Thursday, September 28, 2006

Lúthersk hjónahelgi um helgina

Þá er komið að því að við förum á hjónahelgina. Ég er svona á báðum áttum hvort við eigum að fara eða ekki bara vegna þess að mér finnst allt þetta leindarmál sem er í kringum þetta og það að við verðum að vera þarna alla helgina og meigum ekkert fara eða neitt finnst mér hálf bjánalegt. En á hinn bóginn erum við að fara að tala um hjónabandið og Guð í hjónabandinu vona ég og það er alltaf gott og nauðsynlegt. Einnig fáum við að vera á Hóteli yfir alla helgina og borða góðan mat. En aðal ástæðan fyrir því að ég fer er auðvita til að vera með Davíð og eiga góða helgi með honum og njóta þess að vera til.
Ástæðan fyrir því að við erum að fara á helgina er sú að mamma hans Tomma vinar okkar vildi bjóða okkur að koma. Málið er það að eina leiðin til að komast á svona helgi er ef einhver sem er í þessum hópi bjóði þér. Einnig sagði hún að hún væri alveg viss um það að við værum í góðu og traustu hjónabandi og það þarftu ða hafa líka til að fara. Þessi helgi er ekki gerð fyrir hjónabönd sem eru í rústi þetta er ekki helgi sem er gerð til að laga hjónabönd.
Við Davíð fórum til Jón og Riss í gær í kvöldmat þar sem vikulegi hittingurinn okkar klúðraðist vegna þess að við erum að fara á helgina. Við fengum fisk og Meeko og Moli fengu að leika. Eins og venjulega spjölluðum við um heima og geima og fórum mun seinna heim en við ætluðum.
Mig langaði að benda þeim á sem ekki hafa lesið bloggið þeirra Marisu og Jóns að kíkja þangað. Marisa er að tjá sig um kirkjuna á Íslandi í dag og ég er svo sammála því sem hún er að segja.

Ég hef þetta ekki lengra í dag
Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla Dögg

4 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ Fjóla frænka og auðvitað Davíð og Moli! Rosa flott síða hjá þér, gaman að lesa um það sem þú ert að gera, heyri annars svo lítið af þér. Ég á eftir að kíkja aftur!
Kær kveðja
Hulda Pulda frænka

Fjóla Dögg said...

Flott að þú veist af sýðunni og endilega kíktu sem oftast :D
Gaman að heyra frá þér

Kveðja Fjóla frænka

Anonymous said...

hvernig var skvo um helgina skvísí? :)

kv fænkan

Davíð Örn said...

Takk fyrir helgina Fjóla mín ;)