Friday, September 15, 2006

Helgin frammundan

Jæja gott fólk þá er komin helgi. Það verður nóg að gera hjá okkur hérna á Aflagrandanum eins og venjulega en það er bara gaman. Planið er að fara í bíó í kvöld með dúllunum okkar Báru og Ásgeiri á vonandi Lady in the Water þar sem mig langar svo að sjá hana. Á morgun er svo planið að byrja daginn á því að fara á hlöðuna og læra fyrir næstu viku í nokkra klukkutíma og koma svo heim og slappa af og hafa það kósí. Við erum búin ða bjóða Jóni og Riss í heimsókn að horfa á mynd þannig að það er aldrei að vita að þau láti sjá sig. Á sunnudaginn verður svo kaffiboð hjá okkur fyrir kirkju þar sem ég ælta að baka Gulrótaköku uppáhaldið mitt, Davíðs og Riss og svo hina einu sönnu Lúxusfléttu sem er alveg sjúklega góð og hrillilega fitandi ;).
Við Davíð vorum að skrá okkur í dag í Boot Camp í Háskólaíþróttahúsinu. Námskeiðið verður í 6 vikur kostar 12.000 kr og er þrisvar í viku eða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 7-8 á morgnana og á laugardögum kl 9-10 á morgnana þannig að það á að taka á því eins og mér finnst erfitt að gera leikfimi á mornana ;). Allir sem eru í Háskóla Íslands oghafa áhuga á ða fara í Boot Camp endilega skrá sig.
Annars óska ég öllum góðrar helgi.

Knús og koss
Kveðja Fjóla

No comments: