Friday, September 08, 2006

Fornleifafræði ferð.

Þá er maður mættur aftur heim í Reykjavíkina eftir 5 daga veru í Skálholti. Það var mikið sem var gert yfir þennan stutta tíma en við unnum frá 9-17 á daginn sama hvernig veðrið var. Við lentum í nokkrum slæmum veðráttum en einnig fengum við góðan dag sem var alveg frábært góð tilbreyting frá því að liggja á hnjánum í drullupolli og leðju og moka eins og vitlisingur. Dagurinn í dag var samt allra vestur það var hávaða rok og grenjandi rignig. Við unnum reyndar bara fram að hádegi en það sem við þurftum að gera var að tyrfa yfir það sem við vorum að vinna í til að veturinn eiðileggi ekki allt það sem við vorum að vinna í. Að tyrfa (eða setja grasþökur yfir vinnusvæðið okkar) er EKKI auðvelt, þökurnar eru alveg níþungar og enn vera þegar það rignir á þig stanslaust og þú fýkur næstum með sleipar þökurnar. Við vorum samt ekki mjög lengi að þessu þar sem við vorum þó nokkur og okkur varð ekki kalt þar sem við unnum í okkur hita.
Jæja ég segi ykkur kanski meira seinna meir en hef það ekki lengra í bili.

Kveðja Fjóla Dögg

3 comments:

Anonymous said...

Úff ég kannast við þetta með grasþökurnar.... Hef verið að tyrfa einmitt í rigningu líka.. Miklu erfiðara en þetta lítur út fyrir að vera!

Anonymous said...

hæhæ! gaman að heyra að þú sért að fíla þetta. Ég er með stórfréttir: við vorum að fá flatskjár í vinnunni. jibbíííí :) Heyri í þér við tækifæri. Hafðu það gott skvís. kv Linda

Fjóla Dögg said...

Geggjað gott að frétta það