday, October 10, 2006

Kristilegi kærleikurinn...eða þannig!

Komiði sæl

Nú finnst mér vera komin tími á mig að tala. Góð vinkona mín skrifaði blog fyrir skömmu sem virðist hafa komið illa við marga. Nú spyr ég afhverju í veröldinni geta sumir ekki séð hvað hún er í raun og veru að segja með þessu bloggi, það að hún er að biðja fólk um að biðja fyrir kirkjunni á Íslandi. Mundi ég ekki vera þakklát ef einhver myndi vilji biðja fyrir kirkjunni minni? Jú ég er nokkuð viss um það!

Fólk er að hengja sig á því að hún hafi sagt að kirkjan væri dauð á Íslandi, afhverju er það? Getur það verið vegna þess að það sé smá sannleikur í því og þessvegna eigi sumir svona erfitt með að heyra það? Ef þið eruð ekki sammála mér og vinkonu minni (og fleirum) þá eigið þið að hjálpa henni og mér að sjá ljósið og sýna henni og mér fram á að þetta sé ekki satt. Engin gerði það. Fólk réðst á hennar persónuleika og sagði að hún vissi ekkert um þetta mál og ætti því ekki tjá sig um málið. En hvað með mig...nú veit ég meira en hún, ég bý hér og veit nokkurn veginn hvernig kirkjan er og ég er á sama máli og hún. Er ég líka 5 mínútna vitleysis reynslulaus kona? Er ég að reyna að særa einhvern með því að taka undir hennar blogg? Er ekki vilji til þess að bæta kirkjuna og taka við bænaáskoruninni með jákvæðum hætti?

Ég skil ekki hvernig hægt er að koma svona fram við manneskju sem sumir þekkja lítið sem ekkert,og er ný flutt til þessa lands, þvílíkur kristilegur kærleikur!!! Ég veit það fyrir víst að mikið baktal og háð hefur átt sér stað, ég spyr...HVAÐ ER MÁLIÐ, þvílíkir prestar munu sumir verða í framtíðinni (munum við erum öll "prestar" ;) eða þannig séð) ef þetta verða viðbrögðin við smá kirkjugagnrýni.

Bloggið hennar sýndi ekkert nema kærleika en hvað fær hún til baka? Ég segi skoðið sjálfa ykkur og hugsið þetta blog upp á nýtt og þá kannski sjáið þið hversu mikill kærleikur fylgdi þessu blogi.
Ég vil bæta allar kirkjur á Íslandi. En framtíðin virðist ekki björt ef viðbrögðinn við smá athugasemd eru svona.

Bara hugsum málið...kv. Fjóla

Sunday, October 08, 2006

Sumarbústaðar ferð og draumur um Papillon


Jæja góða fólk.

Við Davíð fórum í bústað um heigina með Marisu og Jóni og var líka svona mikið stuð á okkur. Meeko og Moli komu með og þeir léku sér eins og bestustu félagar semsagt ekki eins og hundur og köttur ;). Við átum og átum ogátum, töluðum um heim og geima og horfðum á Litle Briten sem er náttúrulega bara gargandisnilld. Við náum að troða inn smá lærdómi sem var mjög gott en það var nú samt ekki mikið.
Ég ætla að skella inn nokkrum svipmyndum úr bústaðnum svo þið sjáið stemmarann.
Þá er ég alveg orðin veik að fá mér annann hund. Mig hefur alltaf langað í Papillon og var ég alveg ákveðin að fá sér þá tegund þegar ég fékk mér Mola en er ég fegin að hafa ekki gert það þar sem ég vildi alsekki hafa misst af Mola. Það eru mörg atriði sem þarf þó að hugsa áður en maður ákveður að fá sér annan hund. Fara yfir kosti og galla og það sem ég er stressuðust fyrir að tala við ömmu og afa og reyna að fá þau inn á þá línu að við meigum fá okkur annann hund hingað niður þó það væri ekki nema í stuttan tíma þangað til við loksins fáum okkur okkar eigin íbúð. Þetta er þó eingan vegin endanlega ákveðið. Ég var rétt í þessu að senda tölfupóst á tengilið Papillon hjá HRFÍ og spurjast fyrir um næsta sumar hvort einhver got væru plönuð.
En ég læt ykkur vita hvernig mál standa seinna meir.

Hef það ekki lengra að sinni

Knús knús Kveðja Fjóla Dögg

Monday, October 02, 2006

Síðbúinn saumó hjá okkur Davíð.

Fannst þessi mund skemmtilega og er kanski soldið lýsandi fyrir kvöldið okkar vegna þess að maður veit aldrei hverju maður á von á ;D

Þá er loksins komið að því að við höfum tíma til að halda eitt stikki MH saumaklúbb. Hann verður haldinn heima hjá okkur á miðvikudaginn kl 20 og ALLIR þeir sem eru í saumaklúbbnum (sbr. www.mh-gellur.blogspot.com ) eiga að mæta hressir og kátir. Heimilisfangið er eins og venjulega Brúnastekkur 4. Ég vonast til að sjá ykkur ÖLL og að við getum spjallað saman og haft það gaman, rætt um skólann og lífið eins og við vorum vön að gera á hverjum degi fyrir ca tvemur árum síðan ;).
Knús dúllurnar mínar og hlakka til að sjá ykkur.

Kveðja Fjóla Dögg og Davíð Örn

Thursday, September 28, 2006

Lúthersk hjónahelgi um helgina

Þá er komið að því að við förum á hjónahelgina. Ég er svona á báðum áttum hvort við eigum að fara eða ekki bara vegna þess að mér finnst allt þetta leindarmál sem er í kringum þetta og það að við verðum að vera þarna alla helgina og meigum ekkert fara eða neitt finnst mér hálf bjánalegt. En á hinn bóginn erum við að fara að tala um hjónabandið og Guð í hjónabandinu vona ég og það er alltaf gott og nauðsynlegt. Einnig fáum við að vera á Hóteli yfir alla helgina og borða góðan mat. En aðal ástæðan fyrir því að ég fer er auðvita til að vera með Davíð og eiga góða helgi með honum og njóta þess að vera til.
Ástæðan fyrir því að við erum að fara á helgina er sú að mamma hans Tomma vinar okkar vildi bjóða okkur að koma. Málið er það að eina leiðin til að komast á svona helgi er ef einhver sem er í þessum hópi bjóði þér. Einnig sagði hún að hún væri alveg viss um það að við værum í góðu og traustu hjónabandi og það þarftu ða hafa líka til að fara. Þessi helgi er ekki gerð fyrir hjónabönd sem eru í rústi þetta er ekki helgi sem er gerð til að laga hjónabönd.
Við Davíð fórum til Jón og Riss í gær í kvöldmat þar sem vikulegi hittingurinn okkar klúðraðist vegna þess að við erum að fara á helgina. Við fengum fisk og Meeko og Moli fengu að leika. Eins og venjulega spjölluðum við um heima og geima og fórum mun seinna heim en við ætluðum.
Mig langaði að benda þeim á sem ekki hafa lesið bloggið þeirra Marisu og Jóns að kíkja þangað. Marisa er að tjá sig um kirkjuna á Íslandi í dag og ég er svo sammála því sem hún er að segja.

Ég hef þetta ekki lengra í dag
Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla Dögg

Friday, September 22, 2006

Komin heim :D og fult að gera um helgina

Þá erum við aftur flutt heim hress og kát og sæl. Linda og Sveinbjörn komu heim í morgun færandi hendi með kjúklingabringur, kalkúnaálegg og kalkúna bringur. Það er alveg haugur af drasli úti í bíl sem á enþá eftir að taka inn en ég ætla að bíða eftir því að Davíð komi heim til að hjálpa mér að bera allt draslið inn. Í kvöld koma Marisa og Jón í vikulegan kvöldmat og er planið að hafa fiskrétt og einhvað holt og gott í desert (ef það er til ;)). Á morgun er svo komið að svinddegi þar sem við Davíð höfum staðið okkur svo sjúklega vel í matardagbókinni okkar sem við fengum í Boot Camp. Þá er planið að fara á Stælinn, vonandi með Riss og Jóni, fá sér ís og kaupa köku í Bónus á tilboði.
Á sunnudaginn er planið að fara í mat til tengdó og fá bonelass ribbs sem mér finnst nú soldið undarlegt að sé til ;). Annars segi ég bara góða helgi gott fólk og hafið að gott.

Kveðja Fjóla

Wednesday, September 20, 2006

Boot camp og langþráð heimferð


Við Davíð gerðumst það gróf á dögunumn þegar ég fékk póst um það að verið væri að bjóða nemum við Háskóla Íslands í Boot camp að skrá okkur. Við fórum í fyrsta tíman í gær og men oh men hvað það var svakalegt. Þetta er 6 vikna prógram 3 í viku kl 7 á morgnana með matardagbók og kostar 12000 kr. Ég ætla rétt að vona að við verðum komin í sjúklegt form eftir þetta og þá jafnvel bætum við við okkur 6 vikum í viðbót.
Annars er það annað að frétta að bráðum förum við heim í Brúnastekkinn loksins. Við erum búin að vera hér í næstum tvær vikur og er maður farin að sakna þess að vera ekki heima. Annars hef ég fátt annað að segja en tími er kominn til fyrir mig að fara að lesa heima fyrir næstu viku.

Bið að heilsa ykkur

Kveðja Fjóla Dögg

Friday, September 15, 2006

Helgin frammundan

Jæja gott fólk þá er komin helgi. Það verður nóg að gera hjá okkur hérna á Aflagrandanum eins og venjulega en það er bara gaman. Planið er að fara í bíó í kvöld með dúllunum okkar Báru og Ásgeiri á vonandi Lady in the Water þar sem mig langar svo að sjá hana. Á morgun er svo planið að byrja daginn á því að fara á hlöðuna og læra fyrir næstu viku í nokkra klukkutíma og koma svo heim og slappa af og hafa það kósí. Við erum búin ða bjóða Jóni og Riss í heimsókn að horfa á mynd þannig að það er aldrei að vita að þau láti sjá sig. Á sunnudaginn verður svo kaffiboð hjá okkur fyrir kirkju þar sem ég ælta að baka Gulrótaköku uppáhaldið mitt, Davíðs og Riss og svo hina einu sönnu Lúxusfléttu sem er alveg sjúklega góð og hrillilega fitandi ;).
Við Davíð vorum að skrá okkur í dag í Boot Camp í Háskólaíþróttahúsinu. Námskeiðið verður í 6 vikur kostar 12.000 kr og er þrisvar í viku eða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 7-8 á morgnana og á laugardögum kl 9-10 á morgnana þannig að það á að taka á því eins og mér finnst erfitt að gera leikfimi á mornana ;). Allir sem eru í Háskóla Íslands oghafa áhuga á ða fara í Boot Camp endilega skrá sig.
Annars óska ég öllum góðrar helgi.

Knús og koss
Kveðja Fjóla

Thursday, September 14, 2006

Lukas Rossi sygurvegari Rock Star

Þá er það búið og Lukas kom út sem sigurvegari og held ég að það sé bara rétt val hjá Supernova þar sem hann fellur lang best inn í þennan hóp manna. Kvöldið í gær var sangjant varðandi það að Magni lenti í fjórða sæti, hann var frábært og er frábær en hann var ekki sá rétti fyrir Supernova. Þrátt fyrir það er ég með það nokkurvegin á hreinu að það kosningin hafi ekki farið eins og það var sýnt framá í gær þar að segja að Magni og Toby væru tveir neðstu og Dalana og Lukas væru efst allavegana ekki miðað við hvernig þetta hefur verið að fara í sýðustu tveimur þáttum og miðað við að við hérna heima jukum sms kosninguna (takið eftir sms kosninguna ekki að meðtöldu netinu) um 65%. Ég kem því með samsæriskenninguna um að Magni hafi veriðsettur í fjórða sætið til að geta losnað við hann sem fyrst vegna þess að hann hefði aldrei verið valin í hljómsveitina.
Ég hef fátt annað að segja en bara til hamingju til Magna að hafa komist svona langt og að mínu mati ert þú með lang bestu og sterkustu röddina en Lukas sigraði og ég óska honum því til hamingju með það.

Monday, September 11, 2006

Fyrsti venjulegi dagurinn í skólanum í dag

Jæja þá er maður búin að fá smjör þefin af því hvernig þetta verður hjá manni í vetur. Ég fór nú reyndar bara í einn tíma þar sem kennarinn í Skandinafískri fornleifafræði var veikur en í staðin sit ég hérna á Hlöðunni og er að byrja lesa fyrir næstu viku. Það verður mjög mikið að gera hjá okkur Davíð í þessari viku sem er nú samt bara alveg ágætt. Við erum að flitja í 10 daga á Aflagrandan til að passa Benjamín og Guðlaugu. Jón Magnús á svo afmæli núna á miðvikudaginn og er okkur boðið í smá afmælis mat heima hjá skötuhjúunum. Það er líka komið að því að taka sig á í sambandi við mataræði og hreyfingu eftir sumar hámelsi og leti. Á sunnudaginn verður líka matarboð heima hjá Tinnu þannig að það vantar ekki að vikan verður alveg troðin þegar maður bætir því svo inn að maður þarf að vinna og læra líka.
Annars hef ég allt gott að segja fíla mig í fornleifafræðinni og hef það bara gott. En ég frétti núna um helgina ða hann Tommi minn hafi fengið fyrir hjartað og hafði verið fluttur í sjúkrabíl uppá spítala í London fyrir skömmu en það var útaf stressi. Ég segi því bara elsku Tommi minn viltu passa þig litli kall og við Davíð munum hafa þig í bænum okkar og biðjum þess að þú verðir í lagi og hægir aðeins á þér ;).

Ég kveð að sinni

Fjóla fornleifanörd

Friday, September 08, 2006

Fornleifafræði ferð.

Þá er maður mættur aftur heim í Reykjavíkina eftir 5 daga veru í Skálholti. Það var mikið sem var gert yfir þennan stutta tíma en við unnum frá 9-17 á daginn sama hvernig veðrið var. Við lentum í nokkrum slæmum veðráttum en einnig fengum við góðan dag sem var alveg frábært góð tilbreyting frá því að liggja á hnjánum í drullupolli og leðju og moka eins og vitlisingur. Dagurinn í dag var samt allra vestur það var hávaða rok og grenjandi rignig. Við unnum reyndar bara fram að hádegi en það sem við þurftum að gera var að tyrfa yfir það sem við vorum að vinna í til að veturinn eiðileggi ekki allt það sem við vorum að vinna í. Að tyrfa (eða setja grasþökur yfir vinnusvæðið okkar) er EKKI auðvelt, þökurnar eru alveg níþungar og enn vera þegar það rignir á þig stanslaust og þú fýkur næstum með sleipar þökurnar. Við vorum samt ekki mjög lengi að þessu þar sem við vorum þó nokkur og okkur varð ekki kalt þar sem við unnum í okkur hita.
Jæja ég segi ykkur kanski meira seinna meir en hef það ekki lengra í bili.

Kveðja Fjóla Dögg

Monday, September 04, 2006

Matarboð í gær hjá Jóni og Riss

Okkur Davíð var boðið í mat til Jóns og Marisu í gær og fengum við svona líka góðan lax og í eftirrétt einn af frægu seikunum hans Jóns. Við spjölluðum og byrjuðum að horfa á V for Vandetta en svo tókuim við pásu á henni þar sem ég þurfti að fara yfir til Guðnýjar vinkonu að hitta söngspírurnar mínar. Ég ætlaði að kveðja Jönu en hún ákvað að fara frekar í flug en koma eða koma mjög seint. Ég var þar í rúman klukkutíma en fór svo aftur yfir til Jóns og Riss þar sem við kláruðum að horfa á myndina, sem by the way war alveg ofsalega góð, og svo spjölluðum við lítilega áður en við Davíð skelltum okkur heim til að verða ekki of þreytt fyrir daginn í dag.
Ég þarf núna að fara ða gera mig alveg endanlega til fyrir ferðina en ég bið að heylsa ykkur og óska ykkur góðrar viku.

Love you guys

Kveðja Fjóla

Myndir frá laugardeginum

Þarnar er verið að staðfesta giftingu þeirra, en Kjartan sá um það hér eins og úti á San Diego.

Jæja þarnar eru dúllurnar að fara að skera brúðartertuna. En þetta var súkkulaði bomba sem var alveg ofsalega góð.
Þarna eru Berglind og Jón Ómar sem sátu með okkur á borði. Við sátum á borðinu sem hét "Kærleikurinn vonar allt".

Jæja þarna eru Bára og Ásgeir ynndi. Þau sátu líka með okkur á borði og héldu uppi stemmaranum :D.

Keith Reed stóð fyrir skemmtilegum leik sem hann lét alla á háborðinu taka þátt í, en hann fól í sér að einn burjaði að gera eina hrefingu næsti tók við henni og bjó til aðra en leikurinn heitir "Þekkir þú hann Jón" þá svarar þú "hvaða Jón?" þá er svarað "Jón sem gerir svona (hreyfing)"

Ólöf Inger og Heiðrún fengu Jón bróssa til að koma og taka með sér eitt af þeim lögum sem var ódauðlegt hjá Jóni og þá sérstaklega þegar Marisa var enn í Bandaríkjunum. Það er lagið Ant no sunschine when she´s gon (kann ekki alveg að skrifa það). Þetta var alveg ofsalega flott þar sem Kiddi tók líka þátt í söngnum.

Ég læt þetta nægja í bili.

Annars hef ég það að segja að ég mun líklega ekkert blogga fyrr en í fyrstalagi á föstudag þar sem ég er ða fara í fimm daga ferð upp í Skálholt með Fornleifafræði hópnum mínum. Ég segi því bara heyri betur frá ykkur á föstudaginn.

Bless bless Fjóla Dögg