Jæja þá er íslenska brúðkaupið svo kallaða búið. Það var alveg ofsalega gaman, fullt af fólki sem maður þekkir og allt svo fallegt. Við Davíð mættum fyrst allra gesta klukkan hálf þrjú og náðum að segja örstutt hæ við Marisu áður en allt fór á fullt.
Atöfnin byrjaði klukkan þrjú og var hún alveg frábær. Ranveig söng og einnig tók Ólöf og Heiðrún lag saman. Davíð minn, Dagný og Ásgeir lásu ritningarvess sem brúðhjónin höfðu valið og svo endaði Keith Reed á að syngja Faðir vor ofsalega fallegt. Kjartan sagði mörg mjög falleg og vel valin orð til brúðhjónana.
Eftir atöfnina fóru allir og óskuðu brúðhjónunum til hamingju skálað í eplasíter á meðan beðið var eftir að salurinn yrði tilbúinn. Svo vor boðið til sætis og allir fóru á sitt borð. Einar Helgi og Hjördís voru veislugestir og stóðu þau sig með bríði. Þau sögðu einn skemmtilegan brandara sem á soldið við mig ;) hann er svona "Það er gott ða eiga mann sem er fornleifafræðingur því með hverju árinu sem líður þá finnst honum konan sín alltaf verða meira og meira spennandi".
Jæja þá byrjaði ballið við fengum að borða kökur og brauðrétti sem var ofsalega fínt. Það varu skemmtiatriði nokkur Davíð og Ásgeir sáu um að sýna myndband frá því að þeir steggjuðu Jón og þrátt fyrir að það vantaði hljóð varþað mjög skemmtilegt. Við Davíð ákváðum að segja smá vel valin orð til brúðhjónana og vonum við að það vara vel liðið.
Eftir veisluna var boðið þeim sem vildu heim til Kjartans og Valdísar í smá lofgjörðar stemmara þar sem Halla og Siggi sáu um tónlistina og allir sungu saman mjög þagileg og róleg stefning. Við Davíð vorum komin heim um hálf ellefu leititð og þar tók á móti okkur mjög spenntur hundur sem var búin að vera einn allan daginn.
Í kvöld er svo stefnan tekin heim til Marisu og Jóns í mat og ég fer svo seinna um kvöldið að hitta Söngspírurnar mínar.
p.s. I just want to say thanks for everything to Marisa and Jón. We love you guys.
Kveð að sinni Fjóla.
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment