Friday, February 01, 2008

Sweeney Todd VÁ!!!!!!!!!!

Loksins loksins fékk ég að sjá minn langþráða Mr. Todd leikinn af mínum uppáhalds Johnny Depp og þvílík snild sem Tim Burton hefur náð að töfra fram.
Ég gerði miklar væntingar til myndarinnar ein einhvernvegin tókst þeim að gera hana betri en ég hefði nokkurntíman getað ímyndað mér.
Við fórum í lúksussal með Helgu og Svanhvíti frænku. Ég og Helga vorum mættar kl 10 mín yfir 7 og vorum fremstar í röðinni. Ekki nóg með það þá var miðinn minn sá fyrsti sem fékk aðgöngu inn í sal Sweeneys og það getur engin tekið það frá mér MMOOHHHH :D.
Johnny Depp fer að sjálfsögðu meira en á kostum, hann er Sweeney í myndinni. Hvernig hann nær að túlka hatrið og hversu algjörlega ótengdur við heiminn og umhverfi sitt hann er ar alveg rosalegt. Sérstaklega er flott atriðið þegar hann finnur vini sína (rakhnífana) og singur hálfgerðan ástar óð til þeirra og talar um hvaða verk þeir saman eiga eftir að vinna.
Jamie Campell Bower er Anthony Hope og vá sá drengur getur sungið. Saklausi, kærleiksríki, ástfangni og elskulegi Anthony ho bjargar Sweeney og kemur með hann til London. Hann er einn af bestu söngvurum myndarinnar
Helena Bonham Carter er Mrs Lovett. Hún er algjörlega sniðin í hlutverkið. Ástin sem hún hefur á Sweeney er algjölega óbrygðul og blind. Hún sér ekkert nema hann og vill allt fyrir hann gera.
Alan Rickman er Judge Turpin. Rosalega er hann flottur þessi leikari. Ég varð náttúrilega alveg kolfallin fyrir honum þegar ég sá hann fyrst í hlutverki Snapes í Harry Potter en hann er ekki síðri hér og VÁ hann fer svo vel með hlutverkið. Það eina sem maður saknar er að hann komi meira fram í myndinni ekkert annað.
Sacha Baron Cohen er Signor Adolfo Pirelli. Eins mikið og ég elskaði Örn í þessu hlutverki þá held ég að Cohen nái því betir en hann. Þessi pommper prik gæji how dosent know whats good for him. Hans adriði í mindinni er eitt það skemmtilegasta og fyndnasta í allri myndinni.
Ed Sanders er Toby. Litli aðstoðar maður Pirelli. Þessi strákur er náttúrulega ekkert annað en æðislegur. Roddin er sú besta í myndinni og hann er svo ynnilega einlægur og dásamlegur. Rosalega flottur og efnilegurs strákur sem ég get ekki beðið að sjá á hvítatjaldinu eða í leikritum í framtíðinni.
Timothy Spell er Beadle Bamford aðstðoarmaður dómarans. Hann nær svo vel þessum ógeðfelda manni sem er gjörsamlega siðspilltur og rottulegur.
Ef þið viljið fara og sjá bestu mynd ársins... já ég sagði ársins þrátt fyrir að það sé bara febrúar þá þori ég að fullyrða að það kemur ekki út mynd sem á eftir að toppa þessa fyrir mér. Farið á hana í alvöru farið áhana. Ég á eftir að fara á hana aftur sme allra allra fyrst og kaupa hana strax og hún kemur út.
Kveðja
Sweeney Todd ;)

No comments: