Saturday, January 05, 2008

Ég er orðin 24 ára mar VÁ

Þá er ég orðin 24 ára kelling bara.
Ég byrjaði daginn á því að opna pakka og hafa það huggó með nammi og læti. Við skelltum okkur svo til pabba og mömmu og spjölluðum við þau og gerðum myndagátuna en erum ekki búin að ná að leysa hana enþá. En svo var ferðinni B og L þar sem var haldið hunda Idol. Við Moli unnum ekkert trúiði því eða hvað? Ég trúi því ekki ;). Eldur vann samt sætasti hundurinn enda var hann bara sætur þegar hann var að syngja og hundurinn sem vann var Akíma stóri dan. Persónulega er ég ekki sammála dómnefndinni en það er bara ég.
Núna erum við að undirbúa komu foreldranna í kvöld í hamborgahrygg og gúmmelaði með því. Davíð er svo inndæll og er núna búin að segja mér að ég meigi bara gera sem minst og er það frekar nice. Núna sit ég bara hérna heima og horfi á uppáhalds grínarana mína David og Matt í Litle Britain. Þetta eru atriði úr Litle Briten Live Australia með commenteri inn á milli með leikurunum rosa gaman.
Ég kem með betra uppdaut á morgun og jafnvel myndir handa ykkur dúllurnar mínar. Mig langar að þakka öllum fyrir kveöjurnar í dag þið eruð yndisleg að muna eftir mér og ég er svo þakklát fyrir að þekkja ykkur. Guð blessi ykkur og eigi þið góðan dag.


Kær afmæliskvelja Fjóla Dögg

7 comments:

Anonymous said...

happy birthday!

Anonymous said...

Til hamingju með daginn aftur :)
Sá Mola í sjónvarpinu áðan algjör töffari og Eldur algjört krútt :)

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið, vissi ekki að það væri í dag annars hefði ég nú kisst þig til hamingju niðri í B&L áðan:S
Mér fann Moli ekkert smá flottur;) átti að mínu mati verðlaun skilið:D
Kveðja
Anna og Eldur

Anonymous said...

Takk takk öllsömul

Helga said...

Til hamingju með afmælið, Fjóla mín. Ég vona þú hafir átt frábæran dag. Ég hef ekki hitt þig svo lengi, finnst mér, að ég bara komin með fráhvarfseinkenni ;) Ég er lasin, svo ég er heima á morgun, bjalla kannski í þig að heyra í þér þá ;)
Afmælisknús, Helga, Fróði og Trítla

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Fjóla :o) Ég segji það sama og Anna, ég hafði ekki hugmynd um að þú ættir afmæli í dag þegar ég hitti þig í B&L. Vonandi áttirðu góðan dag.

Anonymous said...

:D Takk fyrir. Ég er ekki ein af þeim sem er mikið að segja fólki að ég eigi afmæli sorry ;).
Takk kærlega öll fyrir og elsku bestasra Hwlga ég get ekki beðið að heyra í þér og ég hlakka til að hitta þig strax og þú getur.
Ég verð að vinna næstu helgin en það er bara til 16 bara svo þú vitir annars er það bara same old same old til 14 á daginn :D.
Knæus og kærar þakkir Fjóla