Monday, January 14, 2008

Þessi vika!

Mikið um að vera hjá mér eins og vanalega. Endlega njótið myndana inn á milli sem tengjast ekkert skrifunum ;)
Ef ég byrja á morgundeginum þá er ég að vinna í hvolki meira né minna en 11 tíma á morgun það finnst mér algjör geðveiki. Ég vinn líka 11 tíma á miðvikudaginn þannig að ég á eftir að vera þreytt og pirruð þessa tvo daga. Það er nýr strákur að byrja að vinna með mér á morgun sem er alltaf jafn erfitt og ekki skemmtilegt finnst mér. Ég er orðin svo þreytt á því að vera alltaf að reyna að vera skemmtileg og tala um ekki neitt ég er bara einfaldlega ekki góð í því og vil bara sitja með hitablásaran í andlitið á mér og lesa Dexter og ekki hafa samvisku bit yfir því að ég sé ekki að tala við hinn starfskraftinn. Æi þetta er örugglega ekki rétta hugsuninn hjá mér en þetta er bara svo erfitt þegar það er allta einhver nýr með manni nánast á hverjum degi þá vill maður bara vera í friði.
Miðvikudagurinn verður líklega alveg eins og sá fyrri.
Fimmtudagurinn er venjulegur eða bara vinna til 2 sem er mjööög gott. Ætli það verði ekki saumaklúbbur um kvöldið hjá Eddu vinkonu og verður það bara gaman eins og alltaf.
Á föstudaginn fæ ég svo nokkra í mat og spilerí sem verður bara gaman og hlakka ég mikið til þess þar sem mikið þörf er á frí eftir þessa viku.
Helgin verður svo bara afslappelsis helgi fyrir bæði mig, Davíð og Mola. Ég hef varla séð Davíð alla síðustu viku og um helgina síðustu útaf yessup og er síðasti dagurinn hanns í dag og verður hann ekki væntanlegur heim fyrr en um 12 hálf 1 leitið.
Ég er næstum því búin með Darkly Dreaming Dexter sem Jón og Marisa gáfu okkur Davíð í jóla- og afmælisgjöf. Bókin er allt öðruvísi en þáttaröðinn en mjög góð samt. Ég er samt hrifnari af Dexter í þáttunum en bókinni eins og staðan er núna en ég veit ekki hvað gerist þegar ég byrja á morgunn á annari bókinni.
Ég skellti mér í göngu með Helgu og Kristínu í dag í Lundinum og var það ískalt og entumst við ekki lengi. Moli skemmti sér samt vel þar sem hann fékk að leika við Fróða sinn.
Davíð gaf mér verkefni fyrir Flórída að komast að því hvernig innflutningur dýra er á Sanford flugvelli og ætla ég að reyna að vinna í því í þessari viku inn á milli vinnu.
Ég og pabbi höfum verið að skoða Mustanga á netinu og getum við valla beðið að komast út að skoða og svo kauða bíl. Þetta er rosalega spennandi verkefni hjá mér og hlakka ég mjög til. Linda, Sveinbjörn, Benjamín og Guðlaug María eru búin að ákveða hvenar þau koma út og átti að pannta miðana um helgina en þá komust þau að því að bæði vegabréf Guðlaugar og Benjamíns voru nánast útrunnin og varð þá að bíða með pönntunina og sækja um vegabréf í staðin. Þau eru búin að skipuleggja alla dagana held ég bara og verður rosalega gaman að fá þau út þá hef ég afsökun til að fara út að borða og í Epcot og fleira ;D.
Moli er frábær ef einhver skildi vera búin að gleyma því. Hann hefur haft það gott þrátt fyrir mikla fjarveru pabba og mömmu sinnar en hann hefur verið í miklu yfirlæti hjá ömmu og afa uppi og hjá pabba og Hlynsa.
Mamma er í Hollandi, fór á sunnudaginn og kemur á þriðjudaginn. Henni var boðið ásamt vinnufélugum sínum á Lækjarbrekku og held ég bara að hún skemmti sér konunglega.
Ég hef það ekki lengra í þetta skiptið en hafði það gott elsku dúllur og vonast til að þið eigið dásamlega daga frammundan.

Kær kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ.

Kannast við það að vinna mikið. En þess virði samt þegar launin koma í hús. Hugsaðu jákvætt um það að vinna svona. Þú færð laun til að komast til Flórída. Þú þarft ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að komast af þar. Þetta gengur líka yfir! Hugsaðu um það! Ég mæli með því þegar þú kemur heim annað kvöld að fara beint í náttföt, náðu þér í teppi og leggstu upp í sófa með Mola og slakaðu á fyrir framan sjónvarpið. Ég á það til þegar ég er búin að vinna mikið og er orðin mjög þreytt. Ef það á eftir að hjálpa þér, getur þú alltaf beðið til Guðs. Stundum er líka mjög gott að skrifa niður í bók það sem er að angra þig. Það kemur hugsunum þínum frá þér og þá eru þær ekki mikið lengur að ígerast í höfðinu. Þá getur þú líka náð að slappa af. Það er líka gott að skreppa þó ekki nema sé í 20 mín. göngutúr. Eða jafnvel að fara í sund í heita pottinn eða fara í heita sturtu þegar þú kemur heim.
Mér finnst það heldur ekki auðvelt né skemmtilegt að hafa nýja manneskju með mér. Það getur verið rosalega erfitt. Sérstaklega ef ég lendi í því að vera ein með viðkomandi manneskju. Þetta er aldrei auðvelt trúðu mér. Ég hef fengið þá ófáa með mér. Það gengur yfir. Þú kennir bara þessum strák eins og þú vilt hafa hlutina. Mín tillega er sú, að fara alveg ofboðslega vel yfir hlutina, og segðu bara við hann að spyrja bara og spyrja alveg sama hversu heimskulega það geti hljómað. Þú lærir ekkert öðruvísi en svoleiðis. Segðu bara líka við hann að reyna að leggja eins mikið á minnið og hann getur strax. Og þú viljir helst ekki þurfa að endurtaka hlutina oft og mörgum sinnum eins og ég hef stundum þurft að gera. Það er ekki þægilegt! Þannig verður þetta (að mínu mati) mun þægilegra. Allaveganna hefur þetta hentað mér mjög vel, og einnig hefur það hentað mjög vel fyrir þá sem ég er að þjálfa. Því þannig hefur mér lærst líka að læra hlutina betur. Einnig er líka gott fyrir strákinn að setja jafnvel niður á blað, hvernig hlutirnir eiga að vera uppi í hillu, þ.e. að teikna upp/skrifa uppröðunina svo að hann hafi það fyrir framan sig. Hann getur þá haft það fyrir framan sig og lært það betur. Þetta verður þá líka auðveldara fyrir þig svo að þú þurfir ekki alltaf að segja honum til.
Þetta er bara mín tillaga. Þú ræður auðvitað hvernig þú kennir honum. Þú getur líka alltaf hringt í mig eða commentað á síðuna mína ef þig vantar að vita eitthvað sem ég stór efast um að þú þurfir að gera. Held meira að segja að þú þurfir þess ekki. En endilega láttu mig vita hvernig það gengur að þjálfa hann, og hvort þér finnst það hjálplegt þessar tillögur sem ég hef komið með. Ég verð náttúrulega líka að vinna allan morgundaginn svo að þú getur hringt hvenær sem er. Eða ég hringt í þig.
En ætli þetta sé ekki komið nóg í bili. Ég heyri í þér.

Kv. Snæja pæja ;-)

Anonymous said...

Takk æðislega Snærún.
Ég segi það enn og aftur ég skil ekki hversu dugleg þú ert að vinna svona á hverjum degi þetta er rosalegt.
Ég hhef gert markt af því sem þú stakst uppá hér en annað hefur mér ekki dottið í hug og ætla ég að notfæra mér það pottþétt. Annars vona ég bara að þessi nýi einstaklingur eigi eftir að koma mér á óvart og vera alveg frábær að vinna með.
Takk fyrir Snærún við heyrumst.
Kær kveðja Fjóla