Jæja þá er maður að fara í kynningu hjá Hugvísindadeild og hjá Fornleifafræðinni sjálfri eftir smá stund. Það er ekki laust við að maður sé orðin soldið spenntur enda mjög spennandi nám framundan. Í kvöld er svo afmælispartý hjá Tinnu vinkonu og Brúðkaup á morgun hjá Jóni og Marisu. Eftir helgina fer ég svo upp í Skálholt og verð þar alla vikuna eða fram á föstudag vegna þess að fyrstu tímarnir mínir er Fornleifafræði á vettvangi. Ég þarf því að pakka ofaní tösku fötum og öðrum nauðsinjum og hafa allt tilbúið fyrir ferðina austur.
Ég hef það ekki lengra að sinni. Hafið þið það gott.
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment