Wednesday, January 30, 2008

Jesús

Takk fyrir eiginn manninn minn
Takk fyrir Mola
Takk fyrir mína bestustu vini í heimi
Takk fyrir fjölskylduna mína
Takk fyrir bænahópinn minn
Takk fyrir framtíðina okkar í Bandaríkjunum
Takk fyrir að þú gafst mér líf
Takk fyrir að ég geti treyst á þig og beðið til þín
Takk fyrir að ég þarf ekkert að óttast meðan þú ert hjá mér
Takk fyrir að þú gefur mér styrk þegar ég þarf á honum að halda
Takk fyrir allt!
Ég þakka bænahópnum mínum fyrir frábæra fyrirbæn og vil bara segja að ég er svo þakklát að þekkja ykkur. Guð blessi ykkur öll sem eitt og munið að hann er alltaf hjá ykkur og hann gleymir ykkur aldrei.
Ein mjög góð myndlíking sem ég heyrði einu sinni sem mig langar að deila með ykkur.

Þú tekur ákvörðun um að bjóða Jesú inn í líf þitt með því að opna hurðina og bjóða honum inn fyrir. Jesús kemur inn. Þú heldur svo áfram með þitt daglega líf og gleymir onum í amstri daga þinna. Allt í einu áttar þú þig á því að Jesús situr enn í sófanum heima hjá þér. Hann segir við þig "Þótt þú gleymir mér í amstri dags þíns, gleymi ég þér aldrei. Ég mun aldrei fara frá þér"

Ég man ekki nákvæmlega myndlíkinguna en ég man hvað hún hafði sterk áhrif á mig því ég sá Jesú sitja í sófanum heima hjá mér og var bara að bíða eftir því að ég tæki eftir/myndi eftir honum. Hafið þetta hugfast elsku vinir.
Guð blessi ykkur
Fjóla Dögg halldórsdóttir

Monday, January 28, 2008

Lífið heldur áfram

Jæja þá á að reyna að taka sig á í sambandi við bumbuna sem er farin að stækka eftir jólin og áramótin. Málið er bara það að nammi er svo GOTT!!!
Annars er ég að vinna með svo frábæru fólki þessa dagana LOKSINS. Ég er að vinna flesta morgna með strák sem heitir Marko og er frá Þýskalandi. Hann er hérna með kærustunni sinni meðan hún er í námi og er hann rosalega góður að vinna með. Í dag kom svo ný stelpa sem heitir Tina og er frá Noregi og talar reip rennandi íslensku. Loksins er kominn minn tími að ég fái að vinna með góðu fólki sem vinnur vel og kemur ekki fram við mann eins og skít. Ég er ekki að segja að ég sé fullkomin ég er dugleg að loka mig af ef einhvað bjátar á.
Ég get ekki beðið að komast til Flórída er farin að hlakka alveg rosalega til. Ég ætla að fara eins oft og ég get á Sweet Tomato sem er grænmetisstaður sem er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Ég ætla að borða smoothisa eins mikið að ég get og fá mér hollan mat og fara út að skokka og vera heilsusamleg. Ég get ekki beðið að fara að versla í Puplix, fara í Target, kaupa BÍL, Fara í Epcot með tengdó GMS og BRS, fara í Holyland (sem er kristinn garður) get ekki beðið að sjá hvernig hann er http://www.theholylandexperience.com/ og skólinn auðvita.
Ég er að fara að sækja um námið núna í byrjun næsta mánaðar og hlakka ég bara til.
Sweeney Todd eftir 4 daga vá hvað ég get ekki beðið. Við hittum Jón og Riss á laugardagskvöldið og horfðum á mynd og höfðum það alveg rosalega kósý gaman að hitta þau aftur eftir langa básu þar sem mikið er búið að vera að gera hjá bæði okkur Davíð og þeim eftir áramótinn. Við ætlum að fara með þeim í sumarbústaðinn hans Jóns yfir páskana og verður það ekkert smá gaman eins og alltaf einn af skemmtilegustu tímunum okkar hafa verið þar.
Við Davíð höfum verið að ræða að taka allan júlí mánuð í frí. Við förum út til USA 9-31 júlí og ætlum við að ferðast hringinn í kringum Ísland fyrstu vikuna í júlí og hlakka ég ekkert smá til þess. Það verður líka svo gama að fá að vera með Mola þessa viku og fara í gönguferðir í ullfallegu íslensku náttúrunni okkar. Moli á eftir að elska það líkt og við.
Ég er ein heima að horfa á Dr. Phil þar sem Davíð er að vinna og svo fer hann á fund strax eftir vinnu þannig að ég sé hann ekkert fyrr en bara á morgun held ég bara þar sem ég dett útaf um kl 22.
Núna er Bolludagurinn á næsta leiti og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það þýðir fyrir mig bakaríiskonuna. GEÐVEIKI!!!!! Það verða seldar bollur helgina áður og svo á mánudeginum og ég er að vinna á sunnudeginum og mánudeginum AAAAHHHH!!!
Jæja ég hef það ekki lengra í þetta skiptið.
Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja Fjóla Dögg

Thursday, January 24, 2008

Hvað íbúinn á Flórída þarf að hafa

1. Verður að vera á jarðhæð
2. Hundar leifðir
3. Ekki mikið dýrari en $700 á mánuði
4. Verðum að getað losnað undan samningi eftir 7 mánuði
5. Garður
6. Sundlaug
7. Líkamsræktarstöð
8. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara
9. Uppþvottavél
10. Ekki minni en 65 fm
11. Í góðu hverfi nálægt ákveðnum stöðum (sama hverjir þeir eru vitum ekki eins og er)
12. Air condisioning
13. Bílastæði
14. Dog park hverfisins (ekki nauðsynlegt en mjög eftirsóknarvert)
15. Þvotta aðstæða í sameign
16. Leik aðstaða fyrir börn
17. Stórt og gott eldhús
18. Hverfis eftirlit (eins og hjá pabba og mömmu) eða lokað hverfi með hliði
19. Ef hægt er 2 svefnherbergja (fyrir þetta verð meina ég) annars að möguleiki sé að vera með svefnsófa í stofu fyrir gesti.
20. Baðker á baðherbergi

Bara leifa ykkur að sjá hvað við erum að hugsa ;D.

Wednesday, January 23, 2008

Ég hef það gott

Ein góð af bestasta fólki í heimi frá 17 júní 2007
Mætti í vinnuna í dag á átti þann heiður að fá að vinna með bossanum eða Steinþóri. Það er alltaf ákveðið vandræðalegt að vinna með yfirmanni sínum en ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég fékk alveg óvænnt að fara heim úr vinnunni kl 14 í dag sem gerðið það að verkum að ég komst í mjög góða göngu með Kristínu, Sóldísi og Arisi. Við ætluðum okkur bara í smá göngu í hverfinu mínu sem endaði samt með því að vera alveg vel klukkutímalöng ganga sem teigði sig alveg niður í Elleðaárdalinn. Löngu komin tími á göngu og ég skil ekki hvernig ég get komist af án þeirra þegar mikið er að gera.
Ég er búin að vera frekar dugleg að borða ekki algjöra vitleysu þessa dagana og ætla að halda því áfram, ég meira að segja er búin að hreyfa mig fyrir utan gönguna í dag.
Ég er búin að taka ákvörðun um að sækja um í húsdýragarðinum og vona vona vona að ég fái vinnu þar sama á hvaða tíma dags. Ég heyrði nefnilega frá Kristínu að hún þekkti stelpu sem væri að vinna þar og fær að taka hundinn sinn með í vinnuna sem er það sem ég er að leita eftir.
Ég gerði lista áðan yfir því sem íbúðin okkar þarf að hafa úti á Flórída. Ég vil hafa það skjalfest þar sem Davíð og tengdapabba hefur verið falið það verkefni að finna íbúðina þegar þar að kemur.
Annars hef ég það gott og Davíð og Moli líka. Mikið að gera og á eftir að vinna slatta þangað til ég fer út sem er bara ágætt því þá fæ ég pening inn á heimilið og upp í neisluna mína úti á Flórída.

Guð blessi ykkur og varðveiti
Knúsar
Fjóla Dögg

Tuesday, January 22, 2008

Dagurinn í dag

Vann frá 7:00-16:30
Hlustaði á leikinn í útvarpinu á leiðinni heim.
Gat ekki horft á endirinn heima, of sorglegt.
Davíð var búinn að undirbúa matinn kjúlli í ananas, papriku, lauk dæmi, sallad og hvítlaugsprauð með, mjög gott.
Horfðum á mjög erfiðan Dr. Phil þátt með alkóhólista föður og konuna hans sem lamdi hann í klessu fyrir framan börnin þeirra mjög disturbeng.
Horfðum líka á The 4400 þátt mjög undarlegan.
Fékk símtal frá mömmu, bróðir minn að hugsa um að kaupa íbúð og aðrar ekki svo skemmtilegra frétta.
Ég og Moli upp í reiðhöll í hundafimi, var engin fimi, misskilningur og rugl.
Komin heim aftur, er að blogga, vavra á netinu og horfa á Davíð skoppa upp og niður fyrir framan mig á líkamsræktartækinu okkar.
Hlakka til að komast í breyttar aðstæður á Flórída.
Hlakka til að fá útborgað og getða lagt peninginn til hliðar.
Hlakka til að hitta göngufélagana mína.
Hlakka til að fara og sjá Sweeney Todd með bestasta fólki í heimi.
Sakna bænastundanna okkar Helgu.
Langar að horfa á vidíó með góðum vinum.
En Guð er góður og ég treysti honum.

Fjóla Dögg

Monday, January 21, 2008

Smá blogg

Þar sem það er nákvæmlega ekkert að frétta af mér þessa dagana hef ég ekki bloggað mikið.
Ég er búin að vera mikið að vinna og held því áfram þessa vikuna. Ég sakna þess að fara ekki í nógu margar göngur með Helgu og Kristínu þessa dagana vegna tímaleysis.
Allt gengur vel í vinnunni er að vinna með mjög fínum strák sem heitir Markó og er frá Þýskalandi. Ég er þó byrjuð að telja niður dagana þangað til ég fer til Flórída og held ég að dagarnir séu 63 þangað til ferðini er heitið til Fyrirheitnalandsins.
Ég er byrjuð í Gospelkór Reykjavíkur og er það algjör snyld loksins segi ég bara. Óskar hringdi í mig á föstudaginn síðasta og mætti ég strax laugardeginum þar á eftir. Það verður nóg að gera þar og er ég spennt að fá að vera með.
Í byrjun næsta mánaðar eða nánar tiltekið 1. febrúar er svo stóri dagurinn. Frumýning á Sweeney Todd og ég get ekki BEÐIÐ!!!!! Ég er búin að ná að plada Svanhvíti frænku og Helgu með okkur og held ég bara líka Tomma í lúxussalinn :D.
Ég fer líka að skrá mig í námið hjá hundasnyrtiskólanum en ætli það verði ekki gert strax í byrjun febrúar. Ef einhver hefur áhuga þá er þetta lingurinn á heimasíðu skólans sem ég fer í http://www.academyofanimalarts.com/.
Ég er búin að vera að skoða rosalega mikið draumastaðinn minn á þessari jörðu svei mér þá eða Prince Edward Island og vá hvað ég get ekki beðið að komast þangað ekki núna í sumar heldur sumarið 2009. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þann dásamlega stað geta ferið á þessa heimasíðu http://www.gov.pe.ca/visitorsguide/ Himnaríki á jörðu. Ég er búin að hafa samband við tvo Chihuahua ræktendur á Flórída til að sjá og forvitnast um ræktunina þar. Ég er einig búin að senda á deildina hérna heima og forvitnast um got í sumar. Ég er svona að gæla við hugmyndina að fá bara annan Chihuahua en ekkert er ákveðið frekar en áður.
Ég held ég hafi það ekki lengra í bili í þetta skiptið en hafið það gott og Guð blessi ykkur.

Kær kveðja Fjóla DöggMonday, January 14, 2008

Þessi vika!

Mikið um að vera hjá mér eins og vanalega. Endlega njótið myndana inn á milli sem tengjast ekkert skrifunum ;)
Ef ég byrja á morgundeginum þá er ég að vinna í hvolki meira né minna en 11 tíma á morgun það finnst mér algjör geðveiki. Ég vinn líka 11 tíma á miðvikudaginn þannig að ég á eftir að vera þreytt og pirruð þessa tvo daga. Það er nýr strákur að byrja að vinna með mér á morgun sem er alltaf jafn erfitt og ekki skemmtilegt finnst mér. Ég er orðin svo þreytt á því að vera alltaf að reyna að vera skemmtileg og tala um ekki neitt ég er bara einfaldlega ekki góð í því og vil bara sitja með hitablásaran í andlitið á mér og lesa Dexter og ekki hafa samvisku bit yfir því að ég sé ekki að tala við hinn starfskraftinn. Æi þetta er örugglega ekki rétta hugsuninn hjá mér en þetta er bara svo erfitt þegar það er allta einhver nýr með manni nánast á hverjum degi þá vill maður bara vera í friði.
Miðvikudagurinn verður líklega alveg eins og sá fyrri.
Fimmtudagurinn er venjulegur eða bara vinna til 2 sem er mjööög gott. Ætli það verði ekki saumaklúbbur um kvöldið hjá Eddu vinkonu og verður það bara gaman eins og alltaf.
Á föstudaginn fæ ég svo nokkra í mat og spilerí sem verður bara gaman og hlakka ég mikið til þess þar sem mikið þörf er á frí eftir þessa viku.
Helgin verður svo bara afslappelsis helgi fyrir bæði mig, Davíð og Mola. Ég hef varla séð Davíð alla síðustu viku og um helgina síðustu útaf yessup og er síðasti dagurinn hanns í dag og verður hann ekki væntanlegur heim fyrr en um 12 hálf 1 leitið.
Ég er næstum því búin með Darkly Dreaming Dexter sem Jón og Marisa gáfu okkur Davíð í jóla- og afmælisgjöf. Bókin er allt öðruvísi en þáttaröðinn en mjög góð samt. Ég er samt hrifnari af Dexter í þáttunum en bókinni eins og staðan er núna en ég veit ekki hvað gerist þegar ég byrja á morgunn á annari bókinni.
Ég skellti mér í göngu með Helgu og Kristínu í dag í Lundinum og var það ískalt og entumst við ekki lengi. Moli skemmti sér samt vel þar sem hann fékk að leika við Fróða sinn.
Davíð gaf mér verkefni fyrir Flórída að komast að því hvernig innflutningur dýra er á Sanford flugvelli og ætla ég að reyna að vinna í því í þessari viku inn á milli vinnu.
Ég og pabbi höfum verið að skoða Mustanga á netinu og getum við valla beðið að komast út að skoða og svo kauða bíl. Þetta er rosalega spennandi verkefni hjá mér og hlakka ég mjög til. Linda, Sveinbjörn, Benjamín og Guðlaug María eru búin að ákveða hvenar þau koma út og átti að pannta miðana um helgina en þá komust þau að því að bæði vegabréf Guðlaugar og Benjamíns voru nánast útrunnin og varð þá að bíða með pönntunina og sækja um vegabréf í staðin. Þau eru búin að skipuleggja alla dagana held ég bara og verður rosalega gaman að fá þau út þá hef ég afsökun til að fara út að borða og í Epcot og fleira ;D.
Moli er frábær ef einhver skildi vera búin að gleyma því. Hann hefur haft það gott þrátt fyrir mikla fjarveru pabba og mömmu sinnar en hann hefur verið í miklu yfirlæti hjá ömmu og afa uppi og hjá pabba og Hlynsa.
Mamma er í Hollandi, fór á sunnudaginn og kemur á þriðjudaginn. Henni var boðið ásamt vinnufélugum sínum á Lækjarbrekku og held ég bara að hún skemmti sér konunglega.
Ég hef það ekki lengra í þetta skiptið en hafði það gott elsku dúllur og vonast til að þið eigið dásamlega daga frammundan.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Eitt mjög stutt

Ég er búin að vera ða vinna eins og geðsjúklingur alla helgina og er ða vinna tvo daga í þessari viku til hálf sjö SÆLL. Ég er enganvegin upplögð en ég er að reyna að safna inn eins miklum pening og hækt er áður en ég fer út til Flórífa.
Davíð er búin að vera mjög lítið heima er bara uppi í skóla að gera Jessup verkefnið. Ég er búin að vera að fara með bakaríis mat til krakkana í liðinu og þau voru bara mjög sátt.
Ég verð að fara ða gera mig til fyrir vinnuna er orðin frekar sein reyni að blogga í dag.

Kveðja þreytta Fjóla og vantar athyggli Moli.

Sunday, January 06, 2008

Mikið sem er að brjótast um í kollinum á mér

Þar sem nýtt ár er ný gengið í garð er markt sem kemur upp í kollinn á mér.
Þetta ár er ár breytinga hjá mér, Davíð og Mola. Ég fer út til Flórída í lok mars nánar tiltekið 25. mars til ða fara í hundasnyrti nám í 2. mánuði. Það fyrir mér er rosalega scary! Ég veit að ég er rosalega háð Davíð og Mola og vil helst ekki vera án þeirra í langan tíma þessvegna fyrir mér er rúmlega 2 mánuðir langur tími að vera frá þeim. Fyrir utan það verð ég stóran hluta tímabilsins alein í íbúðinni og það á eftir að vera erfitt fyrir mig. Ég verð samt alla virka daga í skólanum til kl 16 sem skilur bara eftir kvöldið og helgarnar. Ég hef þó ákveðið að ég ætla að notfæra mér það að ég sé ein og styrkja sambandið mitt við Frelsarann minn. Ég ætla að finna mér góða kirkju í Flórída og fara þangað pína mig til að hitta og kynnast fólki sem ég á rosalega erfitt með. Ég vil bara vera ég ein og ekki tala við fólk sem ég þekki ekki þannig að það verður mjög erfitt fyrir mig sérstaklega ef ég er ein. En hvar er betri staður til að kynnast góðu fólki en í kirkju ha?
En þar sem við Davíð og Moli erum að fara að flytja út eftir ár er búið að ákveða að ég kaupi með hjálp pabba og mömmu bíl núna þegar ég fer út í mars. Það var búið að ákveða fyrir löngu að við ætlumum að kaupa okkur Ford Mustang árgerð 2002 eða 2003. Ég er rosalega spennt og hlakka til að eignast Mustang þar sm það hefur alltaf verið draumur minn að eignast slíkan bíl. Þar sem Mustang er Bandarískur bíll þá kostar hann ekki margar miljónir eins og hérna heima (algjör geðveiki) heldur getur þú fengið bíl eins og ég er að spá í fyrir $ 6000-7000 sem er ekki svo slæmt.
Tengdó ásamt Guðlaugu og Benjamín ætla að koma út til mín í maí og verður það alveg frábært. Ég á pottþétt eftir að skella mér í garða með þeim þar sem Guðlaug á eftir að tapa sér þegar hún sér alla garðana. Mig langar líka að nota tækifærið og fá þau til að fara með mér í Holyland sem er Kristinngarður. Ég er nokkuð viss um að þetta er einhvað sem Sveinbjörn og Benjamín eiga eftir að vera rosalega spenntir fyrir.
Ég held náttúrulega í vonina að Davíð minn komi út til mín þegar þau koma en það er náttúrulega ekki það gáfulegasta fyrir okkur þar sem við erum að fara út í júlí saman í þrjár vikur en ég læt mig dreyma samt. Einnig er best ða davíð nái að vinna eins mikið og hækt er næsta sumar svo við töpum ekki of miklum pening á því að ég sé að fara út.
Sem kemur að næstu umræðu að ég er að reyna að vinna eins mikið og ég get sem þýðir alla virka daga frá 7-14 og aðra verja helgi. Ég veit að það a eftir að vera rosalega þreytandi þar sem þetta er nú ekki drauma starfið mitt en ég veit að ég get þatta samt. Núna er bara málið að spara og spara og halda í peningana eins vel og hækt er.
Svo er það Helga bestasta. Hún er að fara að flytja með Fróða út til Noregs. Ég á eftir að sakna hennar óendanlega mikið. Hún fer áður en ég fer út eða í ágúst og verður það rosalega erfitt. Helga hefur verið ekkert nema góð við mig og styrkt mig og stutt mig í gegnum mjög erfðan tíma í mínu lífi og á ég eftir að vera henni æfinlega þakklát. Núna langar mig bara að fá hana í heimsókn fljótlega og horfa á spólu og spjalla og hafa það kósý.
Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef t.d. liggur Molinn minn hjá mér núna alveg aflappaður og rólegur og mér finnst að hann sé að segja við mig " mér þykir svo vænt um þig mamma og ég þarf ekki ða vera hræddur þegar þú ert hjá mér". Davíð minn er að læra núna til að við getum átt frábæra og örugga framtíð og ég treysti engum (fyrir utan Jesú) eins vel og ég treysti Davíð. Það er ekki hækt að hafa það betra.
Mig langaði að segja ykkur frá átakinu "Skiðaðu þér í skarðið" sem Shila hjá Lindinni var búin að vera að hugsa mikið um og ákvað að framkvæma. Þú getur farið á lindin.is og þar fáið þið frekari upplýsingar endilega fariði og skoðið þetta mjög gott og nauðsynlegt framtak.
Að lokum langar mig að þakka ykkur fyrir að vera í mínu lífi og fyrir að vera góðir foreldrar, tengdaforeldrar, vinir, frændfólk og kunningjar.
Guð blessi ykkur öll!

Kær kveðja Fjóla Dögg

Myndir í tilefni gærdagsins aðalega

Jæja þetta gekk mjög brösulega ða setja inn myndir og eru þær mun færri en ég ætlaði mér að setja inn en hér koma þó nokkrar frá gærdeginum.
Moli flottasti í B og L húsinu ullar bara á ykkur ;D.

Davíð að brjóta heilan yfir myndasögugátunni við erum ekki alveg að ná að klára hana.


Guðlaug María og Sveinbjörn eftir átið en þau fengu Belgískt súkkulaði í eftirétt.

Tók eina mynd af uppáhalds jólakúlunni minni bara svona rétt áður en við kve-jum jólinn alveg endanlega þetta árið.

Svo ein af Guðlaugu Maríu og Mola sínum svo sæt og fín eins og alltaf.

Eigi þið góðan dag og daga. Guð blessi ykkur og en og aftur takk fyrir allar afmæliskveðjurnar ég er ykkur endalaust þakklát.
Kær kveðja Fjóla Dögg Halldórsdóttir

Saturday, January 05, 2008

Ég er orðin 24 ára mar VÁ

Þá er ég orðin 24 ára kelling bara.
Ég byrjaði daginn á því að opna pakka og hafa það huggó með nammi og læti. Við skelltum okkur svo til pabba og mömmu og spjölluðum við þau og gerðum myndagátuna en erum ekki búin að ná að leysa hana enþá. En svo var ferðinni B og L þar sem var haldið hunda Idol. Við Moli unnum ekkert trúiði því eða hvað? Ég trúi því ekki ;). Eldur vann samt sætasti hundurinn enda var hann bara sætur þegar hann var að syngja og hundurinn sem vann var Akíma stóri dan. Persónulega er ég ekki sammála dómnefndinni en það er bara ég.
Núna erum við að undirbúa komu foreldranna í kvöld í hamborgahrygg og gúmmelaði með því. Davíð er svo inndæll og er núna búin að segja mér að ég meigi bara gera sem minst og er það frekar nice. Núna sit ég bara hérna heima og horfi á uppáhalds grínarana mína David og Matt í Litle Britain. Þetta eru atriði úr Litle Briten Live Australia með commenteri inn á milli með leikurunum rosa gaman.
Ég kem með betra uppdaut á morgun og jafnvel myndir handa ykkur dúllurnar mínar. Mig langar að þakka öllum fyrir kveöjurnar í dag þið eruð yndisleg að muna eftir mér og ég er svo þakklát fyrir að þekkja ykkur. Guð blessi ykkur og eigi þið góðan dag.


Kær afmæliskvelja Fjóla Dögg

Thursday, January 03, 2008

Hvað hefur á daga mína drifið

Jæja ég biðst forláts að hafa ekki bloggað í marga daga. Ákvað aðeins að hvíla mig eftir dagleg blogg allan desember.
Ég er byrjuð að vinna aftur og VÁ hvað var efitt að mæta aftur eftir æðislegt jólafrí. Það er allt enn í hakki í vinnunni varðandi starfsfólk og ég veit aldrei með hverjum ég er að fara að vinna dag hvern. Núna ætla ég að taka mig á og vinna á hverjum degi til tvö og aðra hverja helgi þangað til ég fer út til að við fáum eins mikin pening og hækt er áður en ég fer út.
Ég er loksins búin að ná að fara í göngu með Helgu og Kristínu á sama tíma og var alveg kominn tími á það. Ætli maður pressi ekki soldið á helgu næstu tvo daga að fara í göngu þar sem hún er í frí en hún vinnur eins og geðsjúklingur þessa dagana að mér finnst allavegana.
Davíð átti afmæli 30 og varð hann 23 ára elsku litli kallinn. Ég bauð nokkrum stráka vinum hans að koma og spila póker og vissi Davíð ekkert af því fyrr en tveimur mínútum áður en þeir komu. Hann var alveg rosalega ánægður og fór Benjamín heim með sigurlauninn eftir pókerinn.
Á morgun erum við Davíð svo að fara á leikhús á Ivanof með Hilmi Snæ í Þjóðleikhúsinu og vonast ég til að það verði ágætis skemmtun.
Svo er það laugardagurinn þá verð ég 24 ára. Planið er að pjóða pabba og mömmu ásamt tengdó í hamborgahrygg og annað er ekki planað ætli ég reyni ekki bara að hafa það kósý með Davíð heima horfa á einhverja skemmtilega mynd og borða einhvað gott. Ég hef ekki ákveðið hvort ég haldi einhvað uppá daginn en það yrði þá allavegana ekki strax.
Annars voru áramótin mjög fín fengum sjúklega góðan kalkún hjá tengdó og spiluðum og skemmtum okkur konunglega eða það er að segja allir neðma Moli hann var rosalega kvektur og átti erfitt vildi bara liggja hjá mér og troða hausnum undir höndina mína. Þetta voru erfiðustu áramótin hans til þessa og ég hald að það sé vegna þess að hann er á seinna hræðsluskeiðinu enda passar það uppá aldur hans.
Ég er búin að vera að lesa Dexter í vinnunni sem við fengum í afmælis og jólagjöf frá Marisu og Jóni og er hún alveg rosalega skemmtileg gerir daginn styttri hjá mér í vinnunni sem er bara gott. Annars er þetta bara same old same old sem er alveg ágætt.
Ég er farin að hugsa rosalega mikið um hvernig þetta verður þegar ég fer út í rúmlega tvo mánuði án Davíðs og Mola. Þegar ég er í vinnunni get ég ekki beðið að komast í hitan og einhvað annað umhverfi en þegar ég kem heim vil ég ekkert fara. Spennandi en hræðilegt á sama tíma. Ég hef samt ákveðið að þetta verður tími sem ég ætla að eiða í mig, styrkja sambandið við Guð, vinna í sjálfstraustinu, bæta mataræðið og sjá að ég get þetta ein þrátt fyrir að það sé erfitt.
Ég hef það ekki lengra í þetta skiptið.

Kær kveðja Fjóla og Moli