Wednesday, January 30, 2008

Jesús

Takk fyrir eiginn manninn minn
Takk fyrir Mola
Takk fyrir mína bestustu vini í heimi
Takk fyrir fjölskylduna mína
Takk fyrir bænahópinn minn
Takk fyrir framtíðina okkar í Bandaríkjunum
Takk fyrir að þú gafst mér líf
Takk fyrir að ég geti treyst á þig og beðið til þín
Takk fyrir að ég þarf ekkert að óttast meðan þú ert hjá mér
Takk fyrir að þú gefur mér styrk þegar ég þarf á honum að halda
Takk fyrir allt!
Ég þakka bænahópnum mínum fyrir frábæra fyrirbæn og vil bara segja að ég er svo þakklát að þekkja ykkur. Guð blessi ykkur öll sem eitt og munið að hann er alltaf hjá ykkur og hann gleymir ykkur aldrei.
Ein mjög góð myndlíking sem ég heyrði einu sinni sem mig langar að deila með ykkur.

Þú tekur ákvörðun um að bjóða Jesú inn í líf þitt með því að opna hurðina og bjóða honum inn fyrir. Jesús kemur inn. Þú heldur svo áfram með þitt daglega líf og gleymir onum í amstri daga þinna. Allt í einu áttar þú þig á því að Jesús situr enn í sófanum heima hjá þér. Hann segir við þig "Þótt þú gleymir mér í amstri dags þíns, gleymi ég þér aldrei. Ég mun aldrei fara frá þér"

Ég man ekki nákvæmlega myndlíkinguna en ég man hvað hún hafði sterk áhrif á mig því ég sá Jesú sitja í sófanum heima hjá mér og var bara að bíða eftir því að ég tæki eftir/myndi eftir honum. Hafið þetta hugfast elsku vinir.
Guð blessi ykkur
Fjóla Dögg halldórsdóttir

No comments: